Heimsmynd - 01.04.1992, Side 67

Heimsmynd - 01.04.1992, Side 67
Thor Vilhjalmsson rithöfundur. Hann hlaut bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs árið 1988 fyrir skáldsöguna Grámosinn glóir. Ritstíll Thors þykir mjög sérstakur og hefur verið talinn einkennast af orðgnótt og íburðarmiklum stíl. Davíð Scheving Thorsteinsson, iðnrekandi. Hann hefur verið óþreytandi við að markaðssetja nýjar vörur, en þekktastar eru vafalaust tilraunir hans til að selja vatn á dósum úr landi. Svava Jakobsdóttir, rithöfundur. Hún vakti þegar athygli með fyrstu ritverkum sínum sem þóttu nýstárleg og gagnrýnin á stöðu kvenna. Þessi verk hennar eru talin hafa brotið blað í íslenskum bókmenntum. Svava er einnig talin vera ein af fremstu leikritahöfundum þjóðarinnar. HVERT FER FÓLKIÐ? Skemmtistaöinn Casablanca sækir yngsti hópur næturlífsgestanna. Reyndar hafa flest- ir kynnst innviðum staðarinns nokkuð vel áð- ur en tvítugsaldri er náð en upp úr tuttugu og fimm ára aldri tekur fólk að leita annað. Næsti áfangastaður, með viðkomu á knæpum á borð HQTEL ^LÁND við Glaumbar, L.A. Café og Tvo vini, er Ingólfs Café, sem er hvoru tveggja í senn dansstaöur og krá. Þar má finna ágæta blöndu fólks milli tuttugu og fimm og þrjátíu og fimm ára, en þá fer hópur- inn að færa sig yfir á Ömmu Lú. Þar má sjá fólk á öllum aldri, allt niður í tvítugt, en að jafnaði eru gestir þrjátíu ára og eldri í meirihluta. Þá er alltaf viss hópur sem heldur tryggð við Leikhús- kjallarann, en þar er gjarnan mikiö um leikara og menntamenn. Þess á milli hittist svo fólk á stöðum eins og Púlsinum, Café rémans og Tuttugu og tveimur. Hótel ísland er stærsti dansstaður landsins og þótt víðar væri leitaö. Þar er jafnan húsfyllir en staðinn sækir fólk á öllum aldri og úr öllum stéttum. Sögu og Mímisbar sækir fólk sem komið er um og yfir fimmtugt og sömu sögu er að segja um dansstaðinn Ártún þar sem leiknir eru bæði gömlu og nýju dans- arnir. HEIMSMYND 67

x

Heimsmynd

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.