Heimsmynd - 01.04.1992, Blaðsíða 31

Heimsmynd - 01.04.1992, Blaðsíða 31
SILIKONBRJOST Unglingsstráka með bólur dreymir um svona brjóst. Brjóst sem brjóta í bága við þyngdarlögmálið og líkjast fremur glaðlegum blöðrum á sumardaginn fyrsta. Við höf- um ekki hugmynd um hvaða brjóst eru raunveruleg og hver eru unnin af meistaranna hönd- um en þau eru óeðlilega úttútn- uð. Otrúleg brjóst ú er mikli barmurinn á útleið í tískuheiminum nema um eðlilegan vöxt sé að ræða. Cindy Crawford, Madonna. Linda Péturs- dóttir þurfa engu að kvíða því þær eru náttúrulegar kynbombur. Hinar sem hafa farið í aðgerð, og það er ótrúlegur fjöldi, bæði hér á íslandi sem annars staðar, en hér í Reykjavík er eins til tveggja ára bið eftir sílikon- brjóstum Aður en bandarísk heilbrigðisyfirvöld vöruðu við sílikonaðgerðum var áberandi hvað vaxtarlag margra kvenna hafði breyst. í heitu pottunum í sundlaugunum sátu margar nýorðnar kynbombur með brjóstin eins og flotholt og brostu sínu breiðasta. f líkamsræktarstöðvunum hoppuðu þær í eróbikkinni án þess að brjóstin bifuðust og allt í einu voru nokkrar fyrirsætur orðnar æði brjóstgóðar sem og fyrrverandi fegurðardrottningar. En hverju sætir þessi ásókn kvenna í að fá stærri brjóst? Barbiebrjóstin hafa öðrum þræði alltaf þótt hálf fyndin - engin kona vill í raun og veru líta út eins og hin fullkomna dúkka sem flestar konur þekkja. Stór brjóst eru hvorki eðlileg né falleg nema þyngdarlögmálið segi til sín. Margar brjóstastækkanir eru í algeru ósamræmi við lík- amsvöxt kvennanna. Sílikonbrjóstin má þekkja á því að þau eru (eins og Barbiebrjóstin) hringlaga, álíka reist og Öræfajökull og skoran á milli þeirra eins breið og árfarvegur. Pessar stækkanir eru því í flestum tilvikum óeðlilegar, eins og sést á blöðrubrjóstum Brigitte Nielsen. La Toya Jackson. Cher. Iman og líkast til Dollyar Par- ton. Pessir barmar eru ekkert í líkingu við þá rómuðustu allt frá Venus de Milo til Marilyn Monroe. Brjóst Dollyar Parton eru óeðlileg þar sem efri hlutinn bólgnar út eins og hann sé fullur af vökva. Náttúruleg brjóst eru ekki bólgin að ofan. Pau eru í laginu eins og dropi. Fimmtug kona sem gekk undir brjóstaaðgerð kvartaði undan því að þótt brjóstin væru óneitanlega falleg myndi enginn trúa því að þau væru hennar, því þau líktust fremur brjóstum átján ára stúlku. Nú þegar hefur dregið úr aðgerðum til að stækka brjóst þótt búist sé við því að læknavísindin uppgötvi nýja tegund fyllingar í stað síli- kons innan skamms. Vonir eru bundnar við óskaðlega fyllingu sem hindrar ekki starfsemi mjólkurkirtlanna og er viðkomu eins og alvöru brjóst. Hvað sem því líður má einnig búast við því að stækkanir af þessu tagi heyri sögunni til og konur næstu kynslóðar sætti sig við upp- runalegan barm sinn.B HEIMSMYND 31
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Heimsmynd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.