Ársrit um starfsendurhæfingu - 2015, Page 21

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2015, Page 21
21www.virk.is VIRK Heildarfjöldi raunhæfimata á árinu 2014 var 315, eða að meðaltali rúmlega 26 möt í mánuði og hefur beiðnum það sem af er árinu fjölgað töluvert eins og sjá má á mynd 1. Þegar skoðaðar eru niðurstöður úr mati á raunhæfi starfsendurhæfingar á árinu 2014 var starfsendurhæfing metin raun- hæf í 57% tilfella en óraunhæf í 43% tilfella. Endurhæfingarþungi Unnið er að því að skilgreina betur þann hóp sem kemur inn til VIRK m.t.t. hversu langan tíma starfsendurhæfingin muni taka og hvaða úrræðakaup gætu hentað einstaklingi best. Eftir að markvissri forvinnu lauk hjá sérfræðingum VIRK var leitað til félags endurhæfingarlækna með beiðni um að tilnefna aðila innan þeirra vébanda til að taka þátt í þessari vinnu. Auk þess var leitað til reynslumikils félagsráðgjafa á geðdeild Landspítalans. Vinnuhópinn skipa auk sérfræðinga frá VIRK: • Magnús Ólason framkvæmdastjóri lækninga Reykjalundi • Stefán Yngvason yfirlæknir á Grensási • Vigdís Jónsdóttir félagsráðgjafi geðdeild LSH Bæði er verið að horfa til þess að ákveðnar grunnupplýsingar um stöðu einstaklings geti gefið mikilvægar vísbendingar um það hvers vænta megi. Einnig er verið að skoða möguleikann á því að ákveðin skimun sé gerð í upphafi þjónustu. Þessi vinna er komin vel á veg en vænta má niðurstöðu á vormánuðum. Þverfagleg nálgun á öllum stigum starfsendurhæfingar- ferils Ráðgjafar í starfsendurhæfingu spila veiga- mikið hlutverk í starfsendurhæfingarferli einstaklingsins. Þeir hafa umsjón með málum, veita ráðgjöf, hvetja einstaklinginn áfram og draga markvisst fram styrk- leika hans m.a. með aðferðafræði „Áhugahvetjandi samtals“. Þeir gegna einnig mikilvægu hlutverki í matsferli VIRK því strax í upphafi þjónustu hefst markviss upplýsingagjöf sem er nýtt áfram í starfsendurhæfingarferlinu. Á fyrsta mánuði í þjónustu hittir ráðgjafi þverfagleg rýniteymi sem starfa á vegum VIRK. Þar er farið yfir þau gögn sem hafa borist og þær upplýsingar sem hafa safnast hjá ráðgjafa. Í samvinnu við einstaklinginn og þverfagleg rýniteymi útbýr ráðgjafi raun- hæfa áætlun í starfsendurhæfingu. Frá og með 1. nóvember 2014 var það verklag innleitt að öll mál einstaklinga í þjónustu eru einnig rýnd á 3ja mánaða fresti. Það má því segja að þverfagleg nálgun á öllum stigum starfsendurhæfingarferilsins sé tryggð. Framkvæmd og eftirfylgni áætlunar krefst hinsvegar samvinnu við marga aðila þ.m.t. tilvísandi lækni, atvinnurekanda, úrræðaaðila í starfsendurhæfingu og rýniteyma og matsteyma sem starfa á vegum VIRK. Það má því segja að ráðgjafi haldi í alla þræði í starfsendurhæfingarferli einstaklingins, sé nokkurs konar „könguló í netinu“. Þróun á matsferli starfsendurhæfingar Rannsóknir benda eindregið til þess að einstaklingsmiðuð starfsendurhæfing skili sér í aukinni færni og betri líkamlegri og andlegri líðan. Þannig stuðlar hún að lægra nýgengi örorku og eykur líkur á að einstaklingarnir verði á ný virkir þátttakendur í samfélaginu. Ljóst er að sá ávinningur verður meiri því fyrr sem starfsendurhæfing hefst í veikindaferlinu. VIRK hefur frá stofnun unnið markvisst að og fjárfest umtalsvert í uppbyggingu þver- faglegs starfsendurhæfingarferils sam- tvinnuðum matsferli. Markmið þeirrar vinnu er þróun á nýju starfsgetumati sem æ fleiri eru sammála um að taka eigi upp hér á landi. Ljóst er að grunnforsenda þess að taka upp starfsgetumat í stað örorkumats er að til staðar sé samræmdur ferill, að öllum bjóðist skipulagður og faglegur starfsendurhæfingarferill. Rúmlega 80 sérfræðingar hérlendis og erlendis hafa „Ljóst er að grunn- forsenda þess að taka upp starfsgetumat í stað örorkumats er að til staðar sé samræmdur ferill, að öllum bjóðist skipulagður og faglegur starfsendurhæfingar- ferill.“ 2014 2015 Fjöldi raunhæfimata janúar 2014 - mars 2015 50 45 40 35 30 25 20 15 10 5 0 Mynd 1 Fjöldi Jan úa r Feb rúa r Ma rs Ap ríl Ma í Jún í Júl í Ok tób er Ág úst Nó vem ber Sep tem ber De sem ber 7 18 25 42 49 12 22 24 41 43 26 34 29 29 23

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.