Ársrit um starfsendurhæfingu - 2015, Page 28

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2015, Page 28
28 www.virk.is UPPLÝSINGAR V IÐ TA L „Við tókum inn um þrjú hundruð ein- staklinga í samstarf við VIRK á síðasta ári, þetta er stórt stéttarfélag,“ segir Eymundur G. Hannesson ráðgjafi hjá VIRK. „Í vor var langur biðlisti en nú er ástandið allt annað, þeir sem til okkar leita komast fljótlega að þegar búið er að samþykkja þá inn í samstarf við VIRK. Það er heppilegt. Snemmtæk íhlutun er best. Hins vegar er óeðlilegt að grípa of fljótt inn í. Fólk getur oft verið búið að bjarga ýmsum málum sjálft á hæfilegum biðtíma. Ekki er hægt að alhæfa hve langur tími er æskilegur í hverju tilviki, það fer eftir stöðu mála hjá viðkomandi einstaklingi. En almennt myndi ég segja að ef fólk er komið af vinnumarkaði er æskilegt að skoða hvort aðstoðar sé þörf að þremur mánuðum liðnum. Allar beiðnir sem til okkar berast eru skoðaðar, hvort þær séu raunhæfar eða ekki. Sé svo er best að ekki líði langur tími þar til starfsendurhæfing hefst. Þetta ferli þarf að vanda vel og þróunin í þeim efnum hefur verið hröð hjá VIRK. Margt hefur breyst síðan ég kom hingað fyrir tæpu ári til betri vegar. Tilfinning mín var þegar ég byrjaði hér að fólkið sem kæmi væri ekki allt tilbúið til endurhæfingar. Það þyrfti kannski að vinna betur í sínu veikindaferli, fá nákvæmari niðurstöður og hvort hægt væri gera eitthvað meira fyrir það í heilbrigðiskerfinu, áður en það kæmi til samstarfs við VIRK.“ Biðtími í heilbrigðiskerfinu stundum langur Finnst þér að læknar og aðrir vísi full fljótt fólki til VIRK til endurhæfingar? „Já, stundum sýnist mér það. Hugsanlega gerist þetta vegna þess að viðkomandi fagaðilar skilja ekki nægilega vel eðli þess sem gert er hjá VIRK, þar sem þróunin er sífellt að verða markvissari. Samfara því verður ljósara hvenær ástæða er fyrir VIRK að fara inn í málin. Það þarf að vera búið að greina fólkið vel og gera það sem hægt er að gera í heilbrigðiskerfinu. Loks þarf svo viðkomandi einstaklingur að vera tilbúinn til samstarfsins. Eymundur G. Hannesson ráðgjafi hjá VIRK Maður staðnar ekki í þessu starfi Ráðgjafar VIRK hjá VR eru níu, þar af er einn í Vestmannaeyjum. Fyrir tæpu ári bættist Eymundur G. Hannesson í ráðgjafahóp VIRK hjá VR. Hann er félagsráðgjafi að mennt og hefur starfað sem slíkur um árabil. Biðtíminn hjá heilbrigðiskerfinu er stundum alltof langur. Ég tek sem dæmi fólk með ADHD, það þarf oft að bíða skaðlega lengi. Stundum er viðkomandi þá búinn að vera í endurhæfingu í heilt ár þegar greiningin kemur. Þetta er langur biðtími fyrir manneskju sem er utan vinnumarkaðar. Oft vildi maður hafa gleggri læknisfræðilega þekkingu í þessu starfi. En þá sækir maður sér upplýsingar hjá læknum sem starfa í sérfræðingateymi hjá VIRK. Öll mál sem til okkar berast eru skoðuð á sérstökum rýnifundum þverfaglegs teymis í upphafi, og svo síðar með jöfnu millibili.“ Hverjir leita helst til ykkar? „Fólk sem stríðir við afleiðingar veikinda og slysa eða hefur misst vinnugetu. Í kjölfar slíkra aðstæðna fylgir oft þunglyndi og kvíði. Vefjagigt er mjög algengt vandamál, líka hjá körlum. Stundum er þó erfitt að segja til um orsök og afleiðingu í þeim efnum. Það flækir og málið ef einnig er um að ræða neysla vímuefna.“

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.