Ársrit um starfsendurhæfingu - 2014, Page 47

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2014, Page 47
47www.virk.is PALLBORÐSUMRÆÐUR stað um fyrirtæki sem taka þátt í svona, þá vilja allir vera með. Júlíus: Ég held að einnig þurfi fjárhags- legan hvata fyrir fyrirtæki til að taka þátt í þessu. Eitt sem ég vildi koma á framfæri er að mér finnst VIRK mega kynna sig betur út á við. Ég rekst á fullt af fólki sem hefur aldrei heyrt talað um VIRK. Það mætti vera eins konar jákvæður áróður í gangi, þar sem kynnt væri starfsemi og markmið VIRK og upplýsingar veittar um þá þekkingu sem sjóðurinn býr yfir. Eins og er, vantar upp á að almenningur þekki VIRK nógu vel. Geirlaug: Það þarf hvata og umbun til fyrirtækja til að vinna þessa vinnu. Ég var deildarstjóri yfir málefnum fatlaðra á Húsavík í þrjú ár og þar komum við nánast öllum þeim fötluðu einstaklingum sem vildu vinna, í vinnu. Leiðin sem við fórum var sú að veita þeim fyrirtækjum viðurkenningu sem höfðu tekið fatlaðan einstakling í vinnu. Þetta olli blaðaumfjöllun um viðkomandi fyrirtæki og varð til þess að oftar en ekki komu atvinnurekendur til okkar eftir fundinn og sögðu, „Ég ætla að vera með næst,“„Ég ætla að fá viðurkenningu næst,“ „Hvern get ég tekið í vinnu?“ Þannig að ég held að við þurfum að skapa umræður. Magnús: Ég er líka sammála því að meiri hvatningu þarf til fyrirtækja. Mig langar að leggja aftur áherslu á það sem ég sagði í upphafi, að hvað samfélagið varðar er það skólakerfið sem við þurfum að bæta hér á Íslandi. Það hefur veruleg áhrif á menntunarstöðu þjóðarinnar og um leið á færni fólks og getu til að starfa á vinnumarkaðnum. Texti: Arndís Þorgeirsdóttir „Svo fer maður að skoða fjölskyldusöguna og þá kemur í ljós brotið bakland; foreldrarnir í sömu stöðu og kannski amma og afi líka. Þetta er kynslóða- arfurinn.“ lega í flestum tilfellum um heilbrigðisvanda að ræða, við getum ekki horft fram hjá því. Heilbrigðiskerfið er mjög illa statt eftir niðurskurð undanfarinna ára. Níutíu og níu prósent þeirra sem sækja um örorku til Tryggingastofnunar og lífeyrissjóðanna eru veikir eða slasaðir og þurfa á slíku úrræði að halda. Við höfum skjólstæðinga með heilbrigðisvandamál og þurfum lækna til að greina vanda þeirra, fylgja fólki eftir og veita því stuðning. Það þarf að endurreisa heilbrigðiskerfið, sem er í molum og ekki í stakk búið til að taka við þessu fólki. Ástand heilbrigðiskerfisins er mesta vandamál sem íslenskt þjóðfélag glímir við í dag. Rétt inngrip á réttum tíma Samkvæmt niðurstöðum rannsókna er snemmbær íhlutun lang árangursríkust. Gott samstarf við heilsugæsluna og vinnu- markaðinn er mikilvægt fyrir árangursríka starfsendurhæfingu. Grípa þarf fólk snemma í ferlinu. VIRK miðar við að fólk hefji starfsendurhæfingu fjórum til sex vikum eftir að það fer af vinnumarkaði vegna veikinda ef það hefur þörf fyrir stuðning til að komast aftur í vinnu. Þessi aðferð hefur verið talin líkleg til árangurs. Hins vegar getur of mikið inngrip of snemma haft neikvæð áhrif. Magnús: Áhrif hrunsins eru fyrst nú að koma fram hvað varðar fjöldatölur í örorku, það er alveg klárt mál. Hvað varðar snemmbær inngrip og það hvenær VIRK kemur inn í ferlið, þá eru ráðgjafarnir að mínu viti algjörir lykilstarfsmenn hérna hjá VIRK. Þeir þurfa að vera vel menntaðir og vel inni í endurhæfingarúrræðum og líka að þekkja vel til vinnumarkaðarins. Ef þetta á að virka í báðar áttir, eins og ég tel að það eigi að gera, þá eru þetta algjörar lykilpersónur. Elín Ebba: Endurhæfingarstarfsfólk og heilbrigðisstarfsfólk þarf að vinna betur saman. Stöðugt samtal þarf að vera á milli fagaðila. Magnús: Við höfum komið upp sam- ræðufundum á Reykjalundi og hittum fulltrúa VIRK einu sinni í mánuði. Hlutirnir vinnast ekki vel nema með góðri samvinnu. Salóme: Ég er sammála því að ráðgjafar VIRK eru lykilaðilar og hef reynslu af árangursríku og markvissu samstarfi við þá. Við á heilsugæslustöðinni í Lágmúla hittum fulltrúa VIRK einnig einu sinni í mánuði. Ég veit að ráðgjafarnir fara eftir endurhæfingaráætluninni sem ég sendi með endurhæfingarbeiðnum til VIRK og er hún yfirleitt hafin þegar ég sendi fólk þangað. Ég veit því hvað fólk er að gera. Elín Ebba: Heilsugæslan þarf líka að vera þverfagleg. Fyrirtæki þurfa aukna hvatningu og umræðu til að breyta viðhorfum Salóme: Á Íslandi gerist fátt með stjórn- unarlegum ákvörðunum. Ef við ætlum að breyta einhverju verðum við að koma með hugmyndir og stuðla að breyttum hugsunarhætti og viðhorfum, t.d. með blaðaskrifum um umburðarlyndi, um að ekki hafi allir sömu starfsgetu, að þörf sé á störfum fyrir fólk með skerta starfsgetu og svo framvegis. Elín Ebba: Það helst oft í hendur að þau fyrirtæki sem eru með góða starfsmannastefnu og halda vel utan um sitt starfsfólk eru einnig tilbúin í svona samstarf. Það hefur sýnt sig að á þeim vinnustöðum þar sem starfsmönnum hafði gefist tækifæri til að koma til vinnu þrátt fyrir skerta starfsgetu, þá hafði það jákvæð áhrif á umræðuna á vinnustaðnum. Þessum fyrirtækjum fannst þau græða á þátttöku í slíku. Þegar jákvæð fjölmiðlaumræða á sér

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.