Heimsmynd - 01.04.1992, Síða 34

Heimsmynd - 01.04.1992, Síða 34
LÍFSSTÍLL BARNIÐ í FORSJÁ BEGGJA Sameiginleg forsjá er valkostur sem foreldrum hefur staðið til boða við skilnað eða sambúðarslit í ýmsum nágrannalöndum okkar. Það hefur vafist fyrir mörgum hvað felst í raun í þessu fyrirkomulagi. Er börnum ætlað að búa til skiptis hjá foreldrum ? Hvað með hagsmuni barnsins, eru þeir nœgilega tryggðir? timamot Skilnaðir og sambúðarslit hafa færst mjög í aukana á síðastliðnum árum og áratugum. Upplausn heimilis er öllum og ekki síst börn- um erfið reynsla. Þegar að því kemur að ákveða hvort foreldri fær forsjá barna er oft eins og upp úr sjóði. Hvorugt vill gefa hinu eftir for- sjána og fyrr en varir hefur blossað upp slíkt bál milli þess fólks sem áður var helsta kjölfestan í lífi barnsins að erfitt er við nokkuð að ráða. Þótt vissulega megi áfellast foreldra sem leggja slíkar raunir á börn sín þá er hegðan þeirra ekki með öllu óskiljanleg. Við skilnað þurfa foreldrarnir að laga sig að nýjum veruleika þar sem þeir reka sig stöðugt á veggi og glíma við tilfinn- ingar höfnunar og tómarúms. Þá eru það börnin sem eru eina haldreipið, þau voru hornsteinar heimilisins, ekki tölvan, sjónvarpið eða sófasettið. Afbrýðisemi og reiði eru oftar en ekki með í spilum þegar að skilnaði kemur og þrátt fyrir ást foreldra í garð barna geta bældar tilfinningar blossað upp þegar að því kemur að ákveða hvort fái barnið. Barnið er gert að bitbeini og oft fer svo að það foreldr- ið sem tapar málinu telur sig einnig hafa tapað barninu og finnst það ekki lengur hafa sama rétt til þess. Afleið- ingin kann því að verða sú að það fjarlægist barn sitt og bæði það og foreldrið standa uppi snauðari en fyrr. Til þessa hefur deilan snúist um hvort foreldranna skuli fara með for- sjá barns, hafa með höndum allar ákvarðanir er varða framtíð þess og uppeldi en hitt foreldrið orðið að sætta sig við að hafa aðeins rétt til að rækja umgengnisskyldu við barnið. Eftir að skilnuðum fjölgaði jókst og umræða um þessi mál varð opnari hafa ýmsir bent á að fyrir hendi ætti að vera sá valkostur að foreldrar geti samið um sameiginlega forsjá barna. Nú liggur fyrir Alþingi frumvarp til laga þar sem meðal annars er að finna ákvæði sem heimilar foreldrum að gera slíkt samkomulag. Akvæðið á sér hliðstæður á flestum Norðurland- anna og hefur að sögn reynst ágæt- lega. í fyrstu mun þó eitthvað hafa borið á þeim misskilningi í Dan- mörku að barninu væri ætlað að búa hjá báðum foreldrum, til dæmis eina viku hjá föður og aðra hjá móður. Það er full ástæða til að leggja áherslu á að þetta er alls ekki það sem við er átt með sameiginlegri for- sjá. Sameiginleg forsjá byggir á sam- komulagi foreldra sem í sameiningu fara með allar meiriháttar ákvarðanir ANNA OLAFSD O TTIR BJÖRNSSON, þingmaöur Kvennalista e g hef efasemdir um sameiginlega forsjá en það má benda á að hún býður foreldrum þar sem samkomulag er gott upp á þann möguleika að deila ábyrgð á uppeldi barns með formlegum hætti. Ég held að þetta geti líka auðveldað for- eldri að taka ákvörðun um að berjast ekki fyrir forsjá barns síns. Það er hins vegar galli að þá miklu ráðgjöf sem gert er ráð fyrir að foreldrar í þessari aðstöðu þurfi er hvergi að hafa og sömuleiðis að ekki skuli tekin af öll tvímæli í lagatexta um að barn skuli eiga lögheimili hjá öðru hvoru for- eldri. í frumvarpinu er skýrt kveðið á um að foreldrar geti hvort um sig krafist þess að samningur um sameiginlega forsjá verði felldur úr gildi og ákvörðun tekin um hvort þeirra fari með forsjá barns. Jafn nauðsynlegt og þetta ákvæði er óttast ég að það kunni að stuðla að rótleysi barnsins, því það er alls ekki ólíklegt að aðstæður sem þessar komi upp þegar frá líð- ur.“B sem varða hagi barnsins, það er að bæði bera ábyrgð á uppeldi barnsins. Barninu er hins vegar ætlað að dvelj- ast aðallega hjá öðru foreldri en hjá hinu á tilteknum tímabilum. í greina- gerð með frumvarpinu er sérstaklega tekið fram að foreldrum sé skylt að taka ákvörðun um það hjá hvoru barn skuli eiga lögheimili og þar með að jafnaði að hafa búsetu. Fulltrúar Kvennalistans hafa bent á að jafn mikilvægt atriði og þetta ætti heima í sjálfum lagatextanum, þannig að ekki fari milli mála. Börnum sem öðrum sé nauðsynlegt að eiga traustan sama- stað og heimili. Samkomulag er for- senda þess að hægt sé að koma mál- um fyrir með þessum hætti og ef að- stæður breytast má rifta því og þá verður að taka ákvörðun um hvort foreldranna fær forsjá barnsins. Það er því ljóst að fyrirkomulag sem þetta getur mjög auðveldlega breyst, það þarf ekki meira að koma til en að annað lýsi því yfir að það hafi skipt um skoðun. Hvað vinnst með slíku fyrirkomulagi? Er hér fyrst og fremst um tímabundna lausn að ræða, er ef til vill hætta á að foreldrar dragi Það stríösástand sem skapast þegar deilur um forsjá barna taka að harðna koma verr niður á börnum en flestir gera sér grein fyrir. 34 HEIMSMYND * *‘ •'—-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Heimsmynd

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.