Heimsmynd - 01.04.1992, Qupperneq 43
eftir KRISTÍNU STEFÁNSDÓTTUR
GULL OG GLÆSILEIKI
háannatími samkvæmislífs er næstum geng-
inn um garð og tískan í samkvæmisklæðn-
aði hefur sjaldan verið glæsilegri eins og
merkja má af pallíettukjólum, gylltum
efnum, satíni, bróderingum og fleiru sem
setur mark sitt á kvöldklæðnað kvenna.
Vegna breyttra áherslna í kvöldtískunni hefur förðunin
orðið djarfari. Aherslan er á sterkari liti í augnskuggum
þar sem eru notaðir gylltir, svartir, grænir, fjólubleikir
litir á augnlokin (No Name býður viðskiptavinum upp á
nokkra liti í boxi sem þeir geta sjálfir valið saman.
Chanel er með nokkrar útgáfur af fjórum litum saman
nr.91). Fölsku augnhárin eru enn við lýði en þau á að-
eins að nota á helming augnloksins, ytri kantinn, til að
gera þau kattarleg og tælandi! (Maybelline er með eðli-
leg og góð gerviaugnhár, Flair 01) Eye-liner-línan er
áberandi svört en hana á setja með svörtum augn-
skugga ekki nota þann sem er í fljótandi formi. Kinna-
liturinn á að vera lítið áberandi eins og kom fram á
tískusýningum í París nýverið var fyrirsætum bannað að
nota kinnalit - Pas blush var krotað á veggina í bún-
ingsherbergi þeirra til áminningar. Mælt er með ljósum
kinnalit sem tónar við húðlitinn (Dior 849 er brúnrauð-
ur litur sem er alveg í stíl við þennan farða). Varalitir
við kvöldförðun eru í mildum tónum, brúnbleikir, rauð-
brúnir og gylltur glans settur yfir (Gu-
erlain nr. 113). Með varalitablýanti,
sem er einum tóni dekkri en
varaliturinn sjálfur, eru útlín-
ur varanna dregnar og þær
gerðar eins breiðar og
hægt er.
Punkturinn yfir i-ið í
kvöldförðun er gamli
fegurðarbletturinn á
la Cindy Crawford
og Marilyn Mon-
roe. Best er að
reyna að draga
fram smáblett ef
hann er til staðar
ef ekki, þá setjið
hann þar sem
ykkur sýn-
íst.
Óburstaðar, þykkar
augabrúnir
01 dökkur
augn-
skuggi á
of stóru
svæði
Breið
kringum
augað í
áberandi
lit
Allt of
áberandi
kinnalitur
Of bleikur
farði Klesstur
maskari
Farði til
að bylja
bauga
(conceal-
er) í of
Ijósum lit
og rangt
staðsettur
Blýantur
passar
ekki við
varalit
Varalitur of
skær og
Ekki festast í
gamla farinu
Það er ekki óalgengt að glæsilegar kon-
ur festist í sama farinu þegar kemur
að andlitsförðun og hárgreiðslu. Pá
eru þær ófáar sem virðast alls ekkert
hugsa um þessa hluti. Hættan við að
staðna í gömlu förðuninni er sú að
aldurinn segi meira til sín en nauðsyn-
legt er. Konur geta ekki notað eins
mikinn farða með aldrinum og þegar þær voru
yngri. Þess vegna er nauðsynlegt að fylgjast vel með
þróuninni í andlitsfarða rétt eins tískunni. Núna er
svo mikið í tísku að breyta um hárlit og sé það gert
verður breytt förðun að fylgja í kjölfarið. Fyrir þær
sem hafa staðnað í andlitsförðun má benda á mjög
einfaldar leiðir til að breyta til. Notið farða sem næst
ykkar eigin húðlit. Notið laust, litlaust púður yfir til
þess að fá matta áferð. Notið milda augnskugga,
brúna og rauðbrúna að degi til, svarbrúna og brúna
maskara og skerpið augun með dökkbrúnum augn-
skugga eða augnblýanti. Kinnalitur á að vera mjög
mildur og á eingöngu að nota til að fá smá skyggingu
undir kinnbein. Paö er nauðsynlegt að nota varalita-
blýant að degi sem kveldi en að degi til á hann að vera
í mildum lit. Varaliturinn á að vera mattur út í
bleikrautt og rauðbrúnt í sama tón og varalitablýant-
urinn þannig að skilin sjáist ekki.B
HEIMSMYND 43