Ársrit um starfsendurhæfingu - 2014, Side 11
11www.virk.is
VIRK
sífellt fleiri einstaklingum sem sækja um
örorkulífeyri hjá lífeyrissjóðum er beint í
þjónustu VIRK. Til viðbótar við þetta vísa
mjög margir læknar skjólstæðingum sínum
til VIRK og atvinnurekendur, stéttarfélög
og stofnanir innan hins opinbera
velferðarkerfis benda einstaklingum sem
glíma við heilsubrest og skerta starfsgetu á
þá möguleika sem felast í þjónustunni.
Til VIRK leitar því fjölbreyttur hópur
einstaklinga á öllum aldri með mismunandi
menntun og úr ólíkum starfsgreinum.
Aðstæður allra þessara einstaklinga eru
misjafnar og krefjast þess að útbúin sé
starfsendurhæfingaráætlun sem sniðin er
að þörfum hvers og eins.
Mynd 6 sýnir upplýsingar um aldur og kyn
einstaklinga sem leituðu til VIRK á árinu
2013.
Mynd 7 sýnir þróun varðandi framfærslu-
stöðu einstaklinga sem komu í þjónustu
til VIRK á árunum 2011–2013. Eins og
sjá má hefur talsverð breyting átt sér stað
á þessum tíma, sem helst í hendur við
þær breytingar sem hafa orðið á hlutverki
VIRK, m.a. með lögum nr. 60/2012.
Eins má gera ráð fyrir að afleiðingar
kreppunnar hafi hér talsverð áhrif, þar
sem hlutfallslega fleiri þeirra einstaklinga
sem koma nú til VIRK fá fjárhagsaðstoð,
atvinnuleysisbætur, örorkulífeyri eða eru
tekjulausir. Fjöldi einstaklinga með laun í
veikindum á vinnumarkaði helst svipaður
milli áranna 2012 og 2013 og fjöldi þeirra
sem þiggja dagpeninga frá sjúkrasjóðum
stéttarfélaga eykst aðeins milli ára.
„Til VIRK leitar fjölbreyttur
hópur einstaklinga á öllum
aldri með mismunandi
menntun og úr ólíkum
starfsgreinum.“
Myndir 8 og 9 sýna hlutfallslega skiptingu
allra einstaklinga sem hafa leitað til VIRK
eftir starfsgreinum og menntunarstigi.
Aðstæður og líðan einstak-
linga í þjónustu
Einstaklingar sem koma í þjónustu til VIRK
hafa skerta starfsgetu vegna heilsubrests af
ýmsum toga. Mjög margir glíma auk þess
við margþættan vanda, þ.e. heilsubrest
sem og erfiðleika af félagslegum og/eða
fjárhagslegum toga. Staðan er því oft flókin
Mynd 7
Framfærslustaða einstaklinga í upphafi þjónustu
Hjá einstaklingum sem leituðu til ráðgjafa VIRK á árunum 2011-2013
La
un
í v
eik
ind
um
Sjú
kra
sjó
ðu
r
Atv
inn
ule
ysi
sb
æt
ur
En
du
rhæ
fin
ga
rlíf
eyr
ir
Öro
rku
lífe
yrir
Fjá
rha
gs
að
sto
ð
En
ga
r te
kju
r
An
na
ð
289 304
341
106
131
186
122
181
120
97100
208
168 190
288
38 31
49
Fjöldi nýrra einstaklinga árið 2011 Fjöldi nýrra einstaklinga árið 2012 Fjöldi nýrra einstaklinga árið 2013
89
58
89
395
302 298
400
350
300
250
200
150
100
50
0
Fjöldi
Mynd 8
Starfsgreinar
Einstaklingar sem hafa leitað til VIRK – hlutfallsleg skipting eftir starfsgreinum
Ósérhæft starfsfólk
Skrifstofustörf
Véla- og vélgæslufólk
Annað
Bændur og fiskimenn
Stjórnendur eða
embættismenn
Þjónustu-, umönnunar-
og sölustörf
Sérfræðistörf
Tæknar og sérmenntað
starfsfólk
Iðnaðarmenn
29%
22%
9%
12%
8%
6%
3%
3%
2%
6%