Heimsmynd - 01.04.1992, Qupperneq 63
Jón Óttar Ragnarsson
matvælafræðingur. Jón Óttar
var einn af stofnendum Stöðvar
2. Auk þess hefur hann verið
aðsópsmikill
dagskrárgerðarmaður, skrlfaði
skáldsögur og bækur um
næringarfræði. Hann stundar nú
nám í kvikmyndagerð í
Bandaríkjunum.
Þórarinn Eldjárn rithöfundur. Hann
varð fyrst þekktur þegar hann ásamt
féíögum sfnum þeim Hrafni
Gunnlaugssyni og Davíð Oddssyni
stjórnaði grínþættinum Útvarp
Matthildur í Ríkisútvarpinu. Eftir
hann liggja kvæði og smásögur en
hann hefur einnig gefið út
skáldsöguna Skuggabox.
Ágústa Guðmundsdóttlr, dósent
við Háskóla íslands. Ágústa lauk
stúdentsprófi frá Öldungadeild
Menntaskólans við Hamrahlíð árlð
1976, BS. gráðu í matvælafræðl
fjórum árum seinna og
doktorsgráðu árið 1988.
Martha Bjarnadóttir
verslunarmaður. Hún
hefur um árabil reklð
einhverjar vinsælustu
tískuvöruverslanlr
borgarlnnar og þykir
sjálf jafnan glæsileg tll
fara.
Kristinn Björnsson
forstjóri Skeljungs.
Hann hefurverið
orðaður við mörg
veigamikil embætti í
íslensku atvinnulífi enda
nýtur hann vinsælda og
trausts. Enn sem komlð er
hefur hann þó sýnt öllum
slíkum þreifingum takmarkaðan
áhuga.
SEINNA BLÓMASKEIÐIÐ
Þegar mæóurnar eru farnar að laða að vini
sona sinna er skörin tekin að færast upp í
bekkinn, myndu einhverjir segja, en það er
engu að síður oft staðreyndin. Konur í dag
eiga sitt annað blómaskeið um og upp úr fer-
tugu. Þær hafa náð tökum á lífinu, tileinkað
sér fágaða framkomu, eru sjóaðar í sam-
kvæmislífinu, glæsilegar og oft á tíðum fjár-
hagslega sjálfstæðar. Þær hafa ekki fallið í
þá gryfju, líkt og mæður þeirra gerðu, að telja
sér trú um að ekkert sé eðlilegra en að bæta
á sig kílóum með árunum, heldur stunda lík-
amsrækt, fjallgöngur og skíðaíþróttir af mikl-
um móð. Það er einnig af sem áður var að
konur teldu sig heimsmálin og stjórnmála-
þref litlu varða heldur fylgjast þær vel með
gangi mála og geta veriö hafssjór fróðleiks
og sérlega ánægjulegar að eiga við þær skoð-
anaskipti því þær hafa til að bera umburðar-
lyndi sem ungir og reynsluminni menn kunna
að meta. Það sem ku gera þær hvað mest
spennandi í augum þeirra er hversu fjarlægur
draumurinn um nánari kynni er. Það má vera
að þessi kona tylli hönd sinni létt á lær unga
mannsins en sjaldan leitar höndin lengra.
Þótt kvennabaráttan hafi ekki skilað nema
takmörkuðum árangri á ýmsum sviðum má
benda á að hér er að verða veruleg breyting
á. Breyting sem er fyrst og fremst konum
sjálfum að þakka og þeirri hugarfarsbreyt-
ingu sem hefur orðið þeirra á meðal. Þær
hafa orðið sjálfsöruggari og leggja í auknum
mæli rækt við sjálfar sig. Frekar en að baka
kaupa þær kökur með kaffinu og í stað þess
að strauja af öllu heimilisfólkinu nota þær
tímann til að hlúa að eigin hugðarefnum.
HEIMSMYND 63