Ársrit um starfsendurhæfingu - 2014, Qupperneq 26
26 www.virk.is
UPPLÝSINGAR
V
IÐ
TA
L
Ég var lögð inn á Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri í janúar 2010 og
hluti af endurhæfingunni fólst í því að mér var komið í samband við VIRK,“
segir Steinunn Þórisdóttir kennari og deildarstjóri á
leikskólanum Krílakoti, Dalvík.
„Ég var í þrjár vikur inniliggjandi á
Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri
og töluverðan tíma á eftir var ég þar
göngudeildarsjúklingur. Hjá FSA hófst
endurhæfing mín.“
„Ég hafði átt við mikla erfiðleika að stríða áður en
ég lagðist inn, verið undir gríðarlegu álagi og átt í
miklum fjárhagserfiðleikum. Við það að leggjast
inn á sjúkrahús má segja að ég hafi „hrunið“,
ef þannig er hægt að taka til orða. Ég fékk aldrei
neina aðra greiningu en að ég væri haldin miklum
kvíða, þunglyndi og áfallastreitu. Þetta þrennt var
síðan unnið með. Fyrst um sinn komu sálfræðingur,
iðjuþjálfi og félagsráðgjafi á sjúkrahúsinu að
endurhæfingunni, ásamt starfsfólki deildarinnar.
Fyrstu vikurnar snerist endurhæfingin um að halda
út venjulegan dag heima, borða og gera einföldustu
hluti, svo sem að elda mat og sinna fjölskyldulífi.
Einnig þurfti að koma reglu á svefninn. Ég hafði ekki
getað sofið sem neinu nam um margra mánaða
skeið. Ég þurfti því að læra upp á nýtt að ná að
hvílast.
Um svipað leyti og ég hóf samtalsmeðferð hjá
sálfræðingi undir eftirliti geðlæknis kom VIRK að
mínum málum. Þetta var líklega undir vorið 2010.
Félagsráðgjafinn og iðjuþjálfinn á sjúkrahúsinu
sáu um að koma mér í samband við VIRK. Eftir að
þau tengsl voru komin á var endurhæfingunni að
mestu stýrt af VIRK og af sálfræðingnum á vegum
FSA en ég var, sem fyrr greinir, þá þegar komin í
samband við hann.“
„Veikindin voru mér lexía“
„Í upphafi beindist starfsendurhæfingin hjá VIRK
að mestu að því að byggja mig upp svo ég kæmist
aftur inn á vinnumarkaðinn í nokkrum skrefum.
Ég sótti nokkur sjálfsstyrkingarnámskeið sem
gerðu mér gríðarlega gott. Þar var tekið á kvíða
og félagsfælni, en mjög mikilvægt er fyrir fólk sem
glímir við hvers kyns veikindi, andleg sem líkamleg,
að komast í hóp annarra sem standa í svipuðum
sporum. Bæði til að fá félagslegan stuðning og ekki
síður til að átta sig á að maður er ekki einn í vanda
staddur eða á nokkurn hátt minni manneskja
en aðrir. Allir geta veikst eða gengið í gegnum
„VIRK stóð vörð um
starfsréttindi“
Steinunn Þórisdóttir leikskólakennari