Ársrit um starfsendurhæfingu - 2014, Page 30

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2014, Page 30
30 www.virk.is V IR K Framgangur verkefnisins Í upphafi samstarfsins var stofnaður vinnuhópur sem skipaður var fulltrúum frá LSH á Laugarásvegi og VIRK. Þessir fulltrúar kynntu sér IPS-aðferðina vel og leituðu leiða til þess að aðlaga hana að verklagi VIRK og þeirri starfsemi sem fram fer á Laugarásvegi. Samhliða þessu voru handbók og verklag fyrir þá sem vinna eftir IPS þýdd. Ráðgjafar á vegum VIRK unnu svokallað grunnmat með fimm einstaklingum sem voru í þjónustu á Laugarásvegi þar sem styrkleikar þeirra voru kortlagðir og möguleikar á vinnumarkaði skoðaðir út frá áhugasviði viðkomandi. Ráðgjafarnir voru í samstarfi við fagfólkið á Laugarásvegi og allir þessir aðilar höfðu augun opin fyrir störfum sem gætu hentað viðkomandi einstaklingum þegar að því kæmi. Þetta verklag skilaði tveimur einstaklingum störfum á almennum vinnumarkaði. Í febrúar 2013 fóru tveir aðilar úr vinnuhópnum til Kaupmannahafnar og kynntu sér hvernig IPS- aðferðin hafði verið innleidd þar. Í þeirri kynnisferð fékkst mun betri þekking á framkvæmd aðferðarinn- ar og þá sérstaklega varðandi notkun tryggðar- IPS er gagnreynd aðferð sem gefið hefur góðan árangur í starfsendurhæfingu einstaklinga með þungar geðraskanir. Grundvallaratriði IPS eru eftirfarandi; allir sem vilja vinna fá til þess aðstoð, atvinnutengdur stuðningur er samtvinnaður geðheilbrigðisþjónustu, stefnt er að samkeppnishæfri vinnu, samhliða stuðningnum fá einstaklingar fræðslu varðandi framfærslu og laun, atvinnuleit er hraðvirk, stuðningi er fylgt eftir, borin er virðing fyrir vilja og vali einstaklingsins og atvinnuráðgjafinn byggir upp samband og góða samvinnu við einstaklinginn. Samanburður á 16 rannsóknum á IPS-aðferðinni frá ólíkum löndum sýndi að fyrir einstaklinga með þungar geðraskanir leiddi IPS til mun betri árangurs en hefðbundin úrræði í starfsendurhæfingu. Sá munur var umtalsverður en 61% þeirra sem fengu IPS-þjónustu fóru í samkeppnishæft starf á móti 23% þeirra sem fengu hefðbundna starfsendurhæfingarþjónustu (Centre for Mental Health, 2012). Fjallað var um IPS-aðferðina í grein í ársriti VIRK 2013 og þar er hægt að nálgast nánari upplýsingar um hana (Sveina B. Jónsdóttir, 2013). Sveina Berglind Jónsdóttir deildarstjóri matsdeildar VIRK VIRK og endurhæfingardeild geðsviðs Landspítala háskólasjúkrahúss (LSH) á Laugarásvegi hófu samstarf varðandi innleiðingu á aðferð sem kölluð er IPS (e. individual placement and support) síðla árs 2012. Endurhæfingardeild LSH á Laugarásvegi þjónustar ungt fólk með geðrofssjúkdóma, þ.e. sjúkdóma þar sem geðrof er meðal einkenna. Dæmi um slíka sjúkdóma eru geðklofi, geðhvörf og þunglyndi með geðrofseinkennum. Áhugi, vilji og stuðningur skipta máli Samstarfsverkefni VIRK og Endurhæfingar LSH á Laugarásvegi

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.