Ársrit um starfsendurhæfingu - 2014, Qupperneq 9

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2014, Qupperneq 9
9www.virk.is VIRK úrræðaaðilum í starfsendurhæfingu á árinu 2013. Eins og sjá má vega sérhæfð starfsendurhæfingarúrræði þyngst, enda eru það yfirleitt mjög umfangsmikil þjónustuúrræði sem taka þverfaglega á öllum þeim þáttum sem vinna þarf með í flóknum aðstæðum einstaklinga. Mynd 4 sýnir fjölda sendra beiðna um þjónustu til mismunandi úrræðaaðila á árunum 2011–2013. Á bak við hverja beiðni er hins vegar mismikil þjónusta, eða allt frá örfáum tímum hjá t.d. sálfræðingi yfir í beiðni um þverfaglega starfsendurhæfingarþjónustu til nokkurra mánaða. Myndin lýsir því ekki umfangi þjónustunnar hjá þessum aðilum, heldur gefur til kynna aukningu úrræðabeiðna á milli ára undanfarin 3 ár. Samstarf við ýmsa fagaðila innan velferðarkerfisins Hjá VIRK er mikil áhersla lögð á að byggja upp gott samstarf við fagaðila innan velferðarkerfisins. Þetta á jafnt við um heilbrigðisstofnanir, endurhæfingarstofn- anir, félagsþjónustu sveitarfélaga, Vinnu- málastofnun, Tryggingastofnun, STARF og fleiri aðila. Mikið samstarf á sér stað við heimilis- lækna og heilsugæslustöðvar um allt land varðandi uppbyggingu á starfsendurhæfingaráætlunum fyrir ein- staklinga. Reglulegir fundir fara fram á mörgum heilsugæslustöðvum þar sem sérfræðingar frá VIRK fara yfir mál með heimilislæknum og eftir aðstæðum, öðrum fagaðilum innan heilsugæslunnar. Einnig er unnið að því að efla samstarf við ýmsar endurhæfingarstofnanir. Samstarf VIRK við geðdeildir Landspítala – háskólasjúkrahúss hefur verið í mikilli uppbyggingu og í dag er ráðgjafi frá VIRK með fastan tíma á Hvítabandinu í hverri viku. Auk þess eru reglulega haldnir samráðsfundir fagaðila VIRK og geðdeilda LSH með það að markmiði að samþætta geðheilbrigðisþjónustu og atvinnutengda starfsendurhæfingu þegar einstaklingar þurfa á því að halda. VIRK hefur auk þess unnið að uppbyggingu á sérstöku starfsendurhæfingarúrræði fyrir unga einstaklinga með geðrofssjúkdóma á byrjunarstigi í samvinnu við geðdeild LSH að Laugarásvegi 71. Umfjöllun um þetta verkefni er að finna í grein Sveinu Berglindar Jónsdóttur, deildarstjóra hjá VIRK, á bls. 30 í þessu ársriti. Samstarf milli VIRK og félagsþjónustu sveitarfélaga er smám saman að aukast og fagaðilar innan félagsþjónustunnar vísa einstaklingum í auknum mæli í þjónustu á vegum VIRK þegar það á við. Einnig er verið að byggja upp markvissara samstarf við STARF – vinnumiðlun og ráðgjöf og Vinnumálastofnun, þar sem markmiðið er að skýra verkaskiptingu aðila og samþætta þjónustuna betur til að mæta mismunandi þjónustuþörfum einstaklinga. Aukið samstarf við lífeyrissjóði Með lögum nr. 60/2012 hófu lífeyrissjóðir að greiða iðgjald til VIRK frá og með 1. október 2012. Á árinu 2013 átti sér stað uppbygging á markvissu samstarfi við lífeyrissjóði um allt land. Stofnaður var vinnuhópur sem lagði drög að sameiginlegum vinnuferlum þar sem markmiðið er að lífeyrissjóðir beini einstaklingum sem sækja um örorkulífeyri eða eru á örorkulífeyri í auknum mæli í starfsendurhæfingu hjá VIRK. Á síðasta ári vísuðu trúnaðarlæknar lífeyrissjóðanna um 230 einstaklingum til VIRK og tilvísunum frá þeim fjölgar nú stöðugt. Á sama tíma er unnið að því að slípa til og aðlaga ýmsa vinnuferla að þessu verkefni. Sá trúnaðarlæknir sem vinnur fyrir flesta lífeyrissjóði landsins hefur auk þess tekið þátt í þróunarstarfi innan VIRK varðandi uppbyggingu á starfsgetumati. Fjöldi einstaklinga í þjónustu Frá því að VIRK hóf að veita þjónustu haustið 2009 og fram til 1. febrúar 2014 hafa um 5.900 einstaklingar leitað til VIRK, þar af eru um 65% konur og 35% karlar. Í töflu 1 má sjá yfirlit yfir heildarfjölda þátttakenda frá upphafi og á mynd 5 eru upplýsingar um fjölda nýrra þátttakenda á hverju ári frá 2010–2013. Mikil fjölgun nýrra þátttakenda varð á árinu 2013 samanborið við árið 2012. Hana má Mynd 4 Þróun í fjölda úrræðabeiðna milli ára Sá lfræ ðiþ jón us ta Sjú kra þjá lfu n Sé rhæ fð sta rfs en du rhæ fin g Ná m og ná ms kei ð Lík am sræ kt me ð stu ðn ing i fa ga ðila Ön nu r ú rræ ði 2011 2012 2013 935 1226 2166 2403 1414 949 145 564 738 735 825 850 1423 927 784 461 488 801 0 500 1000 1500 2000 2500 Heildarfjöldi sem hefur leitað til VIRK frá upphafi 5.907 Fjöldi í þjónustu 1.858 Fjöldi sem hefur lokið þjónustu (útskrifast) 2.826 Fjöldi sem hefur hætt þjónustu 1.221 Tafla 1 Fjöldi einstaklinga m.v. 1. febrúar 2014
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.