Ársrit um starfsendurhæfingu - 2015, Page 4

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2015, Page 4
4 www.virk.is V IR K Hannes G. Sigurðsson formaður stjórnar VIRK Ávinningur árangursríkrar starfsendurhæfingar getur verið mjög mikill. Mesti ávinningurinn verður ekki metinn til fjár en hann felst í betri heilsu, andlegri sem líkamlegri, og betri afkomu þeirra einstaklinga sem endurhæfast.“ Útgjöld vegna örorkulífeyris hafa tvöfaldast á 15 árum Árleg útgjöld ríkis og lífeyrissjóða vegna örorkulíf- eyris verða 55 milljarðar króna á þessu ári, þ.a. er hlutur ríkisins 40 milljarðar og lífeyrissjóðanna 15 milljarðar. Útgjöldin hafa tvöfaldast á föstu verðlagi á undanförnum 15 árum. Ísland hæst í greiðslu örorkulífeyris Ekkert þeirra ríkja sem Íslendingar bera sig saman við ver hærra hlutfalli af landsframleiðslu til greiðslu örorkulífeyris. Árið 2011 varði ríkissjóður Íslands 2,0% og lífeyrissjóðirnir 0,6% af landsframleiðslu til greiðslu örorkulífeyris, eða samtals 2,6% af landsframleiðslu. Vegna sérstakrar hækkunar örorkulífeyris síðan, og fjölgunar örorkulífeyrisþega, má ætla að þetta hlutfall verði komið yfir 3% á þessu ári. Til samanburðar verja Danmörk og Noregur 2,1-2,5% af landsframleiðslu til greiðslu örorkulífeyris, Finnar 1,9% og Svíar 1,4%. Lítil opinber framlög til starfsendurhæfingar á Íslandi Þrátt fyrir mikla örorkubyrði hefur ríkissjóður nánast engum fjármunum varið til starfsendurhæfingar. Þjóðin eldist og vinnumarkaðurinn skreppur saman Íslenska þjóðin eldist hratt. Á næsta áratug er útlit fyrir að starfsfólki á vinnumarkaði fjölgi aðeins um fjórðung af fjölgun undangengins áratugar og við taki fækkun fólks á vinnumarkaði. Árgangarnir sem koma inn á vinnumarkaðinn verða svipaðir að stærð og þeir sem hverfa af honum vegna aldurs og vinnumarkaðurinn skreppur saman vegna mikillar örorkutíðni. Að óbreyttu verður erfitt að manna ný störf sem mun hamla fjárfestingum og hagvexti á komandi árum. Örorkutíðni með því hæsta sem þekkist Hlutfall fólks á Íslandi sem hverfur af vinnumarkaði vegna örorku er með því hæsta sem þekkist og hefur örorkulífeyrisþegum fjölgað jafnt og þétt á undanförnum árum. Á hverju ári fá 1.200-1.500 manns úrskurð um svokallaða 75% örorku sem veitir rétt til varanlegs örorkulífeyris. Árið 1993 voru örorkulífeyrisþegar 4,5% af íbúum á vinnualdri en árið 2013 voru þeir 9%. Hlutfall örorkulífeyrisþega hefur þannig tvöfaldast á síðustu tveimur ára- tugum. Ávarp stjórnarformanns

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.