Heimsmynd - 01.04.1992, Síða 96

Heimsmynd - 01.04.1992, Síða 96
og draumvitranir björguðu lífi hans oftar en einu sinni. Hann sá ýmsa atburði fyrir og hafði þá stjórn á sér að hann gat not- fært sér þessa vitneskju. -Var heiðinn tími þá mikill ógnartími? Já, auðvitað var hann ógnartími eins og allir tímar raunar eru. Ég veit þó ekki hvort hann hefur verið meiri ógnartími en Sturlungaöldin eða átjánda öldin með öllum þeim hörmungum sem þá gengu yfir. -En verður þessi tröllsskapur yfir- þyrmandi og ógnvekjandi í heiðninni? Mér sýnist að menn hafi skynjað þess- ar ógnir mjög sterkt. Pað kemur fram í goðamyndum, goðin voru ekki falleg þá heldur nánast ljót og grimmileg. Auðvit- að er náttúran grimm, veðrin eru grimm og einhvern veginn verður það að meira söguefni. Logn og blíða og stöðug far- sæld í starfi og bjargræðisháttum verður ekki svo mikið söguefni, hitt kemur miklu sterkar fram í öllum kveðskap og heimildum, þessi ógnun. -Var það á færi hvers manns að bregð- ast við þessum grimmu náttúruöflum með galdri og skáldskap eða þurfti ein- stök ofurmenni til að þola það? Allir hafa nú reynt það, hver fyrir sig og með aðstoð annarra. En jú, það hafa einungis verið ofurmenni sem ná sterk- um tökum á þessu. Hvort sem um ræðir galdur eða heitar bænir til góðra hluta eru það fyrst og fremst ofurmenni sem gátu gert þetta þannig að það yrði eftir- minnilegt og frásagnarvert. Pað er nátt- úrlega fyrst og fremst verið að segja frá þessum stóru atburðum og miklu hæfi- leikum. En allir hafa eitthvað verið að basla við þetta. -Telurðu að menn almennt hafi lifað bæði í hinum skynræna heimi og jafn- framt haft samband við hinn yfirskilvit- lega heim og fengið kraft og styrk frá honum? Já, mér finnst það hafi verið þannig að menn hafi lifað í báðum þessum heimum nokkuð samhliða. Þeir standa að vísu báðum fótum á jörðu og vinna sín verk þar, þeir truflast ekki af þessu yfirleitt. En samt eru þeir líka í hinum fjarlægari heimi eða dularheimi eins og við köllum hann stundum. Þeir eru í honum líka og í öllu daglegu starfi hafa þeir hann í huga. Og þó að hann væri ógnvekjandi og komi þannig fram, þá virðist mér að þeir hafi ekkert verið hræddari þá en núna. Þeir vissu að lítið mátti út af bregða til að þeir biðu ósigur fyrir einhverju sem þeir réðu ekki við, hvort sem það var eldur, óveður eða annað. En þeir voru ekki svo mjög hræddir við það, þeir voru hræddari við að verða sér til skammar, að gefast upp. Þó að þeir sæju að barátt- an var vonlaus máttu þeir ekki gefast UPP- -Heldurðu að óttinn núna sé öðruvísi? Ég veit það ekki, hann er svo breyti- legur. Það er kannski meira um að fólk glúpni fyrir honum eða þá leiti að ein- hverjum gervilausnum, flýi í vímu, að- gerðarleysi eða eitthvert hlutleysi. -Nútíminn stendur þá kannski ekkert betur að vígi siðferðislega gagnvart mannlífinu og vandamálum þess en hinn forni tími? Nei, nei, mér virðist að menn kunni ekkert betur að lifa núna en þá. Þeir eiga hægara með að komast á milli staða og hafa mörg þægindi sem ekki voru þá. En lífsbaráttan er ekkert þægilegri núna, bílakösin er alveg jafn ógnvekjandi og það var fyrir mann sem þurfti að sund- ríða vötnin eða fara yfir heiðar í byl. Það eru ekkert minni hættur núna og jafnvel meiri hvað varðar sjúkdóma og annað. -Ef við víkjum aftur að draumunum, hvað kemur þá fram í þeim, til dæmis á okkar tímum? Það veit nú enginn. En mér finnst að við séum í sambandi við eitthvað sem við skynjum ekki í vökunni, að minnsta kosti óljósara. Svefninn er hvfld og hreinsun, við losnum við þreytuna og fáum styrk í staðinn. Og það gerist ekki allt saman í líkamanum einum, sumt kemur lengra að. Heimurinn er allur þannig uppbyggð- ur, hann er ein heild og þar virkar hvað á annað. Við sjáum þetta ekki aðeins af því sem náttúruvísindin kenna okkur heldur einnig af okkar eigin reynslu í líf- inu sjálfu; við verðum fyrir áhrifum af því sem er í námunda við okkur og frá heiminum sem heild. Og eitthvað er þarna sem veldur því að okkur fer að dreyma, ég trúi því alveg sem vísinda- menn hafa sagt að það lifi enginn lengi án þess hann dreymi. Við fáum þarna einhverja orku eða lífsmagn sem við get- um ekki verið án. Þannig að draumarnir eru greinilega mikill tengiliður við lífs- máttinn sjálfan, hvort sem menn kalla það náttúru eða guð eða eitthvað annað. Það er eitthvað sem kemur þessu til okk- ar og við tökum á móti því misjafnlega sterkt. En það kemur okkur að gagni. Hitt er svo annað mál að eins er með draumana og allt þetta samband og líf í öðrum heimi, að við finnum fyrir því en getum ekki útskýrt það. Þetta er svo mikið og máttugt að við erum ekki menn til að skýra það. En við megum ekki halda að möguleikarnir endi þar sem okkar skilningur eða þekking endar, draga þar einhverja línu og segja allt bull og vitleysu þar fyrir utan. -En ekki eru allir draumar jafn merki- legir eða boðandi? Nei, nei, ég geri ekki ráð fyrir því, enda yrðum við þá rugluð ef okkur væri alltaf að dreyma eitthvað slíkt. En stund- um eru þeir ákaflega áhrifamiklir og eft- irminnilegir. En það getur verið var- hugavert að sökkva sér of djúpt niður í þessa dularheima, það virðist ekki vera okkar hlutverk eða á okkar færi að vera þarna. Við verðum að viðurkenna þá og taka við ýmsum áhrifum þaðan, en meg- um samt ekki yfirgefa jörðina. Við verð- um að hugsa út frá þessum litla punkti sem við erum á, eða er við sjálf.B Skauta. . . framhald af bls. 85 ist enskum manni, og Elín, dóttir þjóð- skáldsins Matthíasar Jochumssonar, er síðar giftist Jóni Laxdal tónskáldi. Þá var þarna frú Louise Sophie Debell í hvítu silki, en hún var kona Holgers Debell, forstjóra fyrir Det Danske Petroleum Aktieselskap á íslandi, skammstafað DDPA, sem íslendingar útlögðu Dansk- ur djöfull pínir alþýðu. Maður hennar hefur sennilega verið í útlöndum. Enn- fremur voru systurnar Þyri og Þórunn, dætur Benedikts Þórarinssonar, þess fræga brennivínskaupmanns og bóka- safnara á Laugavegi 7, önnur í bleik- rauðu en hin í eldrauðu. Þarna var hin norska fröken Dagmar Halvorsen náms- mær sem er sögð falleg þó að hún væri ekki íslensk og þarna var Guðjón Sig- urðsson úrsmiður sem fórst í Miðbæjar- brunanum 1915. Ennfremur fröken Brands „er dansaði með þeim yndis- þokka sem henni er meðfæddur.“ Hér er átt við Ingibjörgu Guðbrandsdóttir leik- fimikennara sem í daglegu tali var kölluð Imba Brands. BLÁTT ATLASK OG HVÍTT CRÉPE DU CHINA Þarna var fröken Valdís Böðvarsdóttir í bláu atlask og Túbogi og frú, nýkomin til höfuðstaðarins, fröken Sigríður Björnsdóttir fyrrnefnd í hvítu kashmir og fröken Soffía Siemsen í hvítu crépe du China. Soffía giftist síðar Magnúsi Kjar- an stórkaupmanni. Þá voru þarna Martha og Ingibjörg Indriðadætur, fagr- ar og blómlegar í bleiku og hvítu mous- seline. Þær voru dætur Indriða Einars- sonar revisors og leikritaskálds. Martha varð ein af þekktari leikkonum bæjarins og giftist Birni Kalman lögmanni en Ingibjörg varð eiginkona Ólafs Thors. Að lokum eru í upptalningunni fjórir ungkarlar. I fyrsta lagi Carl Bartels úr- smiður, í öðru lagi Bjarni Björnsson, leikari og eftirherma, sem hafði verið í Ameríku og söng eftirminnilega bflavís- ur og fleira í þeim dúr sem túlkaði vel bæjarbraginn í Reykjavík, í þriðja lagi Ólafur nokkur Jónsson, sem er sagður hafa dansað manna best og mest, hér gæti verið um að ræða Ólaf þann sem síðar kallaði sig Hvanndal og var fyrsti lærði prentmyndasmiðurinn, og í fjórða lagi Konráð Stefánsson „sem stúlkunum sjáanlega þótti vænt um að fá að sjá allra snöggvast aftur í Reykjavík.“ Þessi Kon- ráð hafði numið læknisfræði í Kaup- mannahöfn án þess að ljúka prófi en var nú orðinn bóndi í Bjarnarhöfn á Snæ- fellsnesi. Skautafélagið starfaði enn um nokkur ár þó að smám saman drægi úr þrótti þess og það nánast lognaðist út af eftir 1915. Það hélt þó aðaldansleik sinn 1. febrúar 1915 á Hótel Reykjavík að venju, en þá var vínbannið gengið í gildi. Segir í 96 HEIMSMYND
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Heimsmynd

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.