Ársrit um starfsendurhæfingu - 2014, Blaðsíða 43

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2014, Blaðsíða 43
43www.virk.is PALLBORÐSUMRÆÐUR Sérfræðingar í samstarfi við VIRK: Geirlaug, Magnús, Elín Ebba, Salóme og Júlíus. leysi hér á landi og þá var þörfin fyrir starfsendurhæfingu minni en nú. Þá þótti eðlilegt að jafnvel gjörfatlaðir einstaklingar kæmust í vinnu ef þeir kusu svo. Nú er öldin önnur, við höfum upplifað atvinnu- leysi á síðustu árum og það er verulegur þröskuldur fyrir þá sem minna mega sín, eru veikir eða fatlaðir. Hinn þátturinn, sem skiptir verulegu máli, er menntunarstig þess einstaklings sem verður fyrir færniskerðingu. Þetta er gríðarlega stór þáttur þegar kemur að starfsendurhæfingu og þekkt innan læknisfræðinnar að hann er einn sá afdrifaríkasti þegar kemur að því að spá fyrir um horfur einstaklingsins eftir endurhæfingu. Góð starfsendurhæfing þarf að setja þetta atriði í brennidepil, ekki síst í þjóðfélagi þar sem ríkir atvinnuleysi eins og er tilfellið hér. Geirlaug: Ég get tekið undir margt af því sem hér hefur verið sagt. Við verðum líka að horfa á þann litla mun sem er á bótum einstaklinga með litla menntun sem eiga kost á láglaunastörfum og þeirra sem eru að fara út á vinnumarkaðinn. Fólk fær jafnvel meira í aðra hönd innan bótakerfisins en á vinnumarkaði. Ég lít á það sem hindrun að einstaklingur- inn veit oft ekki hvernig hann á að komast inn í kerfið. Þá erum við ekki bara að horfa á læknisfræðilegan vanda heldur líka félagslegan. Þetta er svokallaður kynslóðaarfur. Við erum að sjá einstaklinga af annarri og þriðju kynslóð sem geta í raun ekki spjarað sig í hinu daglega lífi. Til að tryggja að þetta fólk fái þjónustu höfum við „heilbrigðisvætt“ vandamálið, en þar erum við á villigötum. Við þurfum kerfi þar sem tekið er á vanda einstaklingsins, hvort sem vandinn er af læknisfræðilegum, sálrænum eða félagslegum toga. Þetta er auðvitað flókið, en við horfum upp á ungt fólk detta út úr skólakerfinu og eiga engan rétt neins staðar. Hver grípur þessa einstaklinga? Þeir verða samfélaginu dýr- ari með árunum og leita á endanum inn í heilbrigðiskerfið, með skerta færni til að komast af. Elín Ebba: Ég hef kynnst sjónarhorni þeirra sem eiga við geðræn vandamál að stríða og tala út frá því. Hluti vandans er það kerfi sem við höfum byggt upp og ég lít svo á að við þurfum að byggja það upp á nýjan hátt. Þó einstaklingur sé ekki í vinnu eða skóla er ekki þar með sagt að leita eigi til heimilislæknis. Ekki er endilega við læknisfræðilegt vandamál að etja, en viðkomandi gerir það að læknisfræðilegu vandamáli til að fá úrlausn sinna mála. Greining og íhlutun hagnast ekki alltaf fólkinu sem við vinnum með, því að um leið ráðumst við á sjálfsmynd fólks með því að segja að eitthvað sé að því. Við verðum að hugsa þetta á annan hátt, og læknar eiga að fagna öðrum stéttum inn í t.d. heilsugæsluna svo við getum hjálpað hvert öðru, skipt með okkur verkum og aukið líkurnar á því að fá skjólstæðinginn með okkur í lið. Sumir hafa unnið sér inn rétt til atvinnu- leysisbóta, en mín skoðun er að þegar fólk fær greitt úr sameiginlegum sjóðum eigi það að gera eitthvað í staðinn. Sem betur fer er verið að gera eitthvað í þessum efnum, en með því að greiða ungu fólki bætur fyrir að gera ekki neitt erum við að búa til framtíðaröryrkja. Rannsóknir hafa sýnt að mesti hvatinn til að snúa aftur á vinnumarkað er fjárhagslegur. Þann hvata er ekki að finna í lögum og reglugerðum og fólki er jafnvel refsað fyrir að snúa aftur á vinnumarkað, einkum þeim sem hafa unnið sér inn töluverð lífeyrisréttindi. Fólk missir krónu á
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.