Heimsmynd - 01.04.1992, Page 28

Heimsmynd - 01.04.1992, Page 28
smáfréttir HÁLF ÖLD HILDIBERGS SAMKVÆMISLIFIÐ Hildiberg og vimr. Baldvin Jónsson, „besti ræðumaður kvöldsins “ á tali við Guðlaug Bergmann og Guðrún konu hans. immtugsafmæli Jóns Hildibergs var hald- ið með pompi og prakt í norðursal Hótels Is- lands. Mikill fjöldi var þarna samankominn til að samfagna Jóni, sem er vel kynntur í vissum hópum skemmtanabransans. Hann hefur unnið mik- ið fyrir Ólaf Laufdal í ár- anna rás, Ingvar Karlsson og eitthvað hefur hann verið að þvælast fyrir Herluf Clau- sen. Hófið hófst með því að skál- að var í freyði- víni. Kokkurinn hafði matreitt pottrétt, sem allir gátu gengið í og var vel veitt af fljótandi veigum. Nokkrir vina Jóns héldu skemmti- legar tölur þar á meðal Baidvin Jónsson út- varpsstjóri Aðalstöðvarinnar og var hans ræða áber- andi best. Með Baldvini var mætt allt starfslið Að- alstöðvarinnar þar á meðal Þuríður Sigurðardóttir söngkona sem söng fyrir afmælis- barnið. Allir skörtuðu sínu fínasta pússi. Þarna var einn stærsti áfengis- innflytjandi bæjarins, Ingvar Karlsson ásamt sínu starfsfólki. Einnig voru þarna flestir starfs- menn Ferðaskrifstofu Reykjavíkur. Oddur í Kjaliaranum heilsaði upp á afmælisbarnið. Hermína og Lóló voru mættar í sínu fín- asta pússi og Pétur Kristjánsson tónlistarmaður sem einnig tróð upp. Stefán blómasali var að sjálfsögðu á svæðinu, Björgvin Halldórsson söngvari og frú, Björn Em- ilsson hjá Sjónvarpinu og Ragna Fossberg förðun- armeistari voru á staðnum, sem og Magnús Ketils- son og Herluf Clausen. Ól- afur Laufdal, aldagamall vin- ur Jóns Hildibergs var þarna mættur ásamt Kristínu konu sinni og gat ég ekki séð að hann væri neitt beygður þrátt fyrir neikvæða blaðaumfjöll- un og áföll á síðustu misserum. Ólafur Laufdal lét opna á milli sala og bauð gestum að fylgjast með sýningunni Aftur til fortíðar og þar tróðu hinir og þessir upp auk Þuríðar og Péturs til heiðurs Jóni Hildiberg. Hófið stóð langt fram á nótt og skapaðist mikil stemmning.B Ólafur Laufdal og Kristín kona hans. á nœstunni RITA GENGUR MENNTAVEGINN ver man ekki eftir þessari frábæru bresku gaman- mynd með Michael Ca- ine og Julie Walters í aðal- hlutverkum. Þjóðleikhúsið ætlar að setja leikrit þetta á svið á næst- unni með Tinnu Gunnlaugs- dóttur og Arnari Jónssyni í aðalhlutverkum. Upphaflega stóð til að sýna verkið á litla sviðinu en þar sem ekkert lát er á aðsókninni á Kœru Jelenu, var ákveðið að setja Ritu fyrst um sinn á svið ut- an Reykjavíkur. Leikstjóri er María Kristjánsdóttir.B BUGSY emur í bíó bráðlega. Og loksins, loksins fáum við að sjá Warren Beatty njóta sín á tjaldinu. Gamli kvennabósinn stefnir ekki á Hvíta húsið eins og rithöfundurinn Norman Mailer var að ýja að í tímaritsviðtali við hann á síðasta ári. Reyndar fer eng- inn kvennabósi í Hvíta Húsið nema ef Bill Clinton (sá best kvænti af öllum sem í framboði eru?) skyldi vera ævinlega stimplaður eftir sín hliðarspor. Það er að minnsta kosti ljóst að það verður ekki piparsveinn sem sest þar að nú þegar þegar Bob Kerry og Jerry Brown eru úr sögunni. Rétt fyrir þá að snúa sér aftur að Debru Winger og Lindu Ronstadt (sumir pólit- rkusar í Ameríku hafa rosalegan sjens). Forystufruma (svo gripið sé til orðalags Friðriks Þórs Friðrikssonar) piparsveina frá Hollywood til Istanbul, Warren Beatty, er nýkvæntur mótleikkonu sinni í Bugsy, Annette Bening, og hefur eignast sitt fyrsta barn. Burtséð frá því þykir Bugsy í leikstjórn Barry Levinson skemmtilegasta og mest spennandi myndin, sem gerð var 1991. Beatty þykir sýna afburða góðan leik og allir hans bestu eiginleikar eru sagðir njóta sín: Strákslegur sjarminn, glæsimennskan, háðið og kraftur- inn. Það er gott að halda sig við það sem maður kann og gera það vel.B 28 HEIMSMYND

x

Heimsmynd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.