Heimsmynd - 01.04.1992, Síða 36

Heimsmynd - 01.04.1992, Síða 36
HEILSA Til hvers að fasta? Sumir fasta til að grenna sig, aðrir til að hreinsa líkama sinn af óæskilegum efnasam- böndum, eða til að auka lífslíkur sínar. Menn fasta í trúarlegum tilgangi eða til að öðlast þá andlegu vellíðan sem því fylgir að sigrast á líkamlegum þörfum eins og hungri. Það er reynsla flestra sem hafa fastað um nokkurra daga, eða jafnvel nokkurra vikna skeið að upplifa ákveðið andlegt frelsi og margir telja hugsun sína einnig verða skýrari og HAFA VERÐUR 1HUGA Dasta í takmarkaðan tíma, samkvæmt faglegum ráðlegg- ingum, þegar hvorki andlegt né líkamlegt álag hvflir á við- komandi er að mati flestra sérfræðinga hættulaus. Það eru þó nokkur atriði sem vert er að hafa í huga. 1. Enginn nema sá sem er líkamlega heilbrigður ætti að fasta. Að vera án matar get- ur til dæmis haft mjög slæmar afleiðingar fyrir þá sem hafa náð sér í einhverja umgangspest eða eru á lyfjum, þá ættu sykursjúkir og barnshafandi konur alls ekki að fasta. 2. Enginn ætti að fasta lengur en í tuttugu og fjóra tíma nema undir handleiðslu sérfræð- inga. 3. Líkamleg og andleg áreynsla krefst orku, og hana fær lík- aminn úr fæðunni. Ef ætlunin er að fasta ætti því að reyna að koma málum þannig fyrir að það sé gert á degi þegar lítið liggur fyrir, helst á frídegi. 4. Það er líka nauðsynlegt að undirbúa föstu með því að borða létta fæðu einn til tvo daga á undan. Að borða á sig gat í þeim tilgangi að kveðja hið ljúfa líf gerir líkamanum aðeins erfitt fyrir því þá verða umskiptin svo skörp, auk þess sem komið hefur á daginn að fólk finnur mun meira fyrir hungri ef þau borðar mikið daginn fyrir föstu. J. Þennan tíma er einnig nauðsynlegt að drekka mikinn vökva til að koma í veg fyrir of- þornun líkamans. Þeir sem hafa vanið sig á að drekka mikið af koffeíndrykkjum, kaffi eða kóladrykkjum, ættu að nota viku til að draga smátt og smátt úr neyslunni, svo fráhvarfseinkenni af völdum þess geri ekki óþyrmilega vart við sig þegar byrjað er að fasta. 6. Það verður einnig að fara mjög varlega daginn sem hætt er. Að borða þunga máltíð strax eftir föstu getur valdið vanlíðan og jafnvel verið hættulegt, þess í stað er æskilegt að fá sér létta máltíð, fitusnauða en kolvetnaríka. Múslimar sem fasta reglulega af trúarástæðum, rjúfa jafnan föstuna með því að borða döðlu og drekka dálítið saltvatn.B einnig mjög mismunandi hversu mikinn svefn fólk þarf meðan á föstu stendur. Sumir sofa tólf tíma meðan aðr- ir fara allt niður í þriggja tíma svefn á sólarhring. Hins vegar geta allir verið sammála um að dagurinn nýtist þeim sem fastar betur því sá tími sem áður fór í að nær- ast, hátt í fjórir tímar á dag, nýtist nú til annarra verka. Yfirleitt fastar fólk þó ekki algjörlega líkt og gert er samkvæmt trúarbrögðum Gyðinga og Islam heldur neytir ýmissa grænmetis og ávaxtadrykkja yfir daginn. Þetta gerir fólki auðveldara með að halda uppi hefð- bundnu lífsmynstri sínu, því þegar sykur í blóði verður mjög lágur getur það fengið sér ávaxtasafa sem virkar eins og orkuinnspýting. Föstur hafa komist í tísku með vissu millibili síðustu áratugina. Léttmjólkur og bananafasta var til dæmis æði vinsæl um síðustu aldamót. Við upphaf áttunda áratug- arins tóku uppskriftir af kúrum sem byggðust á að sneiða hjá eggjahvítuefni að ryðja sér rúms. Kílóin runnu af eins og ráð hafði verið fyrir gert, en mörgum brá í brún þegar í ljós kom að kúrarnir höfðu hættuleg áhrif á hjartað og gátu reynst banvænir. Þeir fljótandi kúrar sem nú eru í boði eru yfirleitt mun betur samsett- ir og öruggari en þeir fyrstu. Þess er jafnan gætt að þeir innihaldi nauðsynleg vítamín og bætiefni og oftast er gert ráð fyrir að viðkomandi borði eina máltíð á dag. HENTAR FASTA ÞÉR? amkvæmt fornri indverskri heilsufræði má skipta fólki í þrjá ólíka fokka eftir líkamsbyggingu og skapgerð. í fyrsta lagi er það, Kapha sem útleggst, vantspersónuleikinn. Þennan hóp skipa þeir sem hafa yfirvegað fas, hæg efnaskipti, eru hávaxnir og ættu samkvæmt kenningunni að geta fastað á vatni án vandkvæða. Þá er það Vata eða vindpersónuleikinn, sveimhugar, með hröð efnaskipti og sterkbyggðir. Þeir sem falla í þennan flokk eiga almennt mjög erfitt með að fasta. Þriðji hópurinn er, Pitta, eld- hugarnir. Kraftmiklið og blóðheitt fólk, yfirleitt meðalhátt og hefur meðalhröð efnaskipti, þessu fólki henta hóflegar föstur. Flestir eiga auðvelt með að finna sér stað í einhverjum þessara hópa og þeir geta gefið vísbendingar um hvers vegna sumir eiga mun auðveldara með að vera án fæðu í lengri tíma en aðrir.B markvissari. Grísku heimspekingarnir, Plató og Sókra- tes, munu til dæmis hafa haft það fyrir reglu að fasta tíu daga áður en þeir hófust handa við nýtt ritverk. Föstur eru umdeildar og var- Fasta hefur þekkst frá örófi alda, öll höfum við lesið um Móse sem var matarlaus í fjörutíu daga á Sinaifjalli meðan hann beið þess að Guð léti honum í té boðorðin tíu. Mörgum kann að "O (0 hugaverðar nema undir handleiðslu þeirra sem þekkja til málanna. Áhrif föstu eru ekki að- eins líkamleg. Margir telja sig öðlast aukið andlegt og líkamlegt þrek við að fasta og sumir ganga svo langt að líkja andlegri líð- an sinni við vímu. Þeir eru einnig til sem upplifa ýmis óþægileg einkenni eftir að hafa verið matarlausir um tíma eins og þreytu, þung- lyndi og kvíði. Það er 36 HEIMSMYND HELGA MOGENSEN jógaleiðbeinandi yrstu tvo til þrjá dagana finn ég fyrir hungri, en þegar líður á föstuna tekur við léttleika- tilfinning og vellíðan. Mér finnst ég verða hrein að innan við að fasta, að vissu leyti má líkja því við þá tilfinningu sem maður fær þegar maður hefur hreinsað húsið sitt hátt og lágt. Annað sem gerist er að fólk finnur hvernig líkamlegar og and- legar þarfir eru oft ekki samstíga því líkaminn getur verið ánægður meðan hugann langar í lax. Hugurinn er eins og trylltur ffll, það er lang erfiðast að takast á við hann. Annars finnst mér mikilvægt að gera ekki hlutina þannig að gangi út í öfgar, það verður að fara varlega í þessum efnum sem öðrum. Almennt get ég sagt að mér finnst fasta mannbætandi því hún hre.insar hæ.ði hupa n? lfkama.“ finnast sem slíkt mein- lætalíf gangi þvert gegn náttúrulögmálunum, enda þarf maðurinn þá orku sem hann fær úr fæðunni til að lifa. Að leika sér ör- lítið við dauðann kann að kitla ævintýraþrá ein- hverra og því er ekki að neita að fasta getur brotið upp tilbreytingarleysi hversdagsins og getur einn- ig verið ágæt byijun ef ætl- unin er að stokka upp gamlar matarvenjur.B
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Heimsmynd

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.