Ársrit um starfsendurhæfingu - 2015, Qupperneq 12

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2015, Qupperneq 12
12 www.virk.is V IR K Hverjir leita til VIRK? Til að eiga rétt á þjónustu VIRK þurfa ein- staklingar að uppfylla eftirfarandi skilyrði: • Að geta ekki sinnt starfi sínu eða tekið þátt á vinnumarkaði vegna hindrana af völdum heilsubrests sem rekja má til veikinda eða slysa. • Að markmiðið sé að verða aftur virkur þátttakandi á vinnumarkaði eða auka þátttöku á vinnumarkaði, svo fljótt sem verða má. • Geta og vilji sé til staðar til að taka markvissan þátt í starfsendurhæfing- unni og þjónustan sé líkleg til árangurs á þeim tíma sem hún er veitt. Almennt er miðað við að formleg tilvísun frá lækni liggi fyrir áður en einstaklingur fer í fyrsta tíma hjá ráðgjafa VIRK. Ef mál einstaklings eru flókin og um er að ræða langa fjarveru frá vinnumarkaði þá er einstaklingum oft vísað í raunhæfimat starfsendurhæfingar hjá VIRK áður en þjónusta hefst. Markmiðið er að meta hvort starfsendurhæfingarþjónusta sé raunhæf og geti orðið árangursrík miðað við stöðu viðkomandi einstaklings á þeim tíma sem umsókn berst. Ef starfsendurhæfing er ekki metin raunhæf þá er einstaklingi vísað í önnur úrræði innan velferðarkerfisins og þá oft í samstarfi við aðrar stofnanir. Sjá einnig upplýsingar um þjónustuferil VIRK á mynd 4. Til VIRK leitar fjölbreyttur hópur ein- staklinga á öllum aldri með mismunandi menntun og úr ólíkum starfsgreinum. Aðstæður allra þessara einstaklinga eru misjafnar og krefjast þess að útbúin sé starfsendurhæfingaráætlun sem sniðin er að þörfum hvers og eins. Mynd 9 sýnir upplýsingar um aldur og kyn einstaklinga sem komu í þjónustuna á árinu 2014 og mynd 10 inniheldur upplýsingar um hlutfallslega skiptingu eftir starfsgreinum. Mynd 11 sýnir þá þróun sem hefur átt sér stað varðandi framfærslustöðu einstaklinga sem nýttu sér þjónustu VIRK á árunum 2012-2014. Eins og sjá má hefur talsverð breyting orðið á þessum tíma þar sem mjög hefur fjölgað í þeim hópum sem fá greidda fjárhagsaðstoð eða eru á endurhæfingarlífeyri eða örorkulífeyri við komu til VIRK. Þetta helst í hendur við aukið hlutverk VIRK í kjölfar setningar laga nr. 60/2012 um atvinnutengda starfsendurhæfingu og starfsemi starfs- endurhæfingarsjóða. Eins má gera ráð fyrir að hrunið hafi haft talsverð áhrif þar sem hlutfallslega fleiri einstaklingar sem koma nú til VIRK hafa klárað rétt sinn til atvinnuleysisbóta og eru komnir á framfærslu félagsþjónustu sveitarfélaga. Aldur og kyn einstaklinga sem komu í þjónustu á árinu 2014 Mynd 9 400 350 300 250 200 150 100 50 0 < 30 30-39 40-49 50-59 60+ Fjöldi 144 308 171 341 137 257 110 206 36 72 Mynd 10 Starfsgreinar Einstaklingar sem hafa leitað til VIRK – hlutfallsleg skipting eftir starfsgreinum Ósérhæft starfsfólk Skrifstofustörf Véla- og vélgæslufólk Annað Bændur og fiskimenn Stjórnendur og embættismenn Þjónustu-, umönnunar- og sölustörf Sérfræðistörf Tæknar og sérmenntað starfsfólk Iðnaðarmenn 29% 22% 9% 12% 8% 6% 3% 2%3% 6% „Einstaklingar sem koma til VIRK glíma undantekningarlítið við alvarlegan og marg- þættan vanda sem kallar á einstaklings- bundna nálgun með aðkomu fjölmargra fagaðila.“ Karlar Konur
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.