Heimsmynd - 01.04.1992, Blaðsíða 94

Heimsmynd - 01.04.1992, Blaðsíða 94
New York. . . framhald af bls. 73 sammála um að betri kostur sé að hafa einingarnar minni en stærri. Notkun gamalla og úrsérgengina hermannaskála sem hýst hafa í einum sal allt að fimmtán hundruð manns heyrir því vonandi sög- unni til. Almennt má þó segja með mörg hver þessara athvarfa að þar er aðbún- aður vægast sagt hryllilegur. Þrengsli, skordýra- og rottugangur ásamt annars konar óþrifnaði og tilfinnanlegum skorti á hreinlætisaðstöðu er ekki beint til þess fallinn að gera fólki lífið léttbærara. Þjófnaðir, nauðganir og líkamsárásir eru næsta daglegt brauð og umferð eiturlyfja mikil. í þessum heimi er lífsbaráttan grimm og harðneskjuleg. Vart þarf að taka það fram að tengsl eiturlyfjaneyslu og glæpa eru veruleg. Það er rétt hægt að gera sér í hugarlund hvernig þessar að- stæður hafa áhrif á börnin og móta þau. Er hægt að búast við því að börnin komi heilbrigð frá svona reynslu? Það væri kraftaverk. Heimilisleysi hlýtur að teljast örbirgð. Þessi örbirgð er þó varla annað en kúrf- an af stærra vandamáli sem heitir ein- faldlega fátækt. Hér í Ameríku hefur gjarnan verið alið á þeirri skoðun að fá- tækt sé einstaklingsvandamál og allir hafi jöfn tækifæri. Af því sem rakið hefur verið hér má þó ljóst vera að það getur varla verið nema takmarkaður sannleik- ur. Heimilisleysi er tæpast lengur einstakl- ingsvandamál þegar milljónir manns búa við það hlutskipti. Heimilisleysi er ekk- ert annað en afleiðing félags- og efna- hagslegrar mismununar. Heimilisleysi af þeirri stærðargráðu og umfangi sem hér um ræðir hlýtur að vekja upp spurningar um hvers konar siðferðisgildi ráða í sam- félagi sem elur af sér svona vandamál. Hvers konar siðferðislögmál eru ríkj- andi í lýðræðisríki sem elur samtímis af sér þessa ótrúlegu örbirgð og þetta ótrú- lega ríkidæmi? Fylgifiskar þeirrar efna- hags- og félagslegu mismununar sem ein- kennir bandarískt samfélag eru ófáir. I Bandaríkjunum eru einhverjir bestu há- skólar í veröldinni en á sama tíma eru um 25 milljónir íbúar Bandaríkjanna ólæsir og jafnmikill fjöldi er undir opin- berum fátækramörkum. Hér er barna- dauði sá hæsti sem um getur í hinum iðn- vædda heimi. I tengslum við þá efnahagskreppu sem nú hrjáir bandarískt samfélag, hafa Jap- anir verið ósparir á að benda Banda- ríkjamönnum á að skýringin liggi í því að þeir láti skammtíma gróðasjónarmið ætíð ráða ferðinni. Léleg menntun bandarísks almennings skilar sér í ósa- mkeppnishæfu vinnuafli og segja Japa- narnir að það megi rekja til þessa hugs- unarháttar. Skyndilausnir og skammtíma gróðasjónarmið hefna sín fyrr eða síðar. Fjárfestingar sem gerðar eru af fyrir- hyggju skila ekki gróða samdægurs en eru áreiðanlegri til árangurs og hafa alla jafna ekki ófyrirsjáanlega timburmenn í för með sér. Það getur svo hver gert það upp við sig sem vill, hvort sú efnahagskreppa sem þetta auðuga land á við að etja um þessar mundir ásamt þeim hróplegu fé- lagslegu vandamálum sem hér hefur ver- ið fjallað um, séu ekki í rauninni hluti af annars konar kreppu sem er af andleg- um og siðferðilegum toga.B Svartur sigur. . . framhald af bls. 87 arnar yrðu. Lupo dómari hundsaði álit Lasch og William Smith komst vel frá vitnisburðinum. Verjandi hans spurði hann hvernig honum liði. „Ég er mjög taugaóstyrkur en minnist þess sem þú sagðir mér, að segja sannleikann og þá verður allt í lagi.“ Frásögn Smiths af atburðum næt- urinnar 30. mars var mjög ólík frásögn Bowmans. Hann lýsti sér sem þolanda, þar sem hún átti að hafa reynt við hann á Au Bar. Það var hún sem hneppti frá tölunni á buxunum hans. Það var hún sem nuddaði hann. Það var hún sem kom lim hans fyrir inni í sér. Hann leið- rétti Black þegar lögmaðurinn talaði um ástarleik. Smith sagði að þau hefðu haft mök, tvisvar þessa sömu nótt. Bowman hafði kallað sama hlutinn ofbeldisverkn- að. Smith sagðist óvart hafa kallað hana Cathie og þá hefði hún tryllst. Þegar William Smith hafði verið sýkn- aður ávarpaði hann fjölmiðla fyrir utan dómshúsið. Hann þakkaði móður sinni stuðninginn og kvaðst standa í þakkar- skuld við foreldra sína ævilangt. Hann kvaðst vona að hann yrði jafn gott for- eldri og þau hefðu verið honum. Andlit hinna Kennedy-anna geisluðu af gleði og saman hélt fjölskyldan á ættarsetrið til að halda upp á sigurinn. Blaðafulltrúi Smiths lýsti því yfir síðar um kvöldið að fjölskyldan hefði drukkið bjór, borðað saltstengur og pissur en William hefði gengið um og brosað breitt. Ástandið í fjölskyldu Patriciu Bowm- an var annað. Stjúpfaðir hennar Michael O’NeiIl lýsti því yfir í viðtali við Domin- ick Dunne að hann væri æfur vegna dómsorðsins. Aðspurður um það hvað honum fyndist um beiðni ákærða að Flórdídaríki greiddi hluta af málskosta- naði hans, sagðist O’Neill glaður vilja leggja til 50 þúsund dali í kostnað fyrir William Smith ef hann fengist til að ganga undir lygamæli. Bæði stjúpfaðir hennar og móðir lýstu Patriciu sem afar góðri móður. O’Neill kvæntist seinni konu sinni þegar einkadóttir hennar Patricia var nítján ára gömul. Með fyrri eiginkonu sinni, sem nú er látin, átti hann sex börn og síðar ættleiddi hann sjö börn systur hennar. Dunne hitti Patriciu sjálfa á heimili hennar í Júpíter, smábæ í Flórída. Hann lýsti því hvernig hún tók á móti honum íklædd stuttbuxum, með tagl í hárinu og engan andlitsfarða. í bókahillunum kvaðst hann hafa tekið eftir verkum George Eliot, D.H. Lawrence og Joseph Conrad og kvað það hafa komið sér á óvart. Hann lýsti sambandi hennar við litlu dóttur sína, Caroline, sem er tæpra þriggja ára. Hann skýrði frá því að litla stúlkan hafði fæðst tíu vikum fyrir tím- ann en upphaflega gekk Patricia með tvíbura og missti annan þeirra á fyrri hluta meðgöngunnar. Patrica sagði Dunne að hún væri þreytt á því hvernig verjandi Smiths tal- aði um hana opinberlega. Því hefði hún kosið að fara í blaðaviðtal. Hún sagðist einnig vilja hvetja fórnarlömb nauðgana til að sækja mál sitt því það væri snar þáttur í eftirmeðferðinni. Hún sagði Dunne að frá því að hennar mál hefði orðið opinbert hefði nauðgunarákærum í Flórída fækkað um helming. Dunne spurði hana hvernig henni hefði orðið við þegar hún heyrði úrskurðinn. „Alls konar minningarbrot fóru um hugskot mitt. Það rifjaðist upp fyrir mér þegar hann hélt mér í þessari smákompu (á ættarsetrinu nóttina sem atvikið átti sér stað), og ég sagði honum að hann hefði nauðgað mér. Hann leit á mig, afar rólegur, ísmeygilegur og hrokafullur um leið og hann sagði: Enginn mun trúa þér. Og svo lýsti kviðdómurinn því yfir að hann væri ekki sekur. Þá fannst mér ég hverfa aftur til þeirrar stundar er hann sagði þetta við mig.“ Dunne spurði hana hvort hún hefði rætt við hinar konurnar þrjár sem höfðu boðist til að bera vitni. Patricia neitaði því, sagðist ekki vita nöfn þeirra og eng- in þeirra hefði haft samband við sig. Hún sagði þær reglur í gildi á meðan á réttar- höldunum stóð að henni var meinað að hafa samband við önnur vitni. Hún gat ekki rætt við ráðgjafa sinn í nauðgunar- málum og þurfti að leita til nýs ráðgjafa eftir að réttarhöld hófust. Dunne spurði hana hvort það væri ekki rétt að um leið og hún hafði kært nauðgunina hafi lögregla, saksóknari, fé- lagsráðgjafarnir og læknar sem skoðuðu hana, allir trúað henni. „Jú,“ svaraði hún. Dunne tók einnig fram í viðtalinu við hana að hún hefði gengist undir tvenns konar lygapróf og fleiri rannsókn- ir máli sínu til staðfestingar. „Hvað fór þá úrskeiðis?“ spurði Dunne. „Peningar geta keypt sýknu,“ svaraði hún að bragði. „Þeir höfðu níu mánuði til að undirbúa sína útgáfu af málinu. Ég varð að gefa yfirlýsingar strax. Yfirheyrslurn- ar yfir mér tóku þrjá daga og skýrslan var yfir 720 síður og ég þurfti að svara þremur verjendum, tveimur sækjendum og mínum lögfræðingi. Ég þurfti stöðugt að svara fyrir mig á átta mánaða tíma- skeiði. Willie þurfti ekkert að svara fyrir sig. Hann gaf engar yfirlýsingar. Hann hafði nákvæma yfirsýn yfir minn vitnis- burð. Hann gat skoðað öll gögn málsins. 94 HEIMSMYND
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Heimsmynd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.