Ársrit um starfsendurhæfingu - 2015, Page 26

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2015, Page 26
26 www.virk.is V IR K Hreyfing lykilatriði í góðri líðan Guðrún Guðmundsdóttir ráðgjafi hjá VIRK Ráðgjafi VIRK hjá Sameinaða lífeyrissjóðnum að Borgartúni 30 er Guðrún Guðmundsdóttir. Hún tekur á móti blaðamanni með bros á vör og á skammri stundu nær hún að skapa nánd og hlýju sem hlýtur að vera mikilvægur eiginleiki í slíku starfi sem hún gegnir. Sameinaði lífeyrissjóðurinn er samansettur úr mörg- um einingum. Innan hans vébanda er Byggiðn, Félag bókagerðarmanna, FIT (Félag Iðn- og tæknigreina), Verkstjórasamband Íslands, Flugfreyjusamband Ís- lands, Flugvirkjafélag Íslands, Félag íslenskra atvinnu- flugmanna, Félag tannlækna og aðstoðarfólks þeirra og Félag leiðsögumanna. Þetta er langur listi og einsýnt virðist að Guðrún Guð- mundsdóttir hafi í nógu að snúast sem ráðgjafi VIRK fyrir alla þessa aðila. En fyrst af öllu forvitnumst við um bakgrunn Guðrúnar. „Ég lærði sjúkraþjálfun hér á Íslandi og lauk námi 1986. Næstu sjö ár vann ég hjá Borgarspítalanum á hinum ýmsu deildum. Síðan flutti ég austur í Ölfus og réð mig til starfa hjá Heilsustofnun Náttúrulækningafélags Íslands. Þar vann ég svo í nítján ár. Þar kynntist ég mörgu fólki með ólíkan bakgrunn og þar vann ég að hluta sem úrræðaaðili fyrir VIRK. Raunar var ég á stofnfundi VIRK og hef fylgst með þeirri starfsemi síðan,“ segir Guðrún. „Ég hafði líka kynnt mér áhrif streitu. Sá áhugi kviknaði vegna námskeiðs um svokallaðan hreyfiseðil. Það er meðferðarform sem mikið er notað í Svíþjóð og Ingibjörg Jónsdóttir lífeðlisfræðingur hefur kynnt talsvert á Íslandi. Þá skildi ég að hreyfingu má nota ekki aðeins sem forvörn heldur líka sem meðferð við hinum ýmsu lífsstílssjúkdómum, sem eru afskaplega algengir, svo sem streita, þunglyndi og kulnun. Mikið álag getur verið í lagi í nokkurn tíma en ef það er of langvarandi getur heilsan farið úr skorðum. Mjög misjafnt er hvað einstaklingar þola vel álag. Það sem einn þolir er alltof mikið fyrir annan. Við getum þó þjálfað okkur upp og myndað þannig mótvægi gegn streitu. Þolþjálfun er til dæmis að ganga eða hjóla í tuttugu mínútur eða lengur.“ Hvað varð til þess að þú réðir þig til starfa hjá VIRK? „Bætt var við ráðgjöfum hjá VIRK og ég sótti um á nokkrum stöðum og segja má að ég hafi lent hér fyrir tilviljun hjá Sameinaða lífeyrissjóðnum. Mér líkar starfið mjög vel. Það er skemmtilegt og öðruvísi en að hafa „hendur á sjúklingnum“ að hitta fólkið augliti til auglitis með skrifborðið á milli. En mér nýtist hér vel starfsreynslan sem sjúkraþjálfari. Óneitanlega er mikið um stoðkerfisvandamál hjá okkar skjólstæðingum. Önnur algeng vandamál eru kvíði, þunglyndi og kulnun, þá eru sálfræðiúrræði og námskeið slíku tengd mikilvæg. Sálfræðingar og sjúkraþjálfarar hafa brugðist við þessum vanda með því að setja upp hópnámskeið bæði gegn stoðkerfisvanda og andlegri vanlíðan. Við fáum svo gjarnan álit skjólstæðinganna á hvernig úrræðin virka. Um það spyrjum við grannt.“

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.