Ársrit um starfsendurhæfingu - 2016, Síða 4

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2016, Síða 4
GYLFI ARNBJÖRNSSON formaður stjórnar VIRK Á SÍÐASTA STARFSÁRI VIRK – STARFSENDUR- HÆFINGARSJÓÐS HEFUR STJÓRNIN, OG ÞAU SAMTÖK SEM AÐ SJÓÐNUM STANDA, LAGT MIKLA ÁHERSLU Á AÐ TRYGGJA MEIRI SÁTT UM STARFSEMI SJÓÐSINS. ÁVARP STJÓRNARFORMANNS Þ að er mikil samstaða milli aðila vinnumarkaðarins að ef takast á að snúa þeirri óheillaþróun við, sem verið hefur á vinnumarkaði undanfarin ár með fjölgun öryrkja, sé nauðsynlegt að efla samstarf milli ólíkra aðila með það að markmiði að auðvelda þeim sem lenda í alvarlegum veikindum og slysum farsæla endurkomu til vinnu. Hér verða allir sem að málinu koma að setja þann einstakling, sem í alvarlegum veikindum eða slysum lendir, í miðju og skipuleggja aðstoðina út frá hans þörfum. Kjarninn í þeirri hugmyndafræði sem liggur að baki VIRK – Starfsendurhæfingarsjóði sem og öðrum vinnumarkaðstengdum sjóðum er, að tryggja hverjum og einum stuðning eftir þörfum en jafnframt skyldu hans til þess að nýta þau tækifæri sem honum bjóðast. Það er því afar mikilvægt að endurskoða og skýra betur verkaskiptinguna og verklags- reglur milli ráðgjafa og endurhæfingarteyma VIRK – Starfsendurhæfingarsjóðs og fag- aðila í heilbrigðiskerfinu. VIRK er ekki á heilbrigðissviði en vinnur vitaskuld náið með heilbrigðisstéttum þegar heilsa viðkomandi leyfir að hægt sé að fara að huga að endurkomu til vinnu og skipuleggja viðeigandi starfsendurhæfingarúrræði. Mikilvægur liður í þeirri viðleitni er innleiðing starfsgetumats sem grundvöll skilgreininga fagaðila á stöðu og getu einstaklinga m.t.t. heilsu þeirra. 4 virk.is

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.