Ársrit um starfsendurhæfingu - 2015, Side 16
16 www.virk.is
V
IR
K
á atvinnuleysisbótum við komu til VIRK,
66% af þeim sem voru á dagpeningum
hjá sjúkrasjóðum stéttarfélaga, 43% af
þeim sem voru á endurhæfingarlífeyri,
55% af þeim sem voru á fjárhagsaðstoð og
25% örorkulífeyrisþega. Þ.e. hlutfall þeirra
sem útskrifast með vinnugetu lækkar
eftir því sem framfærslan á sér stað fjær
vinnumarkaðnum við komu til VIRK.
Það skiptir einnig máli hvernig einstakling-
ar upplifa þjónustuna og hvaða áhrif hún
hefur haft á þeirra líf og lífsgæði. Allir
einstaklingar sem ljúka þjónustu hjá VIRK
fá senda þjónustukönnun, sem þeir eru
beðnir að svara, með ýmsum spurningum
um þjónustuna og einstaka þætti hennar.
Mynd 16 inniheldur upplýsingar úr þessari
könnun en þar má sjá að einstaklingar
telja að þjónusta VIRK hafi haft mikil áhrif
á stöðu þeirra hvað varðar bæði bætta
sjálfsmynd og aukna vinnugetu.
Þróun starfsgetumats
Í dag er ákvörðun um rétt til örorkulífeyris
byggð á mati á vangetu en ekki mögulegri
getu einstaklinga til starfa. Mat og
ákvörðun á rétti til bóta byggir því yfirleitt
á upplýsingum um sjúkdómsgreiningar
og mögulegar hindranir. Þetta kerfi er
ekki hvetjandi og mörg vestræn ríki hafa
unnið að því að breyta þessari nálgun
þannig að einblínt sé fyrst og fremst á
getu einstaklinga til starfa og þeir þannig
hvattir til að nýta getu sína og styrkleika
á vinnumarkaði eins og mögulegt er.
Þetta er einnig í samræmi við áherslur og
leiðbeiningar sem hafa komið frá OECD.
En hvað þýðir það að meta starfsgetu
en ekki vangetu til starfa? Læknar hafa
í mörgum tilfellum þurft að leggja mat á
vangetu út frá einu viðtali við einstakling
eða jafnvel skoðun á pappírum og þá
stundum notast við spurningalista með
tiltekinni stigagjöf. Því hefur verið haldið
fram að mat á getu sé ekki flóknara en svo
að snúa formerkjum mats á vangetu við,
þannig að ef niðurstaðan er sú að hlutfall
örorku sé 60% þá sé getan 40% — en er
það virkilega svona einfalt?
Staðreyndin er sú að ef meta á getu á
raunhæfan hátt verður að taka tillit til fleiri
og flóknari breyta, sem gerir matið að
mörgu leyti flóknara og tímafrekara. Skoða
þarf möguleika og störf á vinnumarkaði
og eins er óraunhæft að meta starfsgetu
án þess að einstaklingurinn fái viðeigandi
aðstoð og tækifæri til að efla styrkleika sína
og takast á við þær hindranir sem eru til
staðar vegna afleiðinga sjúkdóma eða
slysa. Til að meta starfsgetu á sanngjarnan
hátt þarf að láta reyna á hana og hugsan-
lega hafa áhrif á og breyta ýmsum þáttum,
bæði hjá einstaklingnum sjálfum og í
umhverfi hans.
Starfsgeta snýst því ekki eingöngu um
einstaklinginn sjálfan heldur einnig um
möguleika og tækifæri í síbreytilegu
umhverfi (sjá mynd 17). Til dæmis eru
mörg dæmi þess, bæði hér á landi og
í öðrum löndum, að einstaklingar sem
glíma við erfiða sjúkdóma eða meðfæddar
skerðingar hafi öðlast fulla vinnugetu með
auknum möguleikum í upplýsingatækni
og aukinni aðstoð.
Það að meta getu til starfa frekar en van-
getu krefst því bæði breytinga á matskerfi
og matsferlum og einnig breyttra viðhorfa
og hugsunar í samfélaginu. Einnig þarf
að tryggja öllum einstaklingum góðan
og skilvirkan þjónustuferil í starfsendur-
hæfingu þar sem markmiðið er að vinna
að því að takmarka hindranir sem eru til
staðar og efla getu og styrkleika einstaklinga
ásamt því að finna þeim stað við hæfi á
vinnumarkaði. Það er aðeins í gegnum
slíkt ferli sem við getum á sanngjarnan
hátt metið getu einstaklinga til starfa á
vinnumarkaði.
VIRK hefur á undanförnum sex árum fjár-
fest í mikilli þróunarvinnu við uppbyggingu
á starfsgetumati í samvinnu við tugi
sérfræðinga bæði hérlendis og erlendis.
Öllum þeim einstaklingum sem ekki
treysta sér á vinnumarkað í lok þjónustu
hjá VIRK er boðið í formlegt starfsgetumat
þar sem eftirfarandi spurningum er svarað:
1) Er starfsendurhæfing fullreynd? 2) Er
starfsgeta til staðar og þá að hvaða marki?
Svör við þessum spurningum eru mikilvæg
bæði fyrir einstaklinginn sjálfan og þá aðila
sem taka ákvörðun um rétt viðkomandi til
greiðslna vegna starfsgetumissis. Þessum
spurningum verður hins vegar ekki svarað
án þess að að tekið sé mið af niðurstöðum
starfsendurhæfingarferils og því er ekki
unnt að byggja upp faglegt starfsgetumat
án þess að tengja það því ferli sem á sér
„Ef horft er á fjölda
einstaklinga en ekki stöðu-
gildi þá eru um 72% þeirra
einstaklinga sem lokið hafa
þjónustu hjá VIRK annað
hvort í launuðu starfi, virkri
atvinnuleit eða í lánshæfu
námi við lok þjónustu.“
Gefðu líðan þinni og starfsgetu einkunn
á kvarðanum 0-10 þar sem 0 er lægsta og 10 hæsta einkunn
10,0
9,0
8,0
7,0
6,0
5,0
4,0
3,0
2,0
1,0
0
Mynd 16
Einkunn
3,9
7,1
2,5
5,8
Sjálfsmynd Vinnugeta
í upphafi þjónusta í lok þjónustu