Heimsmynd - 01.04.1992, Side 70

Heimsmynd - 01.04.1992, Side 70
á landi. Þetta fólk á lúxusíbúðir hér á Manhattan auk íbúða og stórhýsa um þver og endilöng Bandaríkin. Sveitasetr- ið er gjarnan í hæfilegri akstursfjarlægð frá ys og þys stórborgarinnar, griðastað- ur þessa vel stæða fólks um helgar. Helg- artúrar í sólina í Kaliforníu eða Flórída, tveggja daga skemmtiferð í spilavítin í Las Vegas eða skottúr til Evrópu teljast tæpast vera nema eðlilegur hluti af lífi þessa fólks. Snekkjan er heldur ekki langt undan og ekki ónotalegt þegar kalt er hér fyrir norðan að geta brugðið undir sig betri fætinum og láta heitan golf- strauminn gæla við sig í nokkur vikur suður í Karíbahafi, koma svo sólbrúnn og sætur heim, skreppa í tískuhúsin á Fimmtu Breiðgötu og kaupa sér nokkrar flíkur, svona rétt til að fullkomna ímynd- ina. Tvenn pör af skóm, dragt, kjóll, blússa, belti og annað smálegt fyrir um þrjú hundruð þúsund ís- lenskar krón- ur. Finnist ein- hverjum les- enda það há upphæð fyrir verslunartúr á einu síðdegi þá er rétt að minna á að fyrir þetta fólk hér, sem hefur góðar tekjur, eru þetta eng- in útgjöld. En góðar tekjur í þessu sam- hengi geta þýtt allt frá fimmtán millj- ónum króna á ári. Og það eru ekki ein- göngu kaupsýslu- menn eða Hollywood- stjörnur sem eiga peninga hér í Ameríku. Fimmtíu milljónir króna í árstekjur er ekki óal- gengt meðal sérfræðinga í læknastétt, sem starfa á einkasjúkrahúsum. Að þessu efnafólki slepptu tilheyrir þó meirihluti íbúanna hér líkt og annars staðar hinni breiðu og teygjanlegu milli- stétt, en í borginni er líka ótrúlegur fjöldi fólks um og undir fátækramörkum. Því fólki fer fjölgandi. Enn neðar á efna- hagsskalanum er svo það fólk sem á hvorki til hnífs eða skeiðar né heldur nokkurn stað til að halla höfði sínu á. Það er ekki bara húsnæðislaust heldur heimilislaust í orðsins fyllstu merkingu. Ef gestir og gangandi sem umborgina fara fá glýju í augun yfir auðsærri vel- megun sumra þá er eins víst að þeir fyll- ist undrun og skelfingu yfir öllum þeim fjölda fólks sem liggur í eymd og reiði- leysi á götum úti. New York er að verða einhverskonar Kalkútta við Hudsonfljót, 70 HEIMSMYND segja sumir og er sú nafngift ekki út í bláinn. Sjálf hef ég dvalið hér í rúm fimm ár og á ennþá erfitt með að venjast þessu. Ef til vill væri nær lagi að segja að maður vendist þessu en hitt er svo annað mál hvort maður sættir sig við þetta ástand. Á þeim árum sem liðin eru frá því að ég kom hingað fyrst hefur fjöldi heimilislausra margfaldast. í raun virðist sama hvert litið er alls staðar sér maður heimilislaust fólk. Á gangstéttum í húsa- sundum, í almenningsgörðum, á lestar- stöðvum, ofan jarðar og neðan er þetta vesæla fólk ýmist liggjandi undir teppa- druslum og pappaspjöldum eða á ferð- inni með allt sitt hafurtask í plastpokum, mjólkurkössum eða innkaupakerrum. Á undanförnum árum hafa jafnvel risið upp heilu pappakassaþorpin og tjald- borgirnar, meira í ætt við það sem tíðk- ast í stórborgum þriðja heimsins en því sem maður á að venjast í velmegun þess fyrsta. Um leið og kólnar í veðri verða sæti og bekkir í neðanjarðar- lestum svefn- pláss æði margra. Ekki er óalgengt, einkum seint á kvöldin, að sjá tvo til þrjá liggja sofandi í einum og sama vagnin- um. Ásig- komulag og útgangur þessa auma fólks er svo hörmuleg- ur að maður hreinlega veit ekki hvort maður á að hlæja eða gráta. Á dög- unum sá ég til dæmis konu úr þessum hópi í lestinni. Útlit hennar var dæmi- gert. Hér var hver druslan yfir aðra, peysugarmar og tæjur af skyrtubolum, stuttbuxur yfir síðbuxum, sem varla standa undir nafni lengur. Á fótunum hafði hún eitthvað sem einu sinni voru skór, sundurtættar druslur og út úr stóðu berir, kuldabólgnir fæturnir, skítugir og sárir í ofanálag. í annarri hendi hafði hún allar sínar föggur í plastpoka, í hinni hélt hún á bauk og betlaði aur af farþeg- um. „í nafni guðs hafið miskunn með ve- sælli konu. Eg er ekki dópisti en ég er heimilislaus, allslaus og á ekki fyrir mat. Hafið miskunn!,“ sagði hún og rétti út baukinn sinn. „Guð laun“ og „Blessi þig“ voru þakkarorð hennar til þeirra sem létu aura falla í baukinn hennar. Ég gaf henni eitthvað smávegis og vissi varla hvort ég var að friðþægja eigin sál eða hennar. Mér sló ekki fyrir vit þegar Dópsalarnir bjóða hraðferðí sæluna, dópistarnir sjá hins vegar um alhliða þjónustu á kynlífsunaði. Þessi kona fer létt með að eyða á einu síðdegi margföldum mánaðartekjum íslensks launþega.

x

Heimsmynd

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.