Ársrit um starfsendurhæfingu - 2015, Síða 59

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2015, Síða 59
59www.virk.is AÐSEND GREIN Þátttakendur Einstaklingar sem leitað hafa eftir þátttöku í verkefninu Útrás skiptast í þrjá hópa. Stærsti hópurinn eru öryrkjar sem hafa verið á bótum í mörg ár en langar að vera virkir og fá hlutverk t.d. með 30%-50% starfi. Annar hópurinn samanstendur af ungu fólki á endurhæfingarlífeyri sem vill reyna sig strax á vinnumarkaði, í hlutastarfi til að byrja með og án hefðbundinnar starfsendurhæfingar. Þriðja hópinn skipa einstaklingar eldri en fimmtugir sem hafa verið atvinnulausir í 3-4 ár og treysta sér ekki í 100% vinnu. Margir þeirra sem tóku þátt í Útrás nýttu sér dagskrá Hlutverkaseturs. Þátttakan gat verið hluti af starfsmati, til að efla ákveðna færni, og/eða til að máta sig í vinnuhlutverk sem hluta af starfsþjálfun. Sumir þurftu tímabundna sálfræðiþjónustu og/eða þjónustu til að byggja upp skerta sjálfsmynd og draga úr vonleysi. Einnig hafa margir þörf fyrir sjúkraþjálfun eða líkamsrækt til að styrkja líkamlega getu og/eða úthald svo þeir eigi afturkvæmt á vinnumarkaðinn. Árangur Tafla 1 sýnir hvaðan einstaklingum var vísað inn í verkefnið. Tafla 2 sýnir árangurinn þegar kemur að þátttöku á vinnumarkaði. Árangur verkefnisins sést í samanlögðum fjölda þeirra sem eru tilbúnir til vinnu og er komnir í vinnu, tæplega helmingur þátttakenda eða 47%. Til umhugsunar Það er von aðstandenda verkefnisins að innsæi atvinnuleitanda hafi aukist hvað varðar þær kröfur sem vinnumarkaðurinn gerir. Einnig að verkefnið hafi áhrif á viðhorf þeirra vinnustaða sem tóku þátt í því. Með samstarfi við fólk með skerta starfshæfni og við tengiliði Útrásar skapast reynsla og þekking um áhrifavalda umhverfisþátta á líðan á vinnustað. Þætti sem ýmist hindra eða hvetja til atvinnuþátttöku fólks með skerta starfsgetu þarf að rannsaka frá ólíkum sjónarhornum. Rannsóknir mismunandi faggreina þarf að samræma, en upp- bygging háskólasamfélagsins getur verið hindrun ef nemendur hugsa fyrst og fremst út frá eigin faggrein í stað þess að hafa að leiðarljósi hvað skili sér best til samfélagsins í heild. Skipulag, hefðir og venjur innan mennta-, heilbrigðis- eða tryggingakerfisins ná ekki að halda takti við breyttar forsendur í samfélaginu. Ef verkalýðs- og stéttarfélög settu í forgang hækkun lágmarkslauna, aukningu hlutastarfa og styttingu vinnutíma, myndi það skila sér til allra hópa samfélagsins. Það kom á óvart hversu vinnuveitendur voru fúsir til að ráða fólk með geðraskanir. Atvinnurekendur og samstarfsfólk óskuðu einna helst eftir fræðslu og/eða upp- lýsingum sem tengjast fordómum, skorti á hlutastörfum, óskum eftir tækifærum til að byrja smátt, ranghugmyndum um geðræn veikindi, efasemdum um úthald, eða sveigjanlegum vinnutíma. Það sem snéri að atvinnuleitendum voru einna helst heilsutengdir þættir. Viðkomandi efaðist um heilsu sína þegar eðlileg streita, vegna nýs starfs, herjaði á hann og leit á eðlileg streitueinkenni sem sjúkdómseinkenni. Hindranir við að fara út á vinnumarkaðinn gátu einnig falist í ótta við aukinn kostnað sem fylgdi, s.s. aukin útgjöld vegna fatnaðar, ferða, nestis og félagslegra sam- skipta. Endanleg áhrif atvinnuþátttöku á bótagreiðslur reyndist ógerlegt að sjá fyrir. Unnið með einstaklinga úfrá þeirra óskum Mörg góð úrræði fyrirfinnast nú til að aðstoða fólk við að fóta sig á ný á vinnumarkaði. Árangur Útrásar verður ekki settur í samanburð við önnur úrræði. Samanburðartölur eiga erindi ef unnið er með sama markhóp. Markhópur Útrásar eru aðallega einstaklingar með langvinnar geðrænar raskanir sem nýtt hafa sér hefðbundin úrræði og búið er að afskrifa af vinnumarkaði. Síðan eru það einstaklingar sem vilja ekki nýta sér almenna starfsendurhæfingu. Að fjórðungur sé kominn í vinnu og að sami fjöldi sé tilbúinn en vanti störf við hæfi sýnir að vandinn liggur ekki hjá einstaklingnum sjálfum heldur í umhverfiþáttum eins og tækifærum til að byrja smátt, fordómum, mismunun, skorti á hlutastörfum og eftirfylgd. Atvinnuleitendur með skerta starfsgetu falla oft milli kerfa þar sem enginn hefur heildarsýn eða fylgir málum í höfn. Atvinnuleitandi sem hefur verið atvinnulaus í tvö ár getur verið jafn kvíðinn og með jafn brotna sjálfsmynd og einstaklingur sem hefur verið öryrki í nokkur ár. Það vantar sárlega meiri sveigjanleika og flæði í bótakerfið til að auðvelda tengingu við vinnumarkaðinn. Gott samstarf og samfella í þjónustu er lykilatriði í öllu ferlinu, s.s. við sérfræðinga, endurhæfingaraðila, atvinnulífið og trygginga- og bótakerfið. Ferlið fyrir notend- ur þjónustunnar við að leita réttar síns er of flókið. Bótakerfið þarf að endurskoða. Mismunandi réttindi og kröfur flækja ferlið og beina fólki of oft frá vinnumarkaðinum. Það væri árangursríkara að vinna með einstaklingum með skerta starfsgetu út frá þeirra eigin óskum og væntingum til vinnumarkaðarins en að setja þá í ákveðið flokkunarkerfi með fyrirfram ákveðnum greiningum eða stöðu. Það sem upp úr hefur staðið í þessu verkefni er áhugi einstaklinga með skerta starfsgetu til atvinnuþátttöku, jákvæð viðbrögð vinnuveitenda, velheppnuð markaðssetning fólks með skerta starfs- getu og sterk innkoma Reykjavíkurborgar Einstaklingar Fjöldi % Í vinnu 22 24 Tilbúnir/bið 21 23 Óraunhæft 16 17 Mat/hættu 25 27 Skipta um vinnu 4 4 Vísað til AMS 2 2 Mættu ekki 3 3 Samtals 93 100 Tilvísunaraðilar Fjöldi % Hlutverkasetur 29 32 Frumkvæði/aðrir 44 47 LSH 14 15 VMST 4 4 Virk 2 2 Samtals 93 100 Tafla 1 Tafla 2

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.