Heimsmynd - 01.04.1992, Side 40
TÍSKA
BUXUR í GÓÐU LAGI
Coco Chanel hefði ekki orðið hrifin af því
hvernig karlar í tískuheiminum hringsnúa
kvenþjóðinni. Nú eru síð pils að halda inn-
reið sína aftur, loksins þegar konur hafa
sæst við þau stuttu. Coco hikaði ekki við
að ganga í síðbuxum fyrir sjötíu árum þegar stallsystur
hennar kúguðust í korselettum og hún hefði ugglaust
haft gaman af því að sjá hvað buxnatískan er orðin
glæsileg. Pökk sé hönnuðum á borð við Ralph Lauren,
Calvin Klein og Giorgio Armani, sem kunna að hanna
buxnadragtir fyrir konur. Pessir hönnuðir hófu feril
sinn í fatnaði fyrir karlmenn og kunna því öðrum frem-
ur að aðlaga upprunalegu hugmyndina gerólíku vaxta-
lagi kvenna. Pegar þeir hafa lagt línuna er engin hætta á
öðru en þessi snið nái almennum vinsældum. í megin-
dráttum eru buxnasniðin nú mátulega víð, efnin falla
vel og fylgja hreyfingum eftir. Jakkinn fellur einnig vel
að búknum og nær niður á mjaðmir.
Buxnadragtin er loksins orðin jafningi jakkafatanna.
Pað er ekkert karlmannlegt við þessar dragtir. Pessi
hönnun er þaulhugsuð og útkoma langrar þróunar.
Hin næstum fullkomna buxnadragt:
Nútímakonan vill buxnadragt sem er
sniðin að hennar þörfum og hennar
líkama, ólíkt buxnadrögtum í upphafi
________s áttunda áratugar.
JCalvin Klein er
hönnuður dragtarinnar
a '■ til vinstri og Giorgio
jj Armani, þeirrar að
i| ofan. Coco Chanel, ein
m ■ Wz framsýnasta kona
JM fi -5 tískunnar, klæddist
buxum
fyrir sjötíu
lÉjSflnBI áru m
IV þegar
kynsystur
w í hennar
|| , ■ngl' kúguðust í
j korse-
ÁÁ lettum.
Buxnadragtir þessar eru sniðnar fyrir konur í öllum stöð-
um, ekkert síður í toppstöðum. Þetta er í raun hentugasti
klæðnaðurinn fyrir nútímakonuna. Klæðilegur, kvenlegur,
ákveðinn en um leið þokkafullur. Buxnadragt er í raun
klæðnaður þeirrar konu sem er komin alla leið. Hún þarf
ekki að aðskilja sig frá körlunum, með pilsdragt, og þarf
ekki að vera eins og þeir, í jakkafötum.
Giorgio Armani, segir að konur eigi ekki lengur stöð-
ugt að velta fyrir sér hvernig þær eigi að vera til fara.
„Eg hrífst af kvenfólki sem þorir að vera það sjálft,
konum sem eru fyrst persónuleikar og síðan kvenleg-
ar.“ Áberandi kvenþokki passar ekki inn á skrifstofur -
alla vega ekki hjá konum, sem vilja ráða ferðinni sjálf-
ar. Armani er ekkert hrifinn af of kvenlegum fatnaði.
„Kvenleiki getur birst á svo marga vegu,“ segir hann.
„Þröngur jakki og stutt pils gera konur ekkert kvenlegri.
Kona getur verið alveg jafn kvenleg í buxnadragt."
En af hverju ganga ekki fleiri konur í buxum? Hér
áður fyrr gerðu þær það ekki til að þóknast karlmönn-
unum. Mörgum karlmönnum fannst það ögrun við sig
að sjá konur í buxum í vinnunni. Enda báru upphaflegu
buxnadragtirnar, hannaðar fyrir konur í atvinnulífinu,
sterkan keim af jakkafötum karla. Yves Saint Laurent
reið á vaðið í takt við tíðar-
andann þegar kvenfrelsis- mW W m
baráttan var að komast á VI |
skrið á sjöunda áratugnum. ■ 11 fl | III &
Pá var sett samasemmerki
á milli jafnréttis, valda og áhrifa og þess að konur færu í
fótspor karla, tileinkuðu sér sem mest af þeirra háttum.
Nú er öldin önnur. Pað er tæp öld síðan að tísku-
kóngurinn Poiret kynnti harem-buxur fyrir fínum París-
ardömum. Tíu árum síðar fór Coco Chanel alla leið og
gekk í víðum karlmannabuxum. Marilyn Dietrich og
Katherine Hepburn ollu fjaðrafoki í Hollywood þegar
þær fóru að ganga um í jakkafötum. Er það tilviljun að
við munum helst eftir þeim? Garbo, sem hikaði ekki
við að ganga í víðum karlmannafrakka með hatt í of-
análag. Petta voru konur með sjálfsöryggið í lagi.
En svo hikandi voru allar hinar að buxurnar voru að-
eins notaðar heima við næstu hálfa öldina. Þegar kon-
urnar geystust síðan út á markaðinn, ekki lengur sem
einkaritarar eða hjálparhellur, heldur í stjórnunarstöð-
ur á níunda áratugnum, klæddust þær hverju? Pilsum.
Litla pilsdragtin varð einkennisbúningur konunnar í at-
vinnulífinu. Það er víða óskráð regla að konur séu ekki
í buxum á vinnustað. Islenskar alþingiskonur sjást
aldrei í buxum. I Bretlandi er kvenkyns lögfræðingum
beinlínis bannað að klæðast öðru en pilsi við réttarhöld.
Konur í læknastétt klæðast víðast pilsum innan undir
hvítu sloppunum og þykir það óþægilegt. Kvenkyns
læknar á Islandi hika þó ekkert við að vera í buxum,
klossum og öllu tilheyrandi og njóta ekkert minni
trausts fyrir vikið.
Konur í stjórnunarstöðum í viðskiptalífinu eru einnig
vel flestar í pilsdrögtum. Ein skýringin á þessu er sú að
konum finnist þær hreinlega líta betur út í pilsdragt,
það sé meira smart.
Hvaða konur ganga þá í buxum? Samkvæmt Vogue
eru það konur sem reka eigin fyrirtæki eða eru í skap-
andi störfum. Þar liggur hundurinn grafinn. í buxum?
Samkvæmt Vogue eru það konur sem reka eigin fyrir-
tæki eða eru í skapandi störfum.B