Ársrit um starfsendurhæfingu - 2014, Page 28

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2014, Page 28
28 www.virk.is UPPLÝSINGAR V IÐ TA L „Fyrir um átta árum var ég orðinn það sem stund- um er kallað vinnufíkill, ég vildi gera svo mikið í einu,“ segir Guðmundur Óskarsson múrari, sem verið hefur í samstarfi við VIRK. „Ég gat eiginlega aldrei sagt nei og vann að segja má yfir mig. Ég gat aldrei gleymt vinnunni, heldur ekki heima hjá mér. Ég tók hana með mér heim. Þetta ástand fór síversnandi frá árinu 2003, allt þar til ég fór í samstarf við VIRK.“ „Ég átti hugmyndina að samstarfinu við VIRK eiginlega sjálfur. Ég var að vafra á netinu til að leita mér aðstoðar, sá þá heimasíðu VIRK og ákvað að leita þangað,“ segir Guðmundur Óskarsson aðspurður um aðdraganda þess að hann fór í samstarf við VIRK. „Hjá VIRK var tekið vel á móti mér. Ég er múrari; FIT, Félag iðn- og tæknigreina er mitt stéttarfélag og ráðgjafi þess félags hjá VIRK tók mig í viðtal. Ég vissi eftir það að mál mín voru komin í vissan farveg.“ Hvernig varstu þá á þig kominn? „Frá árinu 2007 má segja að ég hafi verið í mjög djúpu þunglyndi. Heimur minn hrundi endanlega þegar bankahrunið varð. Ég var þá að byggja eigið hús og rak á sama tíma fyrirtæki á Selfossi, þar sem ég bý. Ég hafði í undirmeðvitundinni komist á þá skoðun, að á þessum svokölluðu uppgangstímum væri rétti tíminn fyrir mig og mína fjölskyldu að koma undir okkur fótunum og efnast. Ég vann að þessu markmiði af öllum kröftum. En svo kom hrunið. Það hitti okkur fjöl- skylduna illa fyrir. Ég var með verkefni bæði í heimabyggð og í Reykjavík og var á sama tíma að reisa íbúðarhús mitt, en það gerði ég í gegnum fyrirtæki mitt hér á Selfossi. Þessi mikla vinna og streita hafði þá haft slæm áhrif á hjónaband mitt og fjölskyldulífið. Ég var þá giftur og á með fyrrverandi konu minni fjögur yndisleg börn. Konan er kjarnakona og hafði verið mín stoð og stytta, þangað til flosna tók Sjálfstraustið var í molum Guðmundur Óskarsson múrari

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.