Ársrit um starfsendurhæfingu - 2015, Síða 17

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2015, Síða 17
17www.virk.is VIRK stað í starfsendurhæfingunni. Það er hins vegar ekki hlutverk VIRK að taka ákvörðun um rétt einstaklinga til framfærslubóta af neinu tagi. Þróunarvinna VIRK við uppbyggingu á starfsgetumati hefur vakið mikla athygli erlendis og hefur VIRK fengið fjölmargar óskir um kynningar og formlegt samstarf við áframhaldandi þróun á því. Ávinningur starfsendurhæfingar Árangursrík starfsendurhæfing skilar miklum ávinningi bæði fyrir einstaklinga og samfélagið í heild sinni. Það skiptir miklu máli fyrir einstaklinga að hafa hlutverk, geta séð sér farborða og verið fjárhagslega sjálfstæðir. Það er einnig mikilvægt að við byggjum upp þannig menningu og viðhorf í samfélagi okkar að sjálfsagt sé að nýta getu allra til atvinnuþátttöku. Ef það er ekki gert er hætta á að minnkandi atvinnuþátttaka á vinnumarkaði ógni uppbyggingu góðs velferðarkerfis til framtíðar. Starfsendurhæfing er því fjárfesting í fólki og stuðlar auk þess að öflugu samfélagi og aukinni þátttöku og velferð allra. Það er hins vegar mikilvægt að meta sífellt árangur af starfsendurhæfingarþjónustu og setja í samhengi við þá fjármuni sem veittir eru til hennar. „Niðurstaða þessara útreikninga gefur um 9,7 milljarða króna í ávinning á árinu 2013 og 11,2 milljarða króna á árinu 2014. Ábatinn af starfseminni skilar sér bæði til Tryggingastofnunar, lífeyrissjóða og ríkisins í formi aukinna skatttekna og til einstaklinganna sem um ræðir.“ Mynd 17 Starfsgeta Möguleikar á vinnumarkaði Störf og verkefni Geta einstaklings

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.