Ársrit um starfsendurhæfingu - 2014, Page 51

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2014, Page 51
51www.virk.is GREIN 5. Gera þarf aðgerða- og fjárhags- áætlun Til a• ð áhrif áætlunarinnar verði sem mest þarf hún að fjalla um meginþarfir og áhuga starfsmanna. Auk þess þarf hún að passa inn í þá fjárhagsáætlun og tímaramma sem sett hafa verið. Þegar búið er að skipuleggja þá • heilsueflandi starfsemi sem fara skal fram á vinnustaðnum þarf að gera tímasetta aðgerðaáætlun. Í henni þurfa að vera upplýsingar um hvað þarf til að setja starfsemina af stað á árangursríkan hátt. Aðgerðaáætlunin þarf að innihalda blöndu af ýmiskonar starfsemi og úrræðum sem munu hafa áhrif á starfsfólkið, umhverfið og tekur mið af stefnu fyrirtækisins. Hún þarf að vera bæði sveigjanleg og raunhæf þar sem breytingar geta orðið vegna endurgjafar frá starfsmönn- um og/eða við framkvæmdina sjálfa. Það getur líka verið gott að tengja aðgerðaáætlunina við tilteknar her- ferðir eða atburði sem eiga sér stað í þjóðfélaginu eins og t.d. „Hjólað í vinnuna“ eða „Lífshlaupið“. Nákvæm fjárhagsáætlun sýnir • áætlaðan kostnað við innleiðingu heilsueflingar á vinnustaðnum. Taka þarf tillit til tækja og búnaðar, starfs- fólks og/eða þjálfunarkostnaðar, hvatningar og umbunar og alls annars viðeigandi kostnaðar sem tengist aðgerðaáætluninni. Íhuga má að deila einhverjum • kostnaði með starfsmönnum þar sem búast má við meiri skuldbindingu við áætlunina ef starfsmenn taka þátt í kostnaðinum. Fyrirtæki geta líka ákveðið að bera allan kostnað af tilteknum verkefnum (t.d. bjóða upp á ferska ávexti í vinnunni) en deila kostnaði með starfsmönnum í öðr- um tilfellum (t.d. þátttaka í kostnaði vegna áskriftarkorts í líkamsrækt). 6. Velja hvatningu og umbun fyrir þátttöku Hvatning og/eða verðlaun geta haft • mikil áhrif og hvatt starfsmenn til þátttöku, sem aftur getur leitt til breyttrar hegðunar og heilsusamlegri lifnaðarhátta til lengri tíma. Fyrir atvinnurekendur getur val á hvatningu eða verðlaunum sýnt skuldbindingu fyrirtækisins við heilsueflingu á vinnu- staðnum. Dæmi um hvatningu og umbun eru til dæmis verðlaunaskjal, keppni, opinber viðurkenning, varn- ingur, peningaupphæðir, skemmtanir, afsláttur af áskriftarkorti í líkamsrækt, frídagar, punktakerfi (uppsafnaður punktafjöldi sem hægt er að skila inn fyrir gjafabréf eða annað). 7. Meta þörf fyrir frekari stuðning (innan/utan fyrirtækisins) Hægt • er að leita eftir stuðningi við heilsueflingu frá ýmsum aðilum innan sem utan fyrirtækisins. Slík aðstoð get- ur komið frá ýmsum félagasamtökum, heilbrigðisstofnunum, bæjarfélögum eða ríkinu og geta kostað mjög lítið eða ekkert. Einnig eru til fyrirtæki sem taka að sér að sjá um heilsueflingaráætl- anir fyrir fyrirtæki og bjóða til dæmis upp á heilsu- og velferðarkannanir, ýmsar heilsuskimanir, fræðslu og stuðning bæði á staðnum og á netinu. 3. Innleiðing áætlunarinnar 8. Kynna áætlunina Ky• nna þarf áætlunina fyrir öllum starfsmönnum til að auka líkur á því að sem flestir taki þátt. Hægt er að byrja kynningu á fyrstu stigum uppbyggingar og halda henni áfram allan þann tíma sem hún er í gangi. Upplýsingamiðlun og kynning á öllum stigum áætlunarinnar geta vakið ákveðið umtal um þá heilsueflingu sem á að fara af stað á vinnustaðnum. Til að kynna áætlunina má halda sérstakan „kick off“-fund þegar átakið fer af stað; hengja upp heilsutengd veggspjöld og upplýsingar, halda sérstaka heilsudaga fyrir starfsfólk, gefa út sérstakt fréttabréf og koma á framfæri dæmisögum frá starfsfólki sem tekið hefur þátt í heilsueflingu á vinnustaðnum. 9. Stýring á áætlun Eftir • að áætlunin hefur verið sett af stað þarf stöðugt að vinna að endurskoðun og meta ákveðna þætti til að innleiðingin verði árangursrík: – Funda þarf reglulega með nefndum – Skipuleggja stuðning og aðföng fyrir þá starfsemi sem er í gangi – Samstilla og koma af stað áætlaðri starfsemi – Halda í við fjárhagsáætlun – Mynda tengsl við þá aðila sem veita þjónustuna – Áframhaldandi kynning og upplýsingamiðlun 10. Endurmeta áætlunina og gera endurbætur Við • endurmat fást upplýsingar um hvort markmið sem sett voru í upphafi hafi náðst og einnig upplýsingar sem nýtast til áframhaldandi þróunar. Mat á áætlun skal fara fram að minnsta kosti einu sinni á ári og á þrjá mis- munandi vegu: – Mat á ferli — var áætluninni og starfseminni komið á framfæri eins og ákveðið var? Hér kemur í ljós hvað virkaði og hvað ekki. Þetta hefur áhrif á hvað gert verður í framtíðinni. – Mat á áhrifum — hvers konar breytingar áttu sér stað á vinnustaðnum sem hugsanlega hafa hjálpað starfsmönnum að verða heilbrigðari? – Mat á útkomu — hvaða áhrif hafði heilsueflingin á starfsmenn og á fyrirtækið? Þá sérstaklega með tilliti til tilgangs og markmiða áætlunarinnar sem sett voru í byrjun. Mikilvægt er að skila skýrslu • með niðurstöðum heildarmats til stjórnenda. Þar kemur fram yfirlit yfir þá starfsemi sem fór fram. Einnig koma fram upplýsingar um hvað virkaði, samantekt á breytingum á heilsu og vellíðan starfsfólks og lýsing- ar á breytingum á vinnuumhverfinu. Upplýsingar sem sýna að heilsuefling á vinnustaðnum skilar árangri geta aukið stuðning stjórnenda við áætlun- ina og þátttöku starfsmanna. Slíkar niðurstöður styðja einnig við beiðnir um aukin fjárútlát eða aðföng til áætlunarinnar í framtíðinni.

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.