Ársrit um starfsendurhæfingu - 2016, Blaðsíða 4

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2016, Blaðsíða 4
GYLFI ARNBJÖRNSSON formaður stjórnar VIRK Á SÍÐASTA STARFSÁRI VIRK – STARFSENDUR- HÆFINGARSJÓÐS HEFUR STJÓRNIN, OG ÞAU SAMTÖK SEM AÐ SJÓÐNUM STANDA, LAGT MIKLA ÁHERSLU Á AÐ TRYGGJA MEIRI SÁTT UM STARFSEMI SJÓÐSINS. ÁVARP STJÓRNARFORMANNS Þ að er mikil samstaða milli aðila vinnumarkaðarins að ef takast á að snúa þeirri óheillaþróun við, sem verið hefur á vinnumarkaði undanfarin ár með fjölgun öryrkja, sé nauðsynlegt að efla samstarf milli ólíkra aðila með það að markmiði að auðvelda þeim sem lenda í alvarlegum veikindum og slysum farsæla endurkomu til vinnu. Hér verða allir sem að málinu koma að setja þann einstakling, sem í alvarlegum veikindum eða slysum lendir, í miðju og skipuleggja aðstoðina út frá hans þörfum. Kjarninn í þeirri hugmyndafræði sem liggur að baki VIRK – Starfsendurhæfingarsjóði sem og öðrum vinnumarkaðstengdum sjóðum er, að tryggja hverjum og einum stuðning eftir þörfum en jafnframt skyldu hans til þess að nýta þau tækifæri sem honum bjóðast. Það er því afar mikilvægt að endurskoða og skýra betur verkaskiptinguna og verklags- reglur milli ráðgjafa og endurhæfingarteyma VIRK – Starfsendurhæfingarsjóðs og fag- aðila í heilbrigðiskerfinu. VIRK er ekki á heilbrigðissviði en vinnur vitaskuld náið með heilbrigðisstéttum þegar heilsa viðkomandi leyfir að hægt sé að fara að huga að endurkomu til vinnu og skipuleggja viðeigandi starfsendurhæfingarúrræði. Mikilvægur liður í þeirri viðleitni er innleiðing starfsgetumats sem grundvöll skilgreininga fagaðila á stöðu og getu einstaklinga m.t.t. heilsu þeirra. 4 virk.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.