Ársrit um starfsendurhæfingu - 2014, Síða 56

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2014, Síða 56
56 www.virk.is UPPLÝSINGAR A Ð S E N D G R E IN Aðhvarfsgreining hlutfallavar framkvæmd til þess að meta forspá frumbreytanna um árangur í starfsendurhæfingunni og eru niðurstöður kynntar í töflu 2. Þar kemur fram að trú á eigin getu við náms- og starfsákvörðunartöku spáir fyrir um árangur náms- og starfsendurhæfingar að teknu tilliti til aldurs, menntunar og hindrunar. Trú á eigin getu til náms- og starfsákvörðunartöku hefur hlutfallslíkindi yfir 1, sem þýðir að því meiri sem trú einstaklings er á eigin getu til náms- og starfsákvörðunartöku, því meiri líkur eru á því að endurhæfing skili árangri. Þetta á við óháð aldri eða menntunarstöðu ein- staklinganna og því hvort hindranir séu af líkamlegum eða andlegum toga. Jafnframt kemur fram að aldur spáir fyrir um árangur náms- og starfsendurhæfingarinnar að teknu tilliti til annarra breyta. Niðurstöður sýna að eldri aldurshópurinn (40 ára og eldri) var ólíklegri en sá yngri (18-39 ára) til þess að ná árangri. Hvorki menntun né tegund hindrunar spáðu fyrir um árangur náms- og starfsendurhæfingarinnar. Tafla 2. Forspá frumbreytanna (trúar á eigin getu til náms- og starfsákvörðunartöku, aldurs, menntunar og tegundar hömlunar) um árangur náms- og starfsendurhæfingarinnar. getu til náms- og starfsákvörðunartöku spáði fyrir um árangur náms- og starfsendurhæfingarinnar, á þann hátt að þeir sem höfðu meiri trú á eigin getu voru líklegri til að ná árangri. Eins og vænst var voru yngri nemendur Hringsjár (18–39 ára) líklegri til að hafa stundað nám og/eða verið í vinnu en þeir eldri (40 ára og eldri). Eru þessar niðurstöður í samræmi við niðurstöður erlendra rannsókna sem tengjast starfsendurhæfingu (Burke-Miller o.fl., 2006). Crisp (2005) telur líklegt að eldra fólk hafi verið lengur frá vinnumarkaði og gæti því átt erfiðara með að snúa aftur á vinnumarkaðinn. Snemmtæk íhlutun gæti því skipt gríðarlega miklu máli. Burke- Miller o.fl. (2006) telja eldri þátttakendur í starfsendurhæfingu þurfa sérstaka athygli. Mikilvægt er að hvetja eldra fólk til að nýta sér og þróa eigin starfshæfni, aðstoða það við að markaðssetja reynslu og þroska og hvetja það til endurmenntunar, eigi það ekki afturkvæmt á sama starfsvettvang. Árangur náms- og starfsendurhæfingar tengdist ekki menntun fólks, sem kom nokkuð á óvart. Er þessi niðurstaða þó í samræmi við rannsókn Guðrúnar Hannesdóttur (2009), þar sem ekki reyndust tengsl milli fyrri menntunar og árangurs endurhæfingar. Guðrún telur líklegt að niðurstaða rannsóknar hennar stafi meðal annars af því að menntun þeirra sem hafa lokið starfs- eða iðnnámi hafi ekki nýst þeim eftir að hafa lent í skerðingu vegna slysa eða sjúkdóma. Einnig er hugsanlegt að þeir sem hafi meiri menntun eigi meiri réttindi úr lífeyrissjóði og það gæti dregið úr hvata til þess að stunda vinnu (Guðrún Hannesdóttir, 2009). Tilgáta þess efnis að þeir sem glíma við líkamlegar hindranir séu líklegri til að ná árangri en þeir sem glíma við andlegar hindranir stóðst ekki. Þetta er ekki í samræmi við niðurstöður erlendra rannsókna (Beveridge og Fabian, 2007). Erfitt er að segja til um hvers vegna þessi munur greinist ekki hér á landi en í rannsókn Beveridge og Fabian (2007) kom í ljós að þeir sem glímdu við andlegar hindranir höfðu minni skuldbindingu til náms. Á þessari rannsókn eru ýmsar takmarkanir. Ber þar helst að nefna að úrtakið er lítið eða 121 einstaklingur, þannig að túlka ætti niðurstöður af varfærni. Einnig að í þeim erlendu rannsóknum sem hér hefur verið fjallað um er miðað við starf eftir endurhæfingu en hér er miðað við nám og/eða starf. Því þarf að gæta varúðar við samanburð við erlendar niðurstöður. Starfsendurhæfing er mikilvægur þáttur í því að koma í veg fyrir eða seinka örorku og ánægjulegt að sjá hversu góðum árangri hún skilar samkvæmt niðurstöðum þessarar rannsóknar. Að einstaklingur verði virkur í samfélaginu þrátt fyrir skerta starfsgetu er mjög mikilvægt fyrir einstaklinginn sjálfan jafnt og samfélagið. Hafa verður í huga að nemendahópur Hringsjár er mjög fjölbreyttur. Það er ekki hægt að setja alla undir sama hatt, úrræðin verða að vera einstaklingsmiðuð. Einnig þarf að hafa í huga að þó ákvörðunartaka sé mikilvæg í starfsþróun einstaklingsins þarf fyrst og fremst að aðstoða fólk í starfsendurhæfingu við að yfirstíga hindranir. Hlutverk ráðgjafans er að aðstoða einstakling við að takast á við þessar hindranir svo viðkomandi geti orðið virkur í námi og starfi. Niðurstöður rannsóknarinnar gefa ráð- gjöfum í starfsendurhæfingu og náms- og starfsráðgjöfum á öðrum starfsvettvangi hugmynd um hvernig hægt er að hátta vinnu með þátttakendum sem hafa litla trú á eigin getu til náms- og starfsákvörðunartöku. Til að geta aðstoðað þann hóp betur getur verið gagnlegt að skoða hvað einkennir þá einstaklinga. CSDE-mælitækið getur reynst vel til að finna þá einstaklinga sem þurfa viðeigandi aðstoð. Gott er að hafa kenningu um hugræna vinnslu upplýsinga að leiðarljósi í þeirri vinnu. Hún leiðbeinir skref fyrir skref um hvernig best er að sinna ráðgjöf af þessu tagi og hvaða skref það eru sem einstaklingar ganga í gegnum til þess að taka góðar og upplýstar ákvarðanir (María Dóra Björnsdóttir, Sif Einarsdóttir og Jónína Kárdal, 2008). Samkvæmt kenningunni geta ráðgjafar til dæmis auðveldað þátttakanda að vinna með neikvæðar hugsanir, sem geta haft mikil áhrif á trú á eigin getu til náms- og starfsákvörðunartöku. Trúa á eigin getu 2,25* Aldur 0,20* Menntun 1,27 Fötlun 0,38 Hlutfallslíkindi * p 0,01 Heildarlíkan fyrir trú á eigin getu, aldur, menntun og fötlun, x2 (5, N=88) = 16,43, p <0 .01 Umræða Niðurstöður rannsóknarinnar leiddu í ljós að 81% útskrifaðra nemenda Hringsjár fóru í nám og/eða vinnu að náms- og starfsendurhæfingunni lokinni. Er þessi niðurstaða í samræmi við aðrar rannsóknir á þessu sviði (Guðrún Hannesdóttir, 2009; Halldór Sigurður Guðmundsson o.fl., 2011; Sigurður Thorlacius o.fl., 2002). Niðurstöður sýndu einnig að trú á eigin

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.