Ársrit um starfsendurhæfingu - 2014, Qupperneq 25

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2014, Qupperneq 25
25www.virk.is VIÐTAL fastan símafund í viku með sérfræðingi VIRK, en nú getum við sem sagt fengið daglegan stuðning ef þörf er á. Mér finnst nálægðin við fólkið sem verið er að aðstoða og starfið með því mjög gefandi. Það eru í raun forréttindi að fá að kynnast þessu fólki. Þetta er aðalatriði hjá mér, sem og sú fjölbreytni og stöðuga þróun sem á sér stað í starfsemi VIRK.“ Hvaða hindranir rekur þú þig helst á í starfi þínu? „Þetta er lítið samfélag hér fyrir vestan og fámennur vinnumarkaður. Fjölbreytni er því ekki mikil og stundum er erfitt fyrir fólk með skerta starfsgetu að finna sér nýjan starfsvettvang. Þess vegna er ráðningarsamband mjög dýrmætt fyrir einstaklinginn. Gott orðspor á vinnumark- aði skiptir hér miklu máli.“ Ný úrræði búin til Hvernig er samstarf við vinnuveitendur? „Vinnuveitendur hafa tekið mér og mín- um samstarfsaðilum í starfsendurhæfingu mjög vel. Þeir eru oft tilbúnir að hliðra til og aðstoða sitt starfsfólk svo það geti snúið aftur til fyrri starfa.“ En ef það er ekki hægt? „Ég svo heppin að hér er til staðar Starfsendurhæfing Vestfjarða, sem hefur meðal annars komið rækilega til móts við VIRK og þróað atvinnulínu sem gengur út á að leita að starfsúrræðum á vinnumarkaði fyrir þá einstaklinga sem ekki geta snúið aftur í sitt fyrra starf og þurfa að fá að reyna eitthvað nýtt. Þeir hafa þá tækifæri til að prófa starfsgetu sína í öðru starfi, sem oft er léttara en hið fyrra. Þetta leiðir gjarnan til þess að viðkomandi er ráðinn í nýja starfið. Í raun hefur Starfsendurhæfing Vestfjarða þróað ýmis úrræði sem hafa stutt við starfsemi VIRK.“ Hvað er það helst sem veldur því að fólk á þínu svæði hverfur frá vinnu? „Ég vinn með fólki frá átján ára aldri og fram yfir sextugt. Margt getur amað að, bæði líkamlegir og andlegir kvillar. Það er mjög einstaklingsbundið hvað hver og einn glímir við. Stundum missir fólk vinnu vegna stoðkerfisvanda, sem leiðir svo til andlegrar vanlíðunar. Oft á tíðum þarf því margskonar úrræði. Sníða þarf áætlun hvers og eins í samræmi við þann vanda sem viðkomandi glímir við. Ef inn kemur hópur fólks sem á í svipuðum vanda, þá reynum við að búa til ný úrræði. Í haust hefur borið mikið á verkjavanda hjá þeim sem til okkar hafa leitað. Sjúkraþjálfarar hjá Sjúkraþjálfun Vestfjarða tóku sig saman og settu upp þriggja vikna „verkjaskóla“ til að koma til móts við þarfir þessa fólks. Sá verkjaskóli er nú að taka til starfa og verður þá hægt að grípa til þess úrræðis áfram ef þörf krefur.“ Þú nefndir að vinnuveitendur væru flestir samvinnufúsir — hvað með aðra sem þú átt samstarf við vegna þjónustunnar? „Vestfirðingar standa saman og hér vilja allir leggja sitt af mörkum ef þörf er á aðstoð. Hvað snertir úrræðaaðila sem ég leita eftir samstarfi við, má segja að mér sé jafnan tekið opnum örmum. Sama hvort það eru sjúkraþjálfarar, sálfræðingar, forstöðumenn líkamsræktarstöðva eða aðrir starfsendurhæfingaraðilar.“ Finnur leiðir Hvernig bregstu við hindrunum? Hvað ef á svæðinu eru ekki til staðar þau úrræði sem einhver notandi þjónustu VIRK þarf á að halda? „Þá finn ég leiðir fyrir viðkomandi einstakling. Séu til dæmis langir biðlistar hjá sérfræðingum fjölga ég mínum viðtölum svo einstaklingurinn fái stuðning. Ef fólk býr langt í burtu frá úrræðum er reynt að nýta þær ferðir sem gefast, til dæmis til höfuðborgarsvæðisins. Einnig hefur framboð á netúrræðum aukist, svo sem svefnráðgjöf og stuðningur við líkamsrækt. Netfræðsla í hugrænni atferlismeðferð sem Reykjalundur hefur þróað stendur meðal annars til boða. Ég nýti allskonar netúrræði, svo sem fjarnám. Einnig má nefna fjármálafræðslu. Hún fer þannig fram að fjármálaráðgjafi hringir í viðkomandi einstakling sem í framhaldinu sendir pappíra og fær svo ráðgjöf í síma. Það er svo margt til í dag sem ekki var áður til staðar.“ Hvaða menntun hefur þú? „Ég er menntaður sjúkraþjálfari frá Suður- Þýskalandi og einnig er ég nuddfræðingur. Ég hef og ágæta reynslu á sviði íþrótta, kenndi til dæmis á skíði.“ Hefur þessi reynsla nýst þér vel í starfi? „Að mínu mati, já. Ég þekki eðlilega vel til starfa sjúkraþjálfara. Vegna reynslu minnar á því sviði skil ég hin ýmsu vandkvæði sem fólk á við að stríða, sem eru sem betur fer oftast tímabundin. Ég hef mikinn áhuga á sjálfshjálp og heilbrigðu líferni, svo og mismunandi leiðum sem hægt er að fara í þeim efnum. Engir tveir einstaklingar eru eins og mismunandi leiðir henta fólki. Mikilvægt er að hver og einn velji sjálfur sína leið og stuðli að eigin heilbrigði. Ég nýti þessa hugsun mikið í starfi mínu og auðvitað í einkalífinu líka.“ Ertu Ísfirðingur að ætt og uppruna? „Já. Ég fæddist hér 1974, ólst hér upp og lauk menntaskólanámi. Eftir nám í Þýskalandi flutti ég hingað aftur árið 2001 og hef verið búsett hér síðan. Hér eru aðstæður góðar að sumu leyti, en hindranir geta skapast vegna nálægðar í samfélaginu. Ég hitti kannski fólkið sem er hjá mér í þjónustu hjá VIRK við ýmsar kringumstæður, svo sem úti í búð eða á mannamótum. Þannig aðstæður eru síður fyrir hendi á fjölmennum stöðum. En á móti kemur að ég þekki umhverfi og innviði samfélagsins sem við búum hér í og hef ágætis tengingar við atvinnurekendur og úrræði á svæðinu.“ Þú telur það sem sagt kost fyrir ráðgjafa á fámennum stöðum að vera „innfæddir“? „Já, ég tel að svo sé. Hér þekkja mig margir og vita hvað ég stend fyrir, hvaða manneskju ég hef að geyma. Vegna nálægðarinnar í samfélaginu get ég verið áfram til staðar sem samfélagsþegn, ef fólk vill, þegar ráðgjöfinni hjá VIRK lýkur. Ég brosi og býð góðan daginn. Ef fólk vill tala meira við mig getur það gert það. Ef maður verður þess hinsvegar áskynja að einhverjum finnist nálægðin óþægileg, þá lætur maður bara sem ekkert sé,“ segir Fanney Pálsdóttir, ráðgjafi hjá VIRK. Texti: Guðrún Guðlaugsdóttir
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.