Ársrit um starfsendurhæfingu - 2014, Qupperneq 5
5www.virk.is
VIRK
atvinnutengdrar starfsendurhæfingar kom
frá stjórnvöldum. Í úttekt sem Talnakönnun
gerði fyrir VIRK – Starfsendurhæfingarsjóð
kemur einmitt í ljós, þegar samfélagslegur
ábati af vel heppnaðri starfsendurhæfingu
er skoðaður, að um helmingur skilar sér í
minni útgjöldum lífeyrissjóða vegna örorku
(sem eykur getu sjóðanna til greiðslu
eftirlauna), ríflega þriðjungur skilar sér
í betri lífskjörum launafólks og hátt í
fimmtungur í betri afkomu hins opinbera.
Þess vegna hafa aðilar vinnumarkaðar litið
á útgjöld vegna starfsendurhæfingar sem
fjárfestingu. Fyrst þurfum við að leggja fjár-
muni í að byggja upp þau kerfi sem veita
eiga viðeigandi þjónustu og svo munum
við njóta ábatans í formi minni útgjalda til
þessa málaflokks og betri lífskjara þeirra
einstaklinga sem í vandanum lenda.
Í öðru lagi hafa aðilar vinnumarkaðar
litið á verkefnið sem mikilvæga vinnu-
markaðspólitíska aðgerð, því það gengur
ekki lengur að nýliðun vegna örorku
sé hér um bil jöfn og nýliðun á öllum
vinnumarkaðnum. Undanfarin ár hafa um
1.300 manns fengið 75% örorkumat hjá
TR á hverju ári, en nýliðun á vinnumarkaði
m.v. 80% atvinnuþátttöku hefur numið
svipuðum fjölda. Árið 2030 má gera ráð
fyrir að nýliðun á vinnumarkaði nemi
aðeins um 700 manns. Með fámennari
kynslóðum á næstu áratugum er ljóst að
verulegur skortur verður á vinnuafli hér á
landi á allra næstu árum og því megum
við ekki missa allan þennan fjölda úr virkri
þátttöku á vinnumarkaði. Ljóst er að lyfta
verður grettistaki til að sporna við þessu og
í þeim tilgangi var VIRK stofnað.
Réttindi og þjónusta
Það er nauðsynlegt að minna á þá
staðreynd að aðilar vinnumarkaðarins
hér á landi hafa við gerð kjarasamninga
iðulega haft frumkvæði að því að tryggja
einstaklingum á vinnumarkaði mikilvæg
réttindi, auk þess að byggja upp og reka
fjölbreytta þjónustu svo sem á sviði sí-
og endurmenntunar, fullorðinsfræðslu,
sjúkratrygginga og lífeyrisréttinda. Mark-
miðið er að tryggja félagsmönnum mikil-
væg réttindi og nauðsynlega þjónustu og
auka jafnframt samkeppnishæfni íslensks
atvinnulífs, þar sem mikilvægt er að
sérhver einstaklingur fái notið hæfileika
sinna og getu. Því var stofnun VIRK–
Starfsendurhæfingarsjóðs rökrétt fram-
hald af þessari þróun og samvinnu. Það
var ennfremur mikilvægt skref í þá átt að
tryggja snemmbært inngrip til að auðvelda
fólki endurkomu til vinnu og tryggja öllum
starfsmönnum á vinnumarkaði þjónustu
í formi starfsendurhæfingar, ef um er að
ræða skerta vinnugetu vegna veikinda eða
slysa.
Hlutverk og samstarf
Á undanförnum árum hefur náðst gott
samstarf við stjórnvöld og lífeyrissjóðina
um þetta verkefni. Árið 2012 náðist
samkomulag við bæði stjórnvöld og
þingnefnd um setningu laga nr. 60/2012
um atvinnutengda starfsendurhæfingu og
starfsemi starfsendurhæfingarsjóða, og
breytingar á lögum um tryggingargjald.
Þar verður tryggt þriðjungsframlag stjórn-
valda að endanlegri fjármögnun þessa
mikilvæga verkefnis. Vegna erfiðrar
afkomu ríkisins hefur orðið verulegur
dráttur á aðkomu stjórnvalda að þessu
verkefni, sem upphaflega átti að hefjast
árið 2009, en samkomulag er um að
hefjist í ársbyrjun 2015. Að sama skapi
hefur VIRK – Starfsendurhæfingarsjóður
lagt mikla áherslu á að skýra betur mörk
þeirrar þjónustu sem sjóðurinn veitir
gagnvart heilbrigðiskerfinu, virkum vinnu-
markaðsaðgerðum, félagsþjónustu sveitar-
félaganna og forvarnarstarfi Vinnueftir-
Það er von aðila vinnu-
markaðarins að um
þessar tillögur náist breið
samstaða þannig
að við getum ýtt úr vör
algerlega nýrri nálgun á
þessu sviði. Nálgun sem
í raun felur í sér aukna
þátttöku og virkni þeirra
sem lenda í alvarlegum
veikindum og slysum á
þann hátt að sjálfstæði
þeirra á vinnumarkaði
og í samfélaginu verði
betur tryggt.
litsins. Ef við eigum að ná árangri er afar
mikilvægt að allir þessir aðilar séu með-
vitaðir um hlutverk sitt og afmörkun þess.
Endurskoða þarf fyrirkomulag
bótakerfa
Ljóst er að ekki má draga það lengur að
endurskoða fyrirkomulag bótakerfanna
frá grunni ef við ætlum að ná varanlegum
árangri á þessu sviði. Það gengur ekki
að skilgreina rétt þeirra einstaklinga sem
lenda í alvarlegum veikindum og slysum
á þann veg, að réttur til viðunandi bóta sé
skilyrtur því að viðkomandi sé með 75%
orkuskerðingu eða meira og tekjutengja
síðan með öfgakenndum hætti tekjur eða
bætur af atvinnuþátttöku eða greiðslum
frá lífeyrissjóðum. Hvernig á einstaklingur
að geta tekið þátt í starfsendurhæfingu
af einhverri alvöru og endurheimt t.d.
helming af fyrri vinnugetu, ef hann missir
við það 85-90% af bótaréttinum? Það
liggur í augum uppi að viðkomandi gæti
ekki framfleytt sér á hálfum launum og
því er deginum ljósara að þetta kemur
með einum eða öðrum hætti í veg fyrir
árangur í starfsendurhæfingu. Hér þarf
einfaldlega að verða breyting á. Stjórn
VIRK hefur lengi haft þetta til skoðunar og
lét vinna vandaða lögfræðilega greiningu
á núverandi löggjöf, ásamt því að skoða
erlendar fyrirmyndir að því að taka hér
formlega upp annað og breytt fyrirkomulag
bótahugsunar þar sem áhersla yrði lögð á
vinnugetu, í stað læknisfræðilegrar örorku
eins og nú er gert. Lagði stjórn VIRK
greinargerðina fram í nefnd sem vinnur
að endurskoðun almannatrygginganna, í
von um að hún geti nýst í þeirri mikilvægu
vinnu. Í tillögunum er m.a. gert ráð fyrir
að tekið verði upp með formlegum hætti
starfsgetumat í stað læknisfræðilegs
örorkumats og að viðurkenndur verði réttur
til hálfra örorkubóta ef vinnugeta er talin
50%. Það er von aðila vinnumarkaðarins
að um þessar tillögur náist breið samstaða
þannig að við getum ýtt úr vör algerlega
nýrri nálgun á þessu sviði. Nálgun sem í
raun felur í sér aukna þátttöku og virkni
þeirra sem lenda í alvarlegum veikindum
og slysum á þann hátt að sjálfstæði þeirra
á vinnumarkaði og í samfélaginu verði
betur tryggt.