Ársrit um starfsendurhæfingu - 2015, Side 15

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2015, Side 15
15www.virk.is VIRK Árangur í þjónustu VIRK Lögð er á það áhersla hjá VIRK að þróa mælikvarða á árangur starfseminnar. Starfsemin er hins vegar flókin og því nauðsynlegt að meta mismunandi þætti til að sjá hver raunverulegur árangur er. Það sem skiptir auðvitað mestu máli er hvort einstaklingur sem notið hefur þjónustu VIRK hafi aukið starfsgetu sína og taki virkan þátt á vinnumarkaði. Einnig skiptir máli að auka lífsgæði og þátttöku einstaklinga í samfélaginu. Mynd 15 sýnir framfærslustöðu ein- staklinga sem höfðu lokið þjónustu í árslok 2014. Myndin sýnir stöðugildi, þannig að ef einstaklingur fer í hálft starf þegar þjónustu er lokið er það skráð sem hálft stöðugildi og önnur framfærsla skráð á móti. Eins og sjá má eru um 64% stöðugilda þeirra sem útskrifast með framfærslu- stöðu sem gefur til kynna starfsgetu og virka þátttöku á vinnumarkaði, þ.e. þeir eru annað hvort í launaðri vinnu, í virkri atvinnuleit eða í lánshæfu námi. Ef horft er á fjölda einstaklinga en ekki stöðugildi þá eru um 72% þeirra einstaklinga sem lokið hafa þjónustu hjá VIRK annað hvort í launuðu starfi, virkri atvinnuleit eða í lánshæfu námi við lok þjónustu. Þessi niðurstaða er mjög góð, sérstaklega í ljósi þess að þeir einstaklingar sem leita til VIRK eru undantekningarlítið að glíma við alvarlegan vanda og margir hafa verið talsverðan tíma frá vinnumarkaði. Einnig þarf að hafa í huga að til VIRK leitar nú stærri hópur en áður sem hefur verið lengi frá vinnumarkaði og glímir við flókinn og fjölþættan vanda. Við skoðun á upplýsingum sem þessum er mikilvægt að hafa í huga að fyrirkomulag framfærslukerfisins getur falið í sér ýmsa hvata sem valda því að ekki er hægt að meta árangur VIRK eingöngu út frá gögnum sem þessum. Í dag útskrifast t.d. einstaklingar frá VIRK með vinnugetu í hálft starf en fyrirkomulag örorkulífeyris hjá Tryggingastofnun ríkisins gerir þeim ekki kleift að fá örorkulífeyri að hálfu leyti á móti sinni vinnugetu. Því verður niðurstaðan oft og tíðum sú að viðkomandi einstaklingur fer á fullan örorkulífeyri þrátt fyrir að hafa náð talsverðum árangri hjá VIRK í að auka vinnugetu sína. Þannig má fullyrða að hluti af þeim 22% sem eru með örorkulífeyri í lok þjónustu hjá VIRK (sjá mynd 15) hefur í raun náð þeim árangri að geta unnið að hluta til en sækir um fullan örorkulífeyri á meðan ekki er boðið upp á sveigjanlegra kerfi. Á meðan bótakerfið er byggt upp á þennan hátt þá mun sá mælikvarði sem felst í skráningu á framfærslustöðu einstaklinga í lok þjónustu ávallt vanmeta árangur af starfi VIRK. Þegar árangur af starfsendurhæfingar- þjónustu er metinn þá skiptir miklu máli að tekið sé mið af því hver staða ein- staklinganna var í upphafi. Bestur árangur næst þegar einstaklingar koma snemma til VIRK og eru enn með vinnusamband við vinnustað sinn við komu til ráðgjafa. Þetta má sjá í töflu 2. Þar eru teknar saman upplýsingar um einstaklinga sem hafa lokið þjónustu hjá VIRK og sjá má framfærslustöðu þeirra í lok þjónustu í samanburði við stöðu þeirra í upphafi. Þetta er skráð í stöðugildum. Enginn þeirra hafði vinnugetu við komu til VIRK en framfærslustaða þeirra var mismunandi sem gefur til kynna mislangan tíma frá vinnumarkaði vegna heilsubrests. 78% stöðugilda þeirra einstaklinga sem eru enn á launum í veikindum frá atvinnurekanda þegar þeir koma til VIRK útskrifast frá VIRK með fulla vinnugetu (þ.e. eru annað hvort í launaðri vinnu, atvinnuleit eða í lánshæfu námi við útskrift). Þetta á síðan við um 73% af þeim sem eru Tafla 2 Laun í veikindum 71% 5% 2% 78% Atvinnuleysisbætur 39% 30% 4% 73% Sjúkrasjóður stéttarfélaga 45% 18% 3% 66% Engar tekjur 45% 11% 4% 60% Endurhæfingarlífeyrir 31% 8% 4% 43% Fjárhagsaðstoð 37% 11% 7% 55% Örorkulífeyrir 23% 1% 1% 25% Framfærslustaða við komu til ráðgjafa Að lágm. 50% framfærslunnar kemur frá neðangreindum þáttum í upphafi þjónustu Hlutfall stöðugilda við lok ráðgjafar Í launaðri vinnu Í atvinnuleit Á námslánum Samt. með vinnugetu Mynd 15 Framfærslustaða einstaklinga í lok þjónustu VIRK hjá 3765 einstaklingum sem höfðu lokið þjónustu í árslok 2014 Laun á vinnumarkaði Á endurhæfingarlífeyri Annað Atvinnuleysisbætur Námslán Á örorkulífeyri 49% 9% 22% 5% 3% 12%

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.