Ársrit um starfsendurhæfingu - 2015, Side 35

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2015, Side 35
35www.virk.is VIRK Aukið samstarf innan velferðarkerfisins VIRK hefur lagt mikla áherslu á gott samstarf við alla aðila innan velferðarkerfisins með það að markmiði að tryggja góðan og samfelldan þjónustuferil fyrir einstaklinga. Á undanförnum tveimur árum hefur sérstök áhersla verið lögð á að auka samskipti og samstarf við aðrar stofnanir velferðarkerfisins með það að markmiði að auka og bæta þjónustu við einstaklinga á öllum sviðum. VIRK leggur einnig mikla áherslu á að leiðbeina einstaklingum um mögulegar þjónustuleiðir innan velferðarkerfisins hvort sem einstaklingurinn getur nýtt sér þjónustu VIRK eða ekki. Hér að neðan má sjá nokkur dæmi um þetta samstarf. Ráðgjafar VIRK halda utan um endur- hæfingaráætlanir sem eru forsenda þess að einstaklingar geti fengið endur- hæfingarlífeyri frá Tryggingastofnun. Læknar sem starfa á vegum TR eru einnig í auknum mæli farnir að kalla eftir niðurstöðum starfsgetumats hjá VIRK áður en ákvörðun er tekin um lífeyrisgreiðslur hjá Tryggingastofnun. Sérfræðingar VIRK bjóða upp á fundi á heilsugæslustöðvum um allt land. Þar gefst heimilislæknum tækifæri til að fara yfir mál sinna einstaklinga og gott upplýsingaflæði er tryggt. Ráðgjafar VIRK eru með aðsetur á Hvíta- bandinu og á Kleppi einu sinni í viku. Þessi viðvera hefur skipt miklu máli fyrir einstaklinga sem glíma við langvinna og alvarlega geðsjúkdóma og hefur orðið til þess að tengja betur saman þjónustu heilbrigðiskerfis og atvinnutengdrar starfs- endurhæfingar. Reglubundnir fundir eru milli sérfræðinga VIRK og sérfræðinga á geðdeildum LSH – bæði á geðdeild LSH við Hringbraut og á Kleppi. færar leiðir hvort heldur sem er innan VIRK eða á vegum félagsþjónustunnar. Í undirbúningi er samstarf af þessum toga við fleiri sveitarfélög. Reglulegir fundir eru með Vinnumála- stofnun þar sem þverfagleg teymi fara yfir mál einstaklinga og koma þeim í réttan farveg. Af ofangreindri upptalningu, sem er þó ekki tæmandi, er ljóst að VIRK gegnir í dag mikilvægu hlutverki innan velferðarkerfisins og hefur lagt mikið afl í að samþætta þjónustu atvinnutengdrar starfsendurhæfingar við þjónustu annarra stofnana. Áhersla er alltaf lögð á það að finna einstaklingum réttan farveg í góðu samstarfi við aðra fagaðila innan kerfisins og þar með auka líkurnar á því að starfsendurhæfing einstaklingsins verði árangursrík. VIRK hefur útvegað geðdeild LSH á Laugarásvegi sérstakan atvinnuráðgjafa, Hlyn Jónasson, sem hefur aðstoðað unga einstaklinga með alvarlegar geðgreiningar við að finna starf við hæfi. Samstarfið hefur verið mjög gott og verkefnið skilað miklum ávinningi en nánar er fjallað um verkefnið hér fyrir aftan í ársritinu. Reglulegir fundir eru milli sérfræðinga VIRK og Reykjalundar og milli VIRK og Grensáss þar sem markmiðið er að tryggja samfelldan þjónustuferil fyrir einstaklinga. VIRK vinnur markvisst með félagsþjónustu Reykjavíkurborgar, Hafnarfjarðar og Reykjanesbæjar þar sem fagaðilar frá VIRK og félagsþjónustunni fara sameiginlega yfir mál einstaklinga sem eru á „gráu svæði“ með það í huga að finna árangursríkar leiðir að vinnumarkaði. Hér leggur VIRK t.d. til aðgengi að fagaðilum sem geta boðið einstaklingum upp á nánari skoðun með það í huga að finna

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.