Heimsmynd - 01.04.1992, Page 31
SILIKONBRJOST
Unglingsstráka með bólur
dreymir um svona brjóst.
Brjóst sem brjóta í bága við
þyngdarlögmálið og líkjast
fremur glaðlegum blöðrum á
sumardaginn fyrsta. Við höf-
um ekki hugmynd um hvaða
brjóst eru raunveruleg og
hver eru unnin af
meistaranna hönd-
um en þau eru
óeðlilega úttútn-
uð.
Otrúleg
brjóst
ú er mikli barmurinn á útleið í tískuheiminum nema um eðlilegan
vöxt sé að ræða. Cindy Crawford, Madonna. Linda Péturs-
dóttir þurfa engu að kvíða því þær eru náttúrulegar kynbombur.
Hinar sem hafa farið í aðgerð, og það er ótrúlegur fjöldi, bæði hér á íslandi
sem annars staðar, en hér í Reykjavík er eins til tveggja ára bið eftir sílikon-
brjóstum
Aður en bandarísk heilbrigðisyfirvöld vöruðu við sílikonaðgerðum var
áberandi hvað vaxtarlag margra kvenna hafði breyst. í heitu pottunum í
sundlaugunum sátu margar nýorðnar kynbombur með brjóstin eins og flotholt og brostu sínu breiðasta.
f líkamsræktarstöðvunum hoppuðu þær í eróbikkinni án þess að brjóstin bifuðust og allt í einu voru
nokkrar fyrirsætur orðnar æði brjóstgóðar sem og fyrrverandi fegurðardrottningar.
En hverju sætir þessi ásókn kvenna í að fá stærri brjóst? Barbiebrjóstin hafa öðrum þræði alltaf þótt hálf fyndin
- engin kona vill í raun og veru líta út eins og hin fullkomna dúkka sem flestar konur þekkja. Stór brjóst eru
hvorki eðlileg né falleg nema þyngdarlögmálið segi til sín. Margar brjóstastækkanir eru í algeru ósamræmi við lík-
amsvöxt kvennanna. Sílikonbrjóstin má þekkja á því að þau eru (eins og Barbiebrjóstin) hringlaga, álíka reist og
Öræfajökull og skoran á milli þeirra eins breið og árfarvegur. Pessar stækkanir eru því í flestum tilvikum óeðlilegar,
eins og sést á blöðrubrjóstum Brigitte Nielsen. La Toya Jackson. Cher. Iman og líkast til Dollyar Par-
ton. Pessir barmar eru ekkert í líkingu við þá rómuðustu allt frá Venus de Milo til Marilyn Monroe. Brjóst
Dollyar Parton eru óeðlileg þar sem efri hlutinn bólgnar út eins og hann sé fullur af vökva. Náttúruleg brjóst eru ekki bólgin að ofan. Pau
eru í laginu eins og dropi. Fimmtug kona sem gekk undir brjóstaaðgerð kvartaði undan því að þótt brjóstin væru óneitanlega falleg myndi
enginn trúa því að þau væru hennar, því þau líktust fremur brjóstum átján ára stúlku.
Nú þegar hefur dregið úr aðgerðum til að stækka brjóst þótt búist sé við því að læknavísindin uppgötvi nýja tegund fyllingar í stað síli-
kons innan skamms. Vonir eru bundnar við óskaðlega fyllingu sem hindrar ekki starfsemi mjólkurkirtlanna og er viðkomu eins og alvöru
brjóst. Hvað sem því líður má einnig búast við því að stækkanir af þessu tagi heyri sögunni til og konur næstu kynslóðar sætti sig við upp-
runalegan barm sinn.B
HEIMSMYND 31