Ársrit um starfsendurhæfingu - 2014, Qupperneq 50

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2014, Qupperneq 50
50 www.virk.is UPPLÝSINGAR G R E IN stuðningi sem fæst í gegnum stefnumótun fyrirtækisins og umhverfi þess en einnig því hversu auðveldlega starfsmenn tileinka sér heilbrigðan lífsstíl og viðhalda honum. Lítil og stór fyrirtæki geta staðið frammi fyrir hindrunum sem gera þeim erfitt fyrir við þróun og innleiðingu heilsueflingar á vinnustöðum. Þessar hindranir geta verið skortur á starfsfólki sem er fært um að koma á framfæri upplýsingum um heilbrigðan lífsstíl, skortur á tíma og/ eða þekkingu innan fyrirtækisins til að Ýmsar aðferðir er hægt að nota • til að meta þarfir fyrirtækis og starfsmanna. Það getur verið allt frá litlum rýnihópum sem skoða starfsmannamál, hugmyndir og ósk- ir í alhliða spurningakönnun um heilbrigði og vellíðan starfsmanna, til úttektar á vinnuumhverfinu. Taka þarf tillit til allra vinnusvæða þegar verið er að meta þarfir vinnustað- arins. Starfsmenn þurfa að vera þess fullvissir að gætt verði fyllstu leyndar þegar kemur að upplýsingaöflun varðandi heilsufar þeirra. Allar slíkar upplýsingar þurfa að vera ópersónu- gerðar og þær má ekki geyma á almannafæri. Mikilvægt er að safna einungis upplýsingum sem munu gagnast við undirbúninginn eða við mat á árangri. Markmið áætlunarinnar eiga að snú-• ast um helstu þarfir vinnustaðarins eins og þær birtast í þarfagreining- unni. Með góðri samvinnu og for- gangsröðun er auðveldara að setja fram skýrar væntingar um hvaða breytingum er hægt að ná fram þegar til styttri, miðlungs eða lengri tíma er litið. Fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki er mikilvægt að byrja á einfaldri áætlun og bæta síðan við þegar fram líða stundir. 3. Fá stuðning starfsmanna og stað- festa hver beri ábyrgð á áætluninni Lögð er áhersla á að starfsmenn skilji • kosti þess að taka þátt (t.d. betri heilsa og vellíðan) en einnig að þátttaka þeirra hafi sína kosti fyrir fyrirtækið ( t.d. með aukinni framleiðni). Finna þarf einstaklinga sem hafa sérstakan áhuga á heilsueflingu á vinnustaðnum og eru tilbúnir að kynna þetta átak fyrir samstarfsmönnum sínum og fá þá til þátttöku. Mikilvægt er að skilgreina þann aðila • sem ber ábyrgð á áætluninni og sam- hæfingu hennar og að sú vinna sé hluti af vinnuskyldum hans/hennar. Á stórum vinnustöðum er gott að • stofna vinnuhópa eða nefndir. Mikil- vægt er að í þessum nefndum séu starfsmenn frá öllum sviðum fyrir- tækisins. Öll hlutverk og ábyrgð eiga að vera skýrt skilgreind og úthlutað til nefndarmanna. Skipulag og skýrt skilgreind hlutverk nefndarmanna munu hjálpa til við að tryggja að nefndarsetan sé ekki íþyngjandi og auðvelda þannig að viðhalda áhuga á áætluninni um heilsueflingu á vinnu- staðnum. 2. Áætlunin smíðuð 4. Þróa tilgang og markmið M• eð útlistun á tilgangi og markmið- um áætlunarinnar er unnt að svara spurningum fólks á borð við „hvert erum við að fara?“ og „hvernig komumst við þangað?“. Við framsetningu á markmiðum skal hafa til hliðsjónar þarfir og hagsmuni fyrirtækisins og starfsmanna þess í samræmi við þarfagreiningu (liður 2). Þetta mun auðvelda að greina áherslupunkta áætlunarinnar og hverjar væntanlegar niðurstöður gætu orðið fyrir stjórnendur og starfsmenn. Skipuleggja þarf eftirlit með framgangi • áætlunarinnar og mat á árangri hennar við að ná settum markmiðum. Mikilvægt er að öll markmið séu mælanleg og sett upp sem „SMART“ markmið (Sértæk, Mælanleg, Að- gengileg, Raunhæf og Tímasett). 1. Hafist handa 1. Fá stuðning frá stjórnendum/ yfirmönnum Stuðningur frá yfirmönnum þarf að • vera til staðar frá upphafi til að tryggja að aðföngum (þ.e. fjármunum og mannauði) sé úthlutað á viðeigandi hátt. Stjórnendur þurfa einnig að vera í nefndum eða hópum sem stofnaðir eru í tengslum við áætlunina. Það hefur sýnt sig að starfsfólk tekur frekar þátt ef það sér yfirmenn taka virkan þátt í því sem boðið er upp á. Til að fá stuðning fyrirtækisins þarf • að sannfæra yfirmenn þess um að áætlunin muni gagnast fyrirtækinu. Fræða þarf þá um kosti hreyfingar og góðrar næringar fyrir bæði starfsmenn og fyrirtækið og hver kostnaður fyrirtækisins gæti verið vegna hreyf- ingarleysis starfsmanna og lélegrar næringar (t.d. tölur um fjarveru vegna veikinda). Markmið áætlunarinnar þurfa að vera skýr og gefa þarf yfirlit yfir starfsemi sem verður í boði. Kostnaðaráætlun þarf að sýna áætl-• aðan kostnað við uppbyggingu, innleiðingu og það að halda áætlun- inni gangandi. 2. Kynna hugmyndina og meta hver þörfin er Skilgreina þarf þarfir bæði fyrirtækis • og starfsmanna til að skilja betur það umhverfi sem fyrirtækið vinnur í og tryggja þannig að áætlunin sé viðeig- andi fyrir alla aðila. Þannig er hægt að þróa áætlun sem kemur til móts við þarfir starfsmanna og er samhljóða tilgangi fyrirtækisins og markmiðum þess. Þessar grunnupplýsingar má síðan nota seinna til að meta árangur starfseminnar. hanna og innleiða fræðsluáætlanir og aukinn kostnaður. Þegar um lítil fyrirtæki með fáa starfsmenn er að ræða getur sú skuldbinding sem hægt er að búast við frá þeim verið fólgin í því að útnefna fulltrúa eða nefnd til að fylgja áætluninni eftir. Ef sérþekkingu eða tíma skortir innan fyrirtækis getur verið ákjósanlegt að fá utanaðkomandi sérfræðinga í verkefnið og útnefnir fyrirtækið þá sinn/sína fulltrúa til að vinna með verktökunum að áætlana- gerð og innleiðingu. Mikilvægt er að hafa í huga að ekki er alltaf nauðsynlegt að verja miklum fjármunum til að hægt sé að innleiða árangursríka heilsueflingu á vinnustöðum. Eftirfarandi eru „Tíu auðveld skref“ sem fyrirtæki geta tekið til að greiða fyrir upp- byggingu og innleiðingu áhrifaríkrar heilsueflingar á vinnustaðnum (The Heart Foundation, Cancer Council NSW and PANORG Sydney University, 2011):
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.