Heimsmynd - 01.04.1992, Blaðsíða 53

Heimsmynd - 01.04.1992, Blaðsíða 53
etta kvöld ber ég Sigríði fyrsta sinni berum aug- um. Hún er látlaus, íklædd svörtum Levi’s galla- buxum og svörtum þykkum og síðum leðurjakka. Hún er jafn geislandi ómáluð sem förðuð í sjón- varpinu. Kannski vegna þess að brosið er hennar aðalsmerki og kemur förðun ekkert við. En hún er lægri í loftinu en ég hélt. Hún segist vön því að fólk beri upp við hana að hún sé lágvaxin en sé al- veg hætt að kippa sér upp við það enda hefur hún alltaf verið smá, alveg frá því hún fæddist en þá vó hún ekki nema 10 merkur og var 48 sentimetrar að lengd. Peim mun ákveðnari segja kunnugir. Hún tekur undir það en segir ákveðni sína hafa dvínað með árun- um. „Ég var óttalega frekt barn en jafnframt feimin en nú er frekjan og feimnin farin af mér,“ segir hún og virðist lítið ánægð með það að ákveðnin hafi minnkað en léttir að losna við feimnina. Um leið og ég virði hana fyrir mér, andspænis mér, reyni ég að rifja upp hvort einhver hafi einhvern tíma sagt styggðaryrði um þessa manneskju. Ekki minnist ég þess. Ég þori að full- yrða að öll opinber umfjöllun um söng hennar og líf hefur ver- ið jákvæð. Vissulega hafa gengið um hana ýmsar sögur, sumar réttar en aðrar rangar. Samkvæmt þeim röngu ætti hún nú að hafa átt í ástarsambandi við indjána, eiga orðið þrjú börn þar af að minnsta kosti tvö með samstarfsfélaga sínum Grétari Örvarssyni og eitt indverskt barn, svo langsóttar eru sumar kjaftasögurnar. Við reynum í sameiningu að komast til botns í því hvernig kjaftasögurnar gætu hafa farið af stað, hvort hún hafi einhvern tíma gætt litaðs barns eða jafnvel haldið á lituðu barni á almannafæri. Ekki rámar hana í það. Það virðist því ekki einu sinni flugufótur fyrir þessum sögusögnum. Ein kjaftasaga hefur þó verið vinsælli og lífseigari um Sig- ríði Beinteins en önnur að undanförnu. Það er saga um sam- band hennar við þekkta fyrirsætu. Er einhver flugufótur fyrir henni? „Nei,“ segir hún ákveðin en hlær þó „Sú saga er að verða svolítið þreytandi,“ bætir hún en virðist þó ekki taka þennan kjaftagang ýkja nærri sér. Á þessu augnabliki kemur þjónninn og býður upp á konfekt: „Þurfið þið ekki á orku á halda,“ spyr hann og hefur greinilega séð að við ættum langt kvöld fyrir höndum. „Sumar sögurnar sem ég heyri um sjálfa mig eru mjög skondnar. Maður er oft á velta því fyrir sér hvernig hlutirnir geta vafið upp á sig með þessum hætti,“ segir hún hugsi. „Eg má varla sjást með nokkrum á almannafæri án þess að ég sé byrjuð í sambandi við þann aðila. Þá skiptir það ekki máli hvort um er að ræða konur eða karla. Flestar kjaftasögurnar snúast um okkur Grétar Örvarsson enda ekki undarlegt þar sem við vinnum mikið saman. Ég veit ekki hvað oft hann á að vera skilinn við konu sína. En sögurn- ar hafa ekki áhrif á mig ef svo væri gæti ég eins lokað mig inni í búri. Kjaftasögur hafa líka sína jákvæðu eiginleika því á þeim getur maður merkt hvort maður veki enn áhuga fólks, hvort maður sé enn frægur, „ segir hún og hlær sínum barnslega, hása og dillandi hlátri. Það verður að teljast næsta ótrúlegt að hún sé óðum að nálgast þrítugt svo stelpulegt er fas hennar enda finnst henni sjálfri hún ekki deginum eldri en tvítug. Við þökkum báðar guði fyrir það að vera af þeirri kynslóð sem ekki er bundin ákveðinni fatatísku á ákveðnum aldri. Okkur leyfist að vera ungpíulegar til fara án þess að nokkur skipti sér af því. Sigríður er orðin mjög grönn, grennri en hún hefur verið í mörg ár. Alls fimm kflóum léttari segir hún sjálf og jafnframt fimm árum yngri bæti ég við. Eftir að hafa blaðað í gegn um úrklippubókina hennar er það ekki smjaður heldur staðreynd að segja að söngstjarnan okkar eldist ekki í útliti með árunum, nema hvað hún hefur fengið dýpri brosviprur í kringum aug- um. Það er bara sjarmerandi. Hún yngist ef eitthvað er. Með þessu áframhaldi held ég að óhætt sé að fara telja niður árin. Ég geri mér í hugarlund að þeir sem sífellt þurfi að vera í sviðsljósinu hugsi meira um útlit sitt en gengur og gerist, hafi marga aðila á sínum snærum, stílista og fatahönnuði. Fólk sem segir því til hvernig það komi best út á sviði eða í sjónvarpi. Það segir hún vera rétt og tekur dæmi um kjólinn sem hún klæddist þegar þau Grétar sungu sig inn í hjörtu dómaranna í Júróvisjón keppninni fyrir tveimur árum með Eitt lag enn: „Þegar ég sá fyrst þennan rauða kerlingakjól neitaði ég því að fara nokkurn tíma í hann en lét þó undan eftir tiltal. Ég held að hann hafi komið ágætlega út eftir allt saman.“ Kflóamissinn þakkar hún hins vegar nýlegri en pínlegri hálskirtlatöku: „Ég hef lengi verið með ónýta hálskirtla en þeir voru ekki teknir úr mér fyrr en í haust. Það var alveg hryllilegt að lenda í því, alveg ofboðslega sársaukafull aðgerð og eftirköstin voru eftir því. Eg finn enn fyrir örunum í hálsin- um. Kostirnir eru líka fyrir hendi því ég lagði af nokkur kfló og enn betra er að mér finnst röddin hafa dýpkað og ég næ orðið hærri tónum en áður enda heppnaðist aðgerðin mjög vel,“ segir hún ánægð þrátt fyrir allt. Hún var undir umsjá bestu sérfræðinga enda ferill hennar sem söngkona í húfi. Sár- ið var saumað af mikilli nákvæmni. Og ekki efast ég um það að læknarnir hafi vandað sig sérstaklega mikið. í kjölfar þess að losna við hálskirtlanna í haust -en þá var Stjórnin búin að spila saman í nærri því þrjú ár samfleytt án þess að taka sér nokkurt frí - ákvað hún að taka lífinu létt og leitaði uppi fjörið í bænum. Fór á skemmtistaðina og skoðaði lífið frá sjónarhorni neytandans. Oft birtust myndir af henni á síðum blaðanna þar sem hún var í fullu fjöri. í hópi góðra vina að skemmta sér. Síðasta myndin sem ég sá af henni birtist meira að segja í HEIMSMYND þar sem hún var stödd með fyrirfólki á glæsilegri afmælishátíð í Ömmu Lú ásamt vinkon- um sínum. Þar á meðal Jóku nuddara sem þekkt er sem Jóka í Skaparanum. Hvernig var að fara út á lífið eftir allan þennan tíma fékkstu einhvern frið til að skemmta þér? „Það gekk bara ágætlega. Oft var mikið fjör enda nauðsynlegt að sletta úr klaufunum endrum og eins. Þetta var ofsalega skemmtileg- ur tími,“ segir hún kímin á svip. „Vissulega voru margir sem vildu eitthvað við mann tala en það var alls ekki erfitt, kann- ski þreytandi stundum en ekki erfitt.“ Sigga segir eina merkilegastu upplifunina við að fara út á lífið aftur hafi verið að sjá allar þessar fínu tískupíur detta rækilega í það: „Maður horfði upp á þær mæta á dansstaðina í sínu fínasta pússi, vel málaðar og tilhafðar en fara út riðandi á herðablöðunum með málninguna út um allt og jakkana hang- andi út á öxlina. Konurnar drekka orðið miklu meira en þær gerðu, eru orðnar líkari karlmönnunum og frjálslyndið hefur greinilega færst í aukanna,“ segir hún og ég er ekki viss um að henni lítist á það. jaftagangurinn um öll hennar ástarsambönd og kynhegðun hennar hefur verið með ólíkindum öll þessi ár. Samkvæmt þeim sögusögnum á hún að vera samkynhneigð, gagnkynhneygð og allt þar á milli. Hún segir engann hafa rétt til að hnýsast inn í sitt einkalíf og hefur það fyrir prinsipp að ræða ekki sín allra innstu mál, með öðrum orðum; hún vill viðhalda dulúðinni sem yfir henni ríkir og segir kynhegðun sína koma engum við. Hvað öll hennar ástarsambönd varðar er það rétta í málinu að hún hefur átt í tveimur löngum ástarsamböndum. Annað varði í sjö ár en hitt í þrjú. Það er allt og sumt. Bæði samböndin voru mjög gefandi að hennar dómi. I öðru tilfellinu var henni hafnað en í hinu var það hún sem hafnaði: „Það er mjög erfitt að verða fyrir höfnun frá aðila sem maður elskar og ég er enn að ná mér eft- ir þá erfiðu reynslu. Það er ekki sama hvernig staðið er að því að hætta í sambandi við aðra manneskju,“ segir hún með þunga í röddinni. „Þegar ég hafnaði manneskjunni sjálf gerði ég það þannig að við erum vinir enn þann dag í dag. Það sem skiptir máli er að vera hreinn og beinn og heiðarlegur í sam- skiptum sínum við fólk. Það sem hefur hjálpað mér hvað mest út úr þessu er að ég hef haft nóg fyrir stafni,“ segir hún og dregur seiminn. Sigríður Beinteinsdóttir er á þeirri skoðun að maður verði aðeins einu sinni ástfanginn á lífsleiðinni og það sé hún búin HEIMSMYND 53
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Heimsmynd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.