Ársrit um starfsendurhæfingu - 2014, Qupperneq 55

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2014, Qupperneq 55
55www.virk.is AÐSEND GREIN sinni eða upplifi kulnun í starfi (Peterson o.fl., 2002). Trú á eigin getu spilar stórt hlutverk í starfsþróun einstaklinga. Hugtakið trú á eigin getu til náms- og starfsákvörðunartöku (e. career decision self-efficacy) var upprunalega skilgreint af Taylor og Betz (1983) sem trú einstaklings á að hann geti framkvæmt ákveðin verkefni sem nauðsynleg eru til að taka náms- eða starfsákvörðun. Rannsóknarspurning og tilgátur Markmið rannsóknarinnar var að skoða hverju náms- og starfsendurhæfing Hringsjár skilar varðandi virka þátttöku í frekara námi og/eða störfum og að meta tengsl trúar á eigin getu til náms- og starfsákvörðunartöku við árangur náms- og starfsendurhæfingar. Einnig var skoðað hvernig aldur, menntun og tegund hömlunar tengdust árangri náms- og starfsendurhæfingar (Anna Sigríður Einarsdóttir, 2013). Rannsóknarspurning verkefnisins er: H• ver er árangur náms- og starfsendur- hæfingarinnar, þ.e. hversu hátt hlutfall útskrifaðra nemenda hjá Hringsjá fer í frekara nám og/eða starf að lokinni náms- og starfsendurhæfingu? Tilgátur rannsóknarinnar eru: Þ• ví meiri sem trú einstaklinganna er á eigin getu til náms- og starfs- ákvörðunartöku, því líklegri eru þeir til að fara í nám og/eða starf að lokinni endurhæfingu. Y• ngri einstaklingar með hærra menntunarstig fyrir náms- og starfs- endurhæfingu og sem glíma við líkamlega hindrun fremur en andlega eru líklegri til að fara í nám og/eða starf að lokinni þátttöku. Aðferð Þátttakendur Rannsóknin náði til nemenda sem út- skrifuðust frá náms- og starfsendurhæf- ingunni Hringsjá frá hausti 2008 til hausts 2011, alls sjö útskriftarhópa samtals eða 121 einstaklingar. Af þeim svöruðu 93, 70 konur og 23 karlar. Svarhlutfall var 77%. Svarhlutfall kynjanna endurspeglar notendur þjónustu hjá Hringsjá, en fleiri konur útskrifast úr náms- og starfs- endurhæfingunni. Mælitæki Hannaður var spurningalisti sem byggir á fyrri árangursmælingum Hringsjár. Í honum voru 26 spurningar sem beindust að viðhorfi þátttakenda til náms- og starfsendurhæfingarinnar og einnig að afdrifum þeirra eftir endurhæfinguna. Trú á eigin getu til náms- og starfsákvörðunartöku var mæld með styttri útgáfu af mælitækinu Career Decision Self-Efficacy Scale (Betz og Taylor, 2006). Það inniheldur 25 spurningar og mælir fimm þætti en þeir eru raunhæft sjálfs- mat, söfnun starfstengdra upplýsinga, markmiða-setning, skipulagning og lausn vandamála. Þessir þættir eru mældir með spurningum eins og „Hversu mikið sjálfsöryggi hefur þú til þess að velja eina námsleið af lista yfir mögulegar námsleiðir sem þú hefur verið að hugsa um?“ og „Hversu mikið sjálfsöryggi hefur þú til þess að velja starfsvettvang sem hentar þínum lífsstíl?“. Stuðst var við tvær útgáfur af íslenskri þýðingu listans, þeirra Þórs Hreinssonar (2011) og Maríu Dóru Björnsdóttur (Björnsdóttir, Einarsdóttir og Vilhjálmsdóttir, 2011). Framkvæmd Spurningalistinn var forprófaður meðal fjögurra nemenda úr eldri útskriftarhópum Hringsjár. Forprófun fór fram í formi netkönnunar. Einnig var fenginn utan- aðkomandi aðili, sem vanur er gerð þjónustukannana, til að fara yfir listann og gefa ábendingar. Þátttakendur í forprófun gáfu góðar ábendingar og spurningalistanum var lítillega breytt í kjölfarið. Send voru út kynningarbréf til útskrifaðra nemenda Hringsjár árin 2008–2011 og þeim boðin þátttaka í netkönnun þar sem kanna átti viðhorf þeirra til náms- og starfsendurhæfingarinnar, auk árangurs hennar. Stóð könnunin yfir í tæpa tvo mánuði og var áminning send út tvisvar á þeim tíma. Í tölvupósti sem fylgdi netkönnuninni komu fram upplýsingar um rannsóknina. Úrvinnsla Í úrvinnslu er stuðst við lýsandi tölfræði fyr- ir árangur náms- og starfsendurhæfingar. Aðhvarfsgreining hlutfalla (e. logistic regression) var notuð til að meta for- spá frumbreytna (aldur, menntun, tegund hindrunar og trú á eigin getu til náms- og starfsákvörðunartöku) um dreifingu fylgibreytu (árangur náms- og starfsendurhæfingar). Hlutfallslíkindi (e. odds ratio) voru notuð til að túlka niðurstöður. Niðurstöður Af þeim 93 sem tóku þátt í rannsókninni svaraði 91 spurningum um nám og störf. Í ljós kom að stór hluti þátttakenda, eða 73%, hafði stundað nám af einhverju tagi eftir útskrift frá Hringsjá og 33% þátttakenda höfðu stundað vinnu. Tafla 1 sýnir afdrif þátttakenda eftir að þeir útskrifuðust en samkvæmt henni höfðu 81% þátttakenda verið virkir í námi og/eða starfi eftir útskrift. Þeir sem höfðu hvorki stundað nám né vinnu voru 19%. Nám 44 48 Nám og vinna 23 25 Vinna 7 8 Hvorki nám né vinna 17 19 Samtals 91 100 Tafla 1 Nám og störf Fjöldi Hlutfall
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.