Ársrit um starfsendurhæfingu - 2015, Síða 20

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2015, Síða 20
20 www.virk.is V IR K Mikilvægi mats í upphafi þjónustu Reynsla af starfsemi VIRK hefur sýnt að ekki er alltaf raunhæft að hefja starfsendurhæfingu. Stundum eru einstaklingar ekki komnir með nægjanlega góða heilsu til að geta hafið þennan feril og stundum er starfsendurhæfing ekki viðeigandi út frá aðstæðum og heilsubresti einstaklings. Til að tryggja enn frekar að þjónusta VIRK sé markviss og árangursrík hefur verið þróuð svokölluð beiðnagátt VIRK. Markmiðið er ávallt það að einstaklingar fái þjónustu við hæfi hverju sinni. Sérfræðingar VIRK fara yfir allar beiðnir um þjónustu. Ef augljóst er að einstaklingur eigi heima í þjónustu VIRK þá er beiðni send til ráðgjafa sem boðar viðkomandi í viðtal til sín. Óljósari beiðnir eru teknar fyrir á samráðsfundi með lækni VIRK. Þá fundi sitja einnig sjúkraþjálfari og sálfræðingur og/eða félagsráðgjafi. Ef niðurstaða þess fundar er að beiðnin uppfyllir ekki skilyrði um þjónustu VIRK eða þjónustan sé ekki vænleg til árangurs út frá faglegum forsendum er tilvísandi aðili og einstaklingur upplýstur um niðurstöðuna með bréfi. Í bréfinu koma fram ástæður frávísunar og settar eru fram ráðleggingar um næstu skref ef við á. Sérfræðingar á beiðnafundi geta einnig vísað máli í mat á raunhæfi starfsendurhæfingar. Markmiðið er að skoða hvort heilsufar og áhrif þess á færni kalli á markvissa aðkomu í formi starfsendurhæfingar. Í mati á raunhæfi er tekin afstaða til eftirfarandi þátta: • Er heilsubrestur til staðar sem hefur áhrif á starfsgetu einstaklings? • Hafa einkenni einstaklings áhrif á færni sem talið er að starfsendurhæfing geti bætt og þar með aukið líkur á endurkomu á vinnumarkað? Ef starfsendurhæfing er talin raunhæf fær einstaklingur boð um þjónustu ráðgjafa í starfsendurhæfingu. Auk þess fylgja með niðurstöður raunhæfimatsins og fyrstu tillögur að íhlutun í starfsendurhæfingu. Ef starfsendurhæfing er ekki talin raunhæfur kostur að svo stöddu eru gefnar ráðleggingar um næstu skref. Ávallt er reynt að beina einstaklingi í annan farveg innan velferðarkerfisins í samstarfi við fagaðila ef starfsendurhæfing er ekki metin raunhæf. Nokkrir þættir í faglegri þróun hjá VIRK Ása Dóra Konráðsdóttir sviðsstjóri starfsendurhæfingasviðs VIRK Stöðugar breytingar eru á verkefnum og skipulagi innan starfsendurhæfingarsviðs hjá VIRK. Þessar breytingar eru í takt við þá faglegu þróun sem átt hefur sér stað á síðasta ári og þær áherslur sem settar hafa verið fram fyrir næstu misserin. Í þessari samantekt er gerð grein fyrir nokkrum þáttum sem lögð hefur verið áhersla á í faglegri þróun hjá VIRK undanfarna mánuði. Samantektin er alls ekki tæmandi hvað varðar faglega þróun heldur er hér einungis stiklað á stóru.

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.