Heimsmynd - 01.04.1992, Síða 38

Heimsmynd - 01.04.1992, Síða 38
MATUR PÁSKALAMBIÐ Páskalambið er fyrir flestum jafn ómiss- andi hluti páskahelgarinnar og páskalilj- ur og -egg. Til þess að vera viss um að vel takist til er kjörið að þiggja heilræði matreislumeistaranna Óskars Finnsson- ar, Torfa Axelssonar og Ómars Strange. Að þeirra sögn er það aðallega tvennt sem hafa ber í huga áður en hafist er handa. I fyrsta lagi að kjötið hafi staðið nógu lengi í kæli áður en það er matreitt þannig að það verði meyrt þegar á diskinn er komið. Það ætti að taka úr frysti í síðastalagi á skírdag. I öðru lagi er mikilvægt að kjötið sé nógu feitt, því fitu segja þeir vera helsta aðalsmerki góðs kjöts. Þeir eru hins vegar ekki á einu máli um hvort ástæða sé til að skera hana af áður en eldamennskan hefst. Meðlæti með lambakjöti getur verið margs konar, en þeim sem vildu breyta til má benda á að Bretar nota alltaf myntusósu eða myntuhlaup með lambasteikinni. Með bera þeir einnig steiktar kartöflur og blöndu af gufusoðnu grænmeti, gjarnan gulrætur, grænarbaunir og blómkál. Páskalamb upp á franskan máta væri hins vegar kryddað með hvítlauki og með því bornir fram bakaðir tómatar, grænar og hvítar baunir. Baunirnar eru fyrst soðnar en síðan settar stutta stund inn í ofn með kjötinu til þess að þær taki bragð af því. Líkt og Bretarnir borða Frakkar jafnan steiktar karföflur með lambasteikinni. Þeim sem vilja breyta út af vananum má til dæmis benda á að Bretar bera alltaf fram myntusósu eða myntuhlaup með lambasteikinni. Myndin er úr bókinni Maturinn hennar mömmu sem Iðunn gefur út. GLJÁÐUR LAMBAHRYGGUR MEÐ RÚSSÍNUM að hætti Oskars Finnssonar matreiðslumeistara á Argentínu Steikhúsi. Flryggurinn er úrbein- aður og beinin bökuð í ofni í um það bil tuttugu mínútur við hundrað og áttatíu gráðu hita. Beinin eru síðan soðin í klukku- tíma, en að því búnu eru þau tekin upp úr og soðið látið sjóða áfram í tvær klukkustundir eða þar til hálfur lítri af soði er eftir í pottinum. Óskar bendir á að þetta megi gera daginn áður til að spara tíma. Filleið sem var skorið af hryggnum eru kryddað með salti og pipar og snöggsteikt þannig að það brúnist báðumegin. Að lokum er kjötið bakað í ofni í hálfa klukkustund við hundrað gráðu hita. SÓSA 2 matsk. sykur 1 bolli perlulaukur 1 bolli rauðvín 1/2 bolli rússínur 1/2 bolli rjómi 1/2 lítri soð 10 stk. sveppir Sykurinn er brúnaður stutt á pönnu og perlu- laukur og rússínurnar settar út í. Þá er öllu nema sveppunum bætt út í og sósan þykkt með maísenamjöli. Rétt áður en sósan er borin fram eru sveppirnir sem skorn- ir hafa verið í tvennt settir út í. Með steikinni kýs Ósk- ar að bera fram, parísar- kartöflur steiktar upp úr smjöri og steinselju, auk þess smámaís, blaðlauk og sveppi sem skornir hafa verið í jafna bita og steiktir stutta stund upp úr smjöri á pönnu. Kart- öflurnar sýður hann og kælir síðan um stund áður en hann steikir þær upp úr smjöri og ferskri stein- selju. Smjörið er hitað vel áður en kartöflurnar eru settar út í og þegar þær eru teknar að brúnast er salti, pipar og steinselju stráð yfir. INNBAKAÐ LAMBALÆRI MEÐ SVEPPAFYLLINGU að hætti Torfa Axelssonar, matreiðslumeistara á veitingastaðnum Skólabrú. MEÐALSTÓRT LAMBALÆRI 1 hvítlauksrif 1/2 tesk. timian 1/2 tesk. rósmarin 1 tesk. salt 1/4 tesk. pipar 350 til 400 gr. smjördeig (fæst í bakaríum) Mesta fitan er skorin utan af lærinu. Örlitlar rif- ur eru gerðar í kjötið og hvítlaukssneiðum stungið í þær. Kjötið er síðan kryddað með timian, rós- marin, salti og pipar, sett á grind í ofnskúffu og lát- ið bakast við 170 gráður í um það bil eina og hálfa klukkustund. FYLLING 1/4 bolli saxaður laukur 1/2 tesk. salt 1/8 tesk. pipar 1/4 bolli Madeira Sveppir og laukur eru steiktir í fimm mínútur. Þegar salti, pipar og Ma- deira hefur verið bætt út í er allt látið sjóða í tíu mínútur við vægan hita eða þar til blandan er ekki lengur vatnskennd. Hún er smurð á lærið og því pakkað inn í smjör- deigið sem hefur verið flatt út. Degið er síðan penslað með eggjarauðu sem hrærð hefur verið út í einni teskeið af vatni. Lærið er bakað við tvö hundruð og tuttugu gráð- ur í tuttugu til tuttugu og fimm mínútur. 38 HEIMSMYND
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Heimsmynd

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.