Heimsmynd - 01.04.1992, Side 87
salinn en múgur og margmenni safnaðist ætíð saman fyrir
framan dómshúsið til að fylgjast með hinum frægu fjölskyldu-
meðlimum streyma að.
Þarna birtust þau, systurnar og bróðirinn, frændur og frænk-
ur, samhent og sterk fjölskylda sem stóð að baki William
Smith. Þau lýstu því yfir í tíma og ótíma að þau stæðu saman.
„Þau munu standa með Willie gegnum þykkt og þunnt en
berja hann til óbóta þegar þetta er yfirstaðið,“ sagði náinn
kunningi fjölskyldunnar við blaðamann.
Kennedy-systurnar voru mættar með andlit rist rúnum sorg-
ar og sólbrúnku. Þær báru höfuðin hátt enda ýmsu vanar í ár-
anna rás. Þær fylgdust með því í réttarsalnum þegar nákvæmar
lýsingar á ofsafenginni framkomu hins unga frænda við nauðg-
unina voru tíundaðar. Eunice Kennedy Shriver, hin sjötuga
tengdamóðir Arnolds Schwartzeneggers, gekk fram fyrir
blaðamenn einn morguninn og lýsti því yfir með sama radd-
blænum og bróðir hennar forsetinn að hún stæði með Jean
systur sinni. Hún lýsti því hvað Jean væri góð móðir og börnin
hennar, þar með talinn William læknir, væru vel upp alin. Jean
stóð brosandi við hlið hennar og Ethel, ekkja Roberts á bak
við hana en hinn ákærði rétt hjá.
Nítján meðlimir Kennedy-fjölskyldunnar voru mættir við
réttarhöldin, þar á meðal bróðir hins ákærða og tvær stjúpsyst-
ur, Ethel ekkja Roberts ásamt tveimur sonum sínum Robert
og Michael, Patricia
Lawford ekkja leikarans og
þrjú af fjórum börnum
hennar og John sonur for-
setans. Jackie Kennedy On-
assis lét ekki sjá sig og ekki
heldur dóttir hennar Caro-
line sem er lögfræðingur.
Kennedy-fjölskyldan
dvaldi ekki við á ættarsetr-
inu þar sem nauðgunin átti
að hafa átt sér stað heldur
hjá vinum víðsvegar á svæð-
inu. Aðeins hinn ákærði, lög-
fræðingar hans og blaðafull-
trúi dvöldu á óðalinu sem og
Ted Kennedy þegar hann
kom til að bera vitni. A
hverju kvöldi safnaðist öll
fjölskyldan saman yfir kvöld-
verði þar og lagði á ráðin.
Engin fjölskyldumeðlimur
sást úti á lífinu, hvorki í
samkvæmum né á fínum veitingastöðum á meðan á réttar-
höldunum stóð. Þau gerðu í því að berast ekki á. Notuðu
hvorki svartar límósínur né einkabflstjóra. Ráðsmaðurinn á
ættarsetrinu ók þeim til og frá dómshúsinu í gömlum Mercury
station-bfl. Ekkert þeirra var áberandi vel klætt og þau ítrek-
uðu við verjanda Smiths, Roy Black, að tala ekki um Kenn-
edysetrið heldur bara Kennedyhúsið. Til þeirra sást í kirkju á
sunndudögum þar sem ljósmyndarar mynduðu William Smith
krjúpandi á bæn. Skömmu síðar sat hann í vitnastúkunni og
lýsti því hvernig Patricia hefði nuddað lim hans þar til hann
fékk sáðfall. Á bak við hann í salnum sat Jesúítaprestur og
einhver hafði orð á því að næsti leikur Kennedyanna yrði að
aka Rose gömlu ættmóðurinni, 101 árs, inn í hjólastól.
Sækjandinn í málinu, aðstoðarsaksóknari fylkisins, Moria
Lasch, fertug að aldri, á að baki glæstan feril. Verjandinn, Roy
Black, er þekktur lögfræðingur á Flórída og hefur varið snilld-
arlega bæði morðingja og eiturlyfjasala. Hann fékk 250 þús-
und dollara fyrir að verja Smith sem þykir ekki mjög há upp-
hæð miðað við hvaða fjölskylda á í hlut en Black er sagður
ekki hafa staðist mátið sökum frægðarinnar sem hann vissi að
kæmi í kjölfarið. En það voru fleiri sem lögðu hönd á plóginn
til að hjálpa Smith. Fimm einkaspæjarar unnu mánuðum sam-
an við að grafa upp upplýsingar um fortíö Patriciu Bowman
og vina hennar tveggja sem hún hringdi í frá Kennedysetrinu
eftir atburðinn.
Sameinuð stöndum vér! Eunice Schriver, ein Kennedy-systranna og
tengdamóðir Arnolds Schwartzeneggers, ávarpar blaðamenn fyrir utan
dómshúsið. Að baki hennar er Ethel, ekkja Roberts Kennedys, og við hlið
hennar Jane móðir Williams.
Sækjandinn í málinu, Moira Lasch, olli miklum vonbrigð-
um. Hún virtist ekki leggja sig fram gagnvart kviðdóminum né
fjölmiðlum og átti erfitt uppdráttar gagnvart Lupo dómara
sem Lasch reyndi að fá settan af fyrir réttarhöldin á þeirri for-
sendu að Lupo væri hliðholl hinum ákærða. Verjandanum
Roy Black, tókst að troða lykilvitni Lasch, Anne Mercer niður
í svaðið en þegar Ted Kénnedy kom í vitnastúkuna gerði
Lasch ekkert í málinu þegar Black spurði hann um hluti sem
vöktu upp ljúfsárar minningar í tenglsum við harmsögu fjöl-
skyldunnar en komu þessu máli ekkert við.
Koma Patriciu Bowman inn í dómsalinn var hápunktur rétt-
arhaldanna. Allt frá því að atvikið átti sér stað níu mánuðum
áður, nánar tiltekið á föstudaginn langa í mars 1991, hafði hún
engar yfirlýsingar gefið opinberlega og hvergi komið fram. Því
vissu fáir í salnum hvernig þessi fræga kona leit út og það tók
blaðaljósmyndara nokkrar mínútur að átta sig þegar hún gekk
inn - að hér væri hið dularfulla fórnarlamb á ferðinni. Á þeim
níu mánuðum sem voru liðnir hafði verið svo hljótt um hana
að uppi varð fótur og fit þegar fólk áttaði sig á því að þessi
rúmlega 160 sentímetra háa kona var engin önnur en Patricia
Bowman. Þegar hún var sest í vitnastúkuna var andlit hennar
hulið. Fasið og framkoman var settleg og í mótsögn við það
orðspor sem þegar fór af henni. Þrjár fóstureyðingar, þriggja
ára dóttir sem hún eignaðist í lausaleik og meint neysla kóka-
íns - voru þær upplýsingar
sem starfslið Smiths hafði
komið á kreik. Hún var
klædd í dökkgráa dragt
með sígildu sniði og með
einfalda perlufesti um háls-
inn. Dökkt hárið var í
snyrtilegri passíuklippingu.
Andlitið, sem aðeins birtist
áhorfendum í sekúndubrot
var ekki fallegt samkvæmt
almennum viðmiðunum.
Á myndum sem hin
fræga Annie Leibovitz tók
nokkrum mánuðum síðar,
fyrir Vanity Fair, tekst hin-
um listræna ljósmyndara að
sýna andlit konu með for-
tíð. Það er einhver svipur
yfir því sem lýsir sorg og
augun eru augu konu sem
hefur lifað, úr þeim endur-
speglast jafnvel lífsþreyta.
Hún starir tómum augum út í buskann, önnur höndin hvflir á
höfði lítils glókolls tveggja ára gamallar dóttur en í fingrum
hinnar danglar sígarettan.
owman þótti koma vel fyrir í vitnastúkunni, ólíkt
vinstúlku sinni, Anne Mercer, nokkrum dögum
áður. Hún lýsti atburðum umrædds kvölds og næt-
ur, sagðist óhrædd hafa farið í fylgd Smiths á
Kennedysetrið. „Ég taldi það fullkomlega öruggt
og vissi að öldungardeildarþingmaðurinn var á
staðnum. Ég skynjaði hvergi hættu í þessu sam-
bandi.“ Af til brast hún í grát. Margir í salnum
fengu gæsahúð þegar hún lýsti sjálfri árásinni. „Ég
hélt hann ætlaði að drepa mig,“ sagði hún. Roy
Black greip aldrei fram í fyrir henni.
William Smith var tilneyddur að ganga í vitna-
stúkuna eftir að Patricia Bowman hafði borið vitni. Roy Black
ávarpaði réttinn áður og sagðist vilja tryggja það að vitnis-
burður Smiths leiddi ekki til þess að kölluð yrðu inn vitni sem
þegar væri búið að dæma úr tengslum við þetta mál. Hann var
að vísa til kvennanna þriggja sem Lupo dómari neitaði um að
bera vitni gegn Smith. Moira Lasch mótmælti þessu og sagði
að hinn ákærði ætti ekki að komast upp með að bera vitni þar
sem allt væri þaulæft og hann vissi fyrirfram hverjar spurning-
framhald á bls. 94
HEIMSMYND 87