Ársrit um starfsendurhæfingu - 2014, Blaðsíða 54

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2014, Blaðsíða 54
54 www.virk.is UPPLÝSINGAR A Ð S E N D G R E IN Árangur starfsendurhæfingar Starfsendurhæfing hefur verið í aukinni sókn á Íslandi síðustu ár. Rannsóknir á árangri starfsendurhæfingar hafa sýnt fram á fjölmarga kosti þess að taka þátt í starfsendurhæfingu. Fyrst og fremst sýna rannsóknir að starfsendurhæfing eykur virkni til náms og vinnu (Guðrún Hannesdóttir, 2009; Halldór Sigurður Guðmundsson, Atli Hafþórsson, Bryn- dís Elfa Valdemarsdóttir, Kristján Már Magnússon og Guðný Björk Eydal, 2011). Niðurstöður rannsóknar Sigurðar Thorlacius, Gunnars Kr. Guðmundssonar og Friðriks H. Jónssonar (2002) þar sem helmingur þátttakenda hafði unnið launaða vinnu eftir starfsendurhæfingu og fjórðungur hafði verið í námi, þykja til að mynda benda til þess að starfsendurhæfing geti komið í veg fyrir örorku. Í víðtækri rannsókn Guðrúnar Hannesdóttur (2009) á árangri náms- og starfsendurhæfingarinnar Hringsjár, höfðu 64% þátttakenda stundað nám og 66% höfðu einhverju sinni verið í vinnu eftir endurhæfingu. Í ljósi niðurstaðna þessara rannsókna má ætla að starfsendurhæfing geti skilað ágætum árangri í að virkja fólk til frekara náms eða vinnu. Íslenskar rannsóknir hafa þó ekki lagt mikla áherslu á að greina hvað einkennir þá sem ná árangri. Guðrún Hannesdóttir (2009) skoðaði meðal annars hvort þeir einstaklingar sem höfðu hærra mennt- unarstig skiluðu sér betur til náms og starfa að lokinni náms- og starfsendurhæfingu og sýndi sú rannsókn að menntun hefði ekki áhrif á árangur, sem er í ósamræmi við niðurstöður erlendra rannsókna. Erlendar rannsóknir hafa sýnt að yngra fólk (Burke- Miller, Cook, Grey, Razzano, Blyler, Leff o.fl., 2006; Crisp, 2005) og meira menntað (Dutta, Gervey, Chan, Chou og Ditchman, 2008) sé líklegra til að ná árangri. Einnig hafa erlendar rannsóknir sýnt að þeir sem glíma við hindranir af andlegum toga séu ólíklegri til að ná árangri en þeir sem glíma við annars konar hamlanir (Beveridge og Fabian, 2007). Hringsjá, náms- og starfs- endurhæfing Einn þeirra staða sem bjóða upp á starfsendurhæfingu á Íslandi er náms- og starfsendurhæfingin Hringsjá sem stofnuð var árið 1987 (Hringsjá, 2010). Hringsjá veitir náms- og starfsendurhæfingu ein- staklingum 18 ára og eldri sem vegna sjúkdóma, slysa, fötlunar eða annarra áfalla þurfa á starfsendurhæfingu að halda til að takast á við nám eða stunda vinnu á almennum vinnumarkaði. Einnig hentar þjónustan þeim sem eiga við námserfið- leika að stríða eða hafa litla grunnmenntun. Náms- og starfsendurhæfingin felst í einstaklingsmiðuðu námi í formi stuttra námskeiða eða fullu einingabæru námi (Hringsjá e.d). Eitt helsta markmið Hringsjár er að þeir sem útskrifast séu færir um að takast á við nám í almennum framhaldsskólum og/eða finna sér störf við hæfi á almennum vinnumarkaði. Lögð er áhersla á að allir geti lært með því að nýta styrkleika sína, með stuðningi og fjölbreyttum kennsluaðferðum (Hringsjá, 2011). Einnig er unnið að því að efla sjálfstraust og þor og stuðla að raunhæfara sjálfsmati. Árangur af starfsemi Hringsjár er mældur reglulega, enda eru árangurs- mælingar mikilvægur þáttur í mati á árangri starfseminnar og eru niðurstöður notaðar til að bæta þjónustuna. Trú á eigin getu til náms- og starfsákvörðunartöku Þegar fólk lýkur náms- og starfsendurhæfingu hjá Hringsjá þarf það að taka ákvörðun um hvað það gerir í framhaldinu. Kenningin um hugræna úrvinnslu upplýsinga (e. Cognitive Information Processing Approach) fjallar um ákvörðunartöku einstaklinga og er markmið hennar að hjálpa einstaklingum að taka ákvarðanir um störf og styrkja getu þeirra til að taka ákvarðanir í framtíðinni (Peterson, Sampson Jr., Lenz og Reardon, 2002). Píramídinn á mynd 1 lýsir þeim grundvallarhugmyndum sem tengjast ákvörðunum um nám og störf. Neðsta lag píramídans og grundvöllur hans er þekking en hún skiptist í sjálfsþekkingu og þekkingu á störfum. Samkvæmt Reardon, Lenz, Sampson, Jr. og Peterson (2009) eru gildi, áhugi og hæfni mikilvægustu þættir sjálfsþekkingar okkar þegar kemur að ákvörðunartöku um val á starfsvettvangi. Í miðju píramídans er svokallaður CAVSE-hringur sem lýsir fimm stiga ferli sem einstaklingar fara í gegnum við ákvörðunartöku en það eru samskipti, greining, samantekt, mat og framkvæmd (Reardon o.fl., 2009). Efsta lag píramídans er framkvæmd og úrvinnsla sem samanstendur af þáttum sem varða vitsmunalega þætti en þeir eru sjálfstal, sjálfsvitund, eftirlit og stjórnun. Þessir þættir vísa til þeirra hugmynda sem einstaklingur hefur um sjálfan sig og hvernig honum líður í ákvörðunarferlinu. Þegar ekki er vel vandað til náms- og starfsákvörðunartöku getur það haft neikvæðar afleiðingar. Hætta er á að viðkomandi velji nám eða starfsleið sem fellur ekki að gildum hans, áhuga eða hæfni og getur það leitt til þess að einstaklingur finni ekki tilgang með vinnu Mynd 1. Píramídi um úrvinnslu upplýsinga (Reardon, Lenz, Sampson, Jr. og Peterson, 2009, bls. 56). Vitrænir þættir Framkvæmda- og úrvinnslusvið Svið ákvarðanatöku Svið þekkingar Úrvinnslu upplýsinga Sjálfsþekking Þekking á störfum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.