Heimsmynd - 01.04.1992, Síða 58

Heimsmynd - 01.04.1992, Síða 58
AÐ DEKRA VIÐ SJÁLFAN SIG r Arin milli tvítugs og þrítugs eru sá tími sem flestir nota til að safna í sarpinn þekkingu og reynslu sem mun, ef draumarnir rætast, nýtast til einhverra stórvirkja síðar á ævinni. Framtíðin virðist nánast óendanleg og flest mögulegt. Pær fáu hindranir sem í veginum eru virðast léttvægar og auðveldar að yfirstíga. Prýsting- ur frá umhverfinu, fjölskyldu, kunningjum og starfs- félögum, er tiltölulega lítill því enn þykir ekkert at- hugavert þótt fólk hafi ekki náð langt á sínu sviði, enda hefur það tímann fyrir sér. Margir hefja sambúð á þessum árum og eignast jafnvel sitt fyrsta barn, en fæstir hafa miklar skuld- bindingar við aðra en sjálfa sig. Flestir hafa nægan tíma til að sinna eigin hugðarefnum, stunda íþróttir, næturlíf og skoða sig um í framandi löndum. Það er nokkuð áberandi að miðað við foreldrana virðist þessi hópur draga lengur að stofna fjölskyldu og að koma sér upp húsnæði, enda aðstæður á lánamarkaði allt aðrar. Þar með er ekki sagt að þessi kynslóð sé nægjusamari eða telji sig þurfa minna, en eyðslan hefur breyst. I stað þess að kaupa nýjar innréttingar og húsbúnað notar ungt fólk peningana til að fara út að borða, kaupa dýran fatnað, fara í líkamsrækt, nudd, snyrtingu og ferðalög. Þessi breyting endurspeglar að vissu leyti tíðarandann því nú á tímum þykir ekki gott afspurnar að hafa látið glepjast af lífsgæðakapphlaupinu, það þykir hins vegar sjálfsagt að dekra við sjálfan sig og njóta lífsins. Fólk á þessum aldri missti að mestu af uppakynslóðinni og var nánast orðið of gamalt þegar nýhippabylgjan reið yfir. Ur því tómarúmi sem myndaðist varð til blanda þessa tveggja. Það er ekki fjarri lagi að ætla að þessi hópur njóti ávaxtanna af þeirri áræðni og elju sem fylgdi uppamenningunni og hins vegar frjálsræðinu sem grasrótarmenningin leggur áherslu á. Vinnusemi og metnaður eru vissulega taldir eftirsóknarverðir eiginleikar en á móti kemur að stritið verður að hafa einhvern æðri tilgang svo lífið verði þess virði að lifa því. Það hefur dregið úr því ofurkappi sem til skamms tíma var lagt á efna- hagsleg gæði og nokkurs hófs tekið að gæta. Þá má ekki gleyma því að þetta er kynslóðin sem mun þurfa að takast á við þann umhverfisvanda sem lífsmynstur neysluþjóðfélagsins hefur skapað og má ef til vill rekja breytt gildi að nokkru til þeirrar staðreyndar. Bent hefur verið á að þetta andrúmsloft gæti orðið uppspretta nýjunga og aukins frumkvæðis í menn- ingu, listum, jafnvel atvinnurekstri og stjórnsýslu ef heppnin er með. Því þessi hópur hefur rögg og áræði til framkvæmda og kann að feta sig og lifa í iðnaðarsamfélagi Vesturlanda. Þetta eru að vissu leyti börn markaðsþjóðfélagsins með hug- myndafræði hippakynslóðarinnar að vopni.B Sjón, Sigurjón Birgir Sigurðsson, skáld. Hann er meðal annarra talinn hafa rutt veginn fyrir þann hóp ungra framúr- stefnuskálda sem kveðið hafa sér hljóðs á undanförnum árum. Skúli Helgason dagskrárgerðamaður og framkvæmdastjóri Stúdentaráðs. Hann hefur meðal annars rakið þróun ný- bylgjutónlistar í þáttum í útvarpi og sjónvarpi á undanförnum árum og vakið athygli fyrir vönduð vinnubrögð og gott mál. María Erlingssen leikkona. María hefur komið undir sig fótunum sem leikkona i bandarísku sjónvarpi. Án efa á velgengni hennar eftir að gefa vonum annarra ungra leikkvenna um frægð og frama á erlendum vettvangi byr undir báða vængi. Óskar Jónasson kvikmyndagerðarmaður. Óskar hefur þegar vakið athygli lyrir fyrir stuttmyndina Sérsveitin Laugarásvegi 25 og tónlistarmyndbönd sem hann hefur gert fyrir Sykurmolana. Hann er nú að Ijúka við gerð myndarinnar Sódóma Reykjavíkur. 58 HEIMSMYND
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Heimsmynd

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.