Heimsmynd - 01.04.1992, Page 89

Heimsmynd - 01.04.1992, Page 89
„Mér finnst það vera vi ðhorf ásatrúarmanns að hann sé ekki varnarlaus og máttlaus gagnvart goðunum heldur sé hann fullgildur í viðskiptum sínum við þau. Goðin eru ekki almáttug og það er maðurinn ekki heldur. En það má sækja ýmislegt gott til goðanna. Og ef menn trúa ekki á þau geta þeir sótt til þeirra hugmyndir sem trúin byggir upp. " <c _i •o oo o s >- co „TRU MIN BYGGIST Á LEIT“ SVEINBJORN BEINTEINSSONrZZ: í hreyfingum þótt hann sé tekinn aö reskjast; skeggiö grátt og mikiö, augun eru skær. Stundum sést í þeim glettnisglampi, stundum eru þau fjarræn eins og þau horfi yfir í aðra heima; maðurinn er í senn hlýr og fjarlægur. En hver er hann? Áriö 1924 fæddist hann í Grafardal sem er uppi í Botnsheiöi, hefur þó búiö lengst af á Draghálsi í Svínadal. Foreldrar hans voru þau Helga Péturdóttir frá Draghálsi og Bein- teinn Einarsson frá Litla Botni í Botnsdal. Hann er því Borgfirðingur í húð og hár og segir flesta sína forfeöur hafa búið í námunda viö fjöll. Sveinbjörn giftist Svanfríöi Hagvaag áriö 1964 og eignuðust þau tvo syni. En skildu fáum árum seinna; síöan hefur hann búiö einn, ýmist á Draghálsi eða suður í Reykjavík. Hann er að mestu sjálfmenntaður, hefur meðal annars aflaö sér víðtækrar þekkingar á íslenskum fornkvæöum og rímnagerð, og er kvæðamaður góður. Telur föður sinn hafa kveðið lengur en tíðkaðist á nálægum bæjum. Ort hefur hann talsvert, bæði lausavísur og kvæði, og gefið út bækur; sú síðasta kom út árið 1989 og heitir Brag- skógar. Eins og alþjóð veit er hann stofnandi ásatrúarfélagsins og helsti forvígismaður þess. Maðurinn er í stuttu máli sagt: Bóndi, skáld og allsherjargoði; sennilega þekktastur fyrir hið síðasttalda, jafnvel heimsfrægur ef út í það er farið. Hingaö koma á hans fund fjölmargir útlendingar sem leita að rótum menningar sinnar í heiðnum sið; í þeirra augum er Sveinbjörn einskonar gúrú. eftir BERGLINDI GUNNARSDÓTTUR HEIMSMYND 89

x

Heimsmynd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.