Ársrit um starfsendurhæfingu - 2015, Side 22

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2015, Side 22
22 www.virk.is V IR K verið kallaðir til í þessari vinnu í formi rannsóknarverkefna og þróunar m.a. á alþjóðlegum vettvangi. Þessi þróun hefur vakið mikla athygli erlendis, matsferillinn og þverfaglega teymisvinnan sem hann byggir á er meðal þeirra þátta í starfsemi VIRK sem erlendir fagaðilar líta til sem fyrirmyndar. Markmið matsferilsins er að tryggja einstaklingsmiðaða nálgun, þverfaglega sýn og að árangursríkar leiðir séu nýttar í starfsendurhæfingu einstaklingsins. Auk þess er markvisst haldið utan um feril einstaklings með þessum hætti og þær upplýsingar sem safnast saman aðstoði við að svara eftirfarandi spurningum í lok þjónustu: 1. Er starfsendurhæfing fullreynd? 2. Ef já, hvað veldur? 3. Ef nei, hvað veldur? 4. Hver er starfsgetan? Samstarf við lífeyrissjóði Samstarf VIRK og lífeyrissjóða hefur verið í mikilli uppbyggingu undanfarið ár. Tilraunaverkefni hófst með Gildi lífeyris- sjóði í ársbyrjun 2014 þar sem allar beiðnir um örorku sem bárust Gildi voru skoðaðar m.t.t. raunhæfi starfsendurhæfingar. Þver- faglegur hópur sérfræðinga frá VIRK þ.e. læknir, sjúkraþjálfari og sálfræðingur sátu þessa fundi ásamt trúnaðarlækni og öðrum starfsmönnum Gildis. Niðurstöður um afgreiðslu þessara mála má sjá í mynd 2 en tilraunaverkefnið náði yfir eitt ár. Er það niðurstaða VIRK og Gildis að þetta verklag sé árangursríkt og tryggir að réttum einstaklingum er/sé vísað í starfsendurhæfingu. Með þessu verklagi næst betur að samræma starfsendur- hæfingarferil einstaklingins að mati á orku- tapi hjá lífeyrissjóðum. Í dag eru eftirtaldir lífeyrissjóðir auk Gild- is farnir að vinna eftir þessu verklagi í samvinnu við VIRK: Lífeyrissjóðurinn Festa, Lífeyrissjóður Verslunarmanna, Lífeyris- sjóður Vestmannaeyja, Lífeyrissjóðurinn Stapi, Frjálsi lífeyrissjóðurinn, Lífeyrissjóður flugmanna, Lífeyrissjóður Rangæinga og Lífeyrissjóður starfsmanna Búnaðar- bankans. Aðlögun starfsgetumats að þörfum lífeyrissjóða Gerður hefur verið tímabundinn tilrauna- samningur við lífeyrissjóði, sem eru með rekstrarsamning við Arion banka, um aukið samstarf er varðar starfsendurhæfingu og mat á stöðu einstaklinga. Markmið sam- starfsins er að afgreiðsla örorkuumsókna verði nátengt ferli starfsendurhæfingar. Sé starfsendurhæfing metin raunhæf, að mati trúnaðarlæknis og fagaðila sem starfa á vegum VIRK, er það hlutverk VIRK að setja upp einstaklingsmiðaða nálgun í starfsendurhæfingu. Samkomulag er einnig um að í þeim tilvikum sem starfs- endurhæfing er möguleg verði tryggt að starfsendurhæfingarferlinu sé lokið áður en ákvörðun um orkutap eða starfsgetu til lengri tíma er tekin. Hér gefst einstakt tækifæri til að samtvinna enn betur matsferli starfsendurhæfingar að þörfum lífeyrissjóða og á sama tíma að tryggja að öllum þeim sem þurfa standi til boða starfsendurhæfing. Í þessu samstarfi verður m.a. til skoðunar hvaða þættir nýtast best úr matsferli VIRK og öfugt. Einnig er markmiðið með þessu þróunarverkefni að staðla enn betur skýrsluform sem án efa munu nýtast fleiri lífeyrissjóðum í framtíðinni. Þessi þróun verður m.a. unnin í samvinnu við ýmsa sérfræðinga og hafa samtök tryggingalækna í Evrópu samþykkt að koma að þessari þróunarvinnu (EUMASS). „Markmið samstarfsins er að afgreiðsla örorku- umsókna verði nátengt ferli starfsendurhæfingar.“ Endurkoma til vinnu Tilraunaverkefninu Virkur vinnustaður er nú að ljúka en deild forvarna og rannsókna hefur haldið utan um það verkefni. Í framhaldi mun sú deild sérhæfa sig í að byggja upp meiri þekkingu og markvissari úrræði fyrir einstaklinga sem eru með skerta starfsgetu í lok starfsendurhæfingarferils en þurfa sérstaka aðlögun inn á vinnumarkað. Áhersla verður lögð á að efla til muna eftirfylgni með einstaklingum með langvinna sjúkdóma sem hafa haft áhrif á starfsgetu og möguleika þeirra á vinnumarkaði til framtíðar. Nýta á m.a. þekkinguna sem skapast hefur í IPS- verkefninu og í þróunarverkefninu Virkur Mynd 2 Niðurstöður samstarfsverkefnis VIRK og Gildis Starfsendurhæfing ekki raunhæf Er hjá VIRK Vísað í raunhæfimat 23% 35% 42%

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.