Ársrit um starfsendurhæfingu - 2015, Side 46

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2015, Side 46
46 www.virk.is UPPLÝSINGAR V IÐ TA L Aukinn skilningur á fjarveru Fjóla Kristín Helgadóttir starfsmannastjóri IKEA Valgerður María Friðriksdóttir aðstoðarstarfsmannastjóri IKEA er stórt fyrirtæki á íslenskan mælikvarða og þar vinna hátt í þrjú hundruð starfsmenn. Þær Fjóla Kristín Helgadóttir starfsmannastjóri og Valgerður María Friðriksdóttir aðstoðar- starfsmannastjóri bera samstarfi IKEA og þróunarverkefninu Virkur vinnustaður góða sögu. „Við vorum dálítið úrræðalaus í þessum efnum. Búið var að reyna ýmislegt. Meðal annars hafði verið boðið upp á fyrirlestra um mataræði og hreyfingu til að vekja starfsmenn til umhugsunar. Við höfðum tekið upp samstarf við einkareknu læknastöðina Heilsuvernd. Starfsfólkinu var boðið upp á fríar heilsufarsmælingar og við fengum trúnaðarlækni frá Heilsuvernd til að koma til okkar einu sinni í viku til að ræða við starfsfólk sem þess óskaði,“ bætir hún við. „Þá buðum við upp á fríar bólusetningar við inflúensu og gerum enn. Einnig buðum við starfsfólkinu fría ávexti og „boost“, lýsi og hafragraut á morgnana í mötuneytinu okkar og stjórnendur ræddu við starfsmenn um fjar- vistir, ekki þó skipulega. En allt þetta breytti þó ekki ástandinu sem að nokkru næmi. Það var eins og um ákveðið veikindamynstur væri að ræða, sem jafnvel var ólíkt milli deilda fyrirtækisins.“ Tilboðið kom á góðum tíma Þær Fjóla Kristín og Valgerður María eru sammála um að tilboð VIRK hafi hitt á einstaklega heppilegan tíma. „Við slógum því til,“ segir Fjóla Kristín. Eftir að hafa farið inn um starfsmanna- inngang og fengið gestaaðgangskort er mér vísað upp á skrifstofu starfsmanna- stjóra. Þar ríkir bjartur einfaldleiki, aðals- merki hins vinsæla fyrirtækis, IKEA. „Samstarfið við VIRK hefur skilað okkur heil- miklu. Það byrjaði með að okkur var sendur tölvupóstur árið 2011 með tilboði um að taka þátt í þróunarverkefninu Virkur vinnustaður. Þá var ég aðstoðarstarfmannastjóri,“ segja Fjóla Kristín Helgadóttir, sem nú er starfsmannastjóri IKEA og Valgerður María Friðriksdóttir aðstoðar- starfsmannastjóri. Þær ræddu við blaðamann um þátttöku IKEA í umræddu þróunarverkefni og niðurstöður þess, sem nú liggja fyrir. „Tilboðið frá VIRK barst einmitt á þeim tíma sem veikindi voru mjög stórt vandamál hér innanhúss hjá okkur hér í IKEA. Þá er ég að ræða um skammtímafjarveru, svokölluð mánudagsveikindi, þegar fólk er fjarverandi í einn til tvo daga einu sinni til tvisvar í mánuði,“ segir Fjóla Kristín.

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.