Ársrit um starfsendurhæfingu - 2014, Blaðsíða 35

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2014, Blaðsíða 35
35www.virk.is VIÐTAL „Mér var vel tekið og ég fékk góðar leiðbein- ingar þegar ég hóf störf hjá Prentmeti fyrir einu og hálfu ári síðan,“ segir Steinþór Jóhannsson, sem fyrir nokkru síðan fékk fastráðningu hjá Prentmeti eftir að hafa verið á vinnustaða- samningi.“ Góð reynsla af vinnustaðasamningi Steinþór B. Jóhannsson starfsmaður hjá Prentmet „Ég datt út af vinnumarkaði þegar ég hætti hjá Norðuráli vegna veikinda. Ég hafði unnið mikið hjá Norðuráli og varð með tímanum það kvíðinn að ég átti bágt með að sinna mínu starfi. Í framhaldi af þessum veikindum leitaði ég til VIRK, en læknirinn minn hafði bent mér á að reyna að fá þar aðstoð. Niðurstaðan varð að ég fór í samstarf við VIRK og ýmislegt gott kom út úr því. Ég fór til dæmis í áhugasviðsgreiningu, meðferð hjá sálfræðingi og sjúkraþjálfun. Einnig naut ég aðstoðar iðjuþjálfa og fleiri fagaðila meðan ég var að ná mér á strik. Fyrsti ráðgjafinn reyndist mér sérstaklega vel.“ Hvaða markmið settir þú þér í upphafi? „Markmiðið var alltaf að komast í vinnu aftur. Á vegum VIRK fór ég til Sinnum, sem höfðu milligöngu um að finna fyrir mig starf eftir að ég hafði verið í endurhæfingu hjá þeim. Ég hafði aldrei komið nálægt prentiðnaðarstörfum þegar ég komst á vinnustaðasamning hjá Prentmeti. Það tók sinn tíma að komast inn í starfið, en ég fékk góða aðstoð og leiðbeiningar. Mér var frá upphafi vel tekið af samstarfsfólki og yfirmönnum.“ Sóttir þú um fastráðningu? „Ég sótti ekki beint um hana, hún kom bara í beinu framhaldi af störfum mínum hjá fyrirtækinu. Hólmfríður Edvardsdóttir, deildarstjórinn minn, beitti sér í því máli mér til hagsbóta. Mér líkar mjög vel að starfa hjá Prentmeti og set ekki fyrir mig að sækja vinnu frá Akranesi til Reykjavíkur. Ég er þakklátur fyrir að fá tækifæri til að komast þarna í vinnu og hef góða reynslu af fyrirtækinu og starfsfólkinu þar.“ Texti: Guðrún Guðlaugsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.