Heimsmynd - 01.04.1992, Side 39

Heimsmynd - 01.04.1992, Side 39
Sósuna býr Torfi til úr safa úr kjötinu og vatni sem hann þykkir með hveiti og bragðbætir síðan með einum fjórða bolla af Madeira og einni teskeið af rifsberjahlaupi. Með páskasteikinni ber hann bakaðar kartöflur og ferskt grænmeti. LÉTTSOÐM LAMBAHRYGGUR MEÐ RAUÐRÓFUSÓSU að hætti Omars Stange, matreiðlsumeistara á veitingahúsinu Hallargarðinum. 800 gr. lambainnanlær- isvöðvi 80 ml. lambasoð eða vatn, kjötkraftur og græn- meti sem soðið hefur verið saman. Kjötið er brúnað á pönnu og því næst látið standa í tíu mínútur í soð- inu sem hitað hefur verið upp undir suðu. Sósan er einnig fljótleg. Rauðróf- urnar eru afhýddar, skornar í strimla og soðn- ar í rauðvíni, um það bil einum og hálfum dese- lítra, þar til þær eru orðn- ar meyrar. Pá er 400 milli- lítrum af kjötsoðinu bætt út í og sósan þykkt með sósujafnara. Ómar bendir á. að hana megi bragðbæta með því að hræra hundr- að grömmum af smjöri út í en segir nauðsynlegt að hræra stöðugt í á meðan. Ómar ber kartöflur, gljáðar gulrætur og soðið blómkál með lambakjöt- inu. Einnig piparrótar- rjóma, sem hann býr til úr tveimur matskeiðum af þeyttum rjóma og tveimur af sýrðum rjóma, einni te- skeið af piparrótarmauki, saxaðri steinselju, salti og pipar.B tímamót Þú heldur það hátíðlegt á Hótel Loftleiðum Brúðkaup, brúðkaupsnótt, stórafmceli, brúðkaups- / afinœli, merkisdagar innan fjölskyldunnar. Það er sama hvert tilefnið er. Á Hótel Loftleiðum leggjum við okkur öll fram til pess að gera stóru stundimar í lífi þínu ógleymanlegar. Aðstaða til bvers konar veislu- halda, fyrsta flokks veitingar og góð þjónusta. Þegar stendur eitthvað til hjá þér skaltu hafa samband strax við okkur hjá Hótel Loftleiðum. FLUGLEIÐIR Reykjavíkurflugvelli, sími 91-22322 HEIMSMYND 39

x

Heimsmynd

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.