Ársrit um starfsendurhæfingu - 2014, Qupperneq 48

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2014, Qupperneq 48
48 www.virk.is UPPLÝSINGAR G R E IN Heilsuefling á vinnustöðum Jónína Waagfjörð deildarstjóri forvarna hjá VIRK Skilningur okkar á hugtakinu vinnuvernd (e. occupational health) hefur þróast frá því að tengjast nánast eingöngu vinnu- umhverfinu sjálfu yfir í að taldir séu með þættir sem tilheyra sálfélagslegum og persónulegum heilsuháttum. Nú er vinnu- staðurinn í auknum mæli notaður til bæði heilsueflingar og forvarna og þá ekki ein- ungis til að koma í veg fyrir vinnuslys, heldur einnig til að meta og efla almenna heilsu fólks. Árið 2007 samþykkti Alþjóðaheilbrigðis- málastofnunin (World Health Organization eða WHO) alhliða aðgerðaáætlun þar sem aðildarríkin voru hvött til að vernda heilsu vinnandi fólks (WHO 2007). Á þeim tíma var ekki til alhliða áætlun sem byggði á góðum starfsháttum varðandi uppbygg- ingu heilbrigðra vinnustaða. Árið 2010 gaf WHO síðan út bækling á grundvelli þessarar alhliða aðgerðaáætlunar frá 2007, þar sem fram koma hugmyndir að skipulagi sem nota má til að byggja upp heilsusamlegan vinnustað með aðferðum sem aðlaga má að menningu hinna ýmsu landa, sérstökum aðstæðum og vinnustöðum (WHO 2010). Áhrif þessarar vinnu WHO koma greinilega í ljós þegar skoðuð er skilgreining þeirra á heilbrigðum vinnustað: Heilbrigður vinnustaður er staður þar sem starfsmenn og stjórnendur vinna stöðugt saman að því markmiði að bæta aðferðir sem vernda og efla heilsu, auka öryggi og velferð allra starfsmanna auk sjálfbærni vinnustaðarins, með því að íhuga eftirfarandi eftir því sem við á: Atriði sem varða heilsu og öryggi í • vinnuumhverfinu sjálfu Atriði sem varða heilsu, öryggi og • velferð í sálfélagslegu vinnuum- hverfi, þar með talið skipulag vinn- unnar og menning vinnustaðarins Aðgengi einstaklinga að • heilsuúrræðum á vinnustaðnum Leiðir til þátttöku í samfélaginu• sem bæta heilsu starfsmanna, fjölskyldna þeirra og annarra meðlima samfélagsins Í líkani WHO eru skilgreind fjögur lykilsvæði sem hægt er að virkja eða hafa áhrif á til að auðvelda uppbyggingu heilbrigðra vinnustaða (mynd 1). Vinnuumhverfið vísar til uppbyggingar vinnuumhverfisins, það er: andrúmslofts, véla, húsgagna, vara, efna, áhalda og allra framleiðsluferla á vinnustaðnum. Vinnuumhverfið getur haft áhrif á líkamlegt öryggi og heilsu starfsmanna sem og andlega heilsu og vellíðan. Sálfélagslegt vinnuumhverfi vísar til þeirrar fyrirtækjamenningar sem er til staðar á vinnustöðum, auk þeirra viðhorfa, gilda, grundvallarreglna og daglegra starfshátta fyrirtækja sem geta haft áhrif á andlega og líkamlega líðan starfsmanna. Aðgengi einstaklinga að heilsuúrræðum á vinnustaðnum vísar til þeirra upplýs- inga, úrræða, tækifæra, sveigjanleika, heilbrigðisþjónustu og alls annars sem fyrirtæki veitir starfsmönnum sínum til stuðnings eða hvatningar til að bæta eða viðhalda heilbrigðum lífsstíl.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.