Ársrit um starfsendurhæfingu - 2015, Qupperneq 63
63www.virk.is
VIRK
Vinnustöðvar voru settar upp í samhengi
við mikilvæga þætti ICF kerfisins
(International Classification of Function -
alþjóðlegu flokkunarkerfi færni, fötlunar
og heilsu) sem skilgreindir eru nánar í
matsferli VIRK til að greina starfsgetu og
gera þannig atvinnuleit og endurkomu til
vinnu markvissari.
Á Reykjalundi er löng hefð fyrir starfs-
endurhæfingu með áherslu á atvinnu
þ.e.a.s. vinnuheimilið Reykjalundur. Fag-
fólk sem vinnur við starfsendurhæfingu
er til staðar og þar hefur verið rekin
eftirlíking af vinnustað sem sérhæfir
sig í vinnu einstaklinga með skerta
vinnugetu. Vegna breytinga á Reykjalundi
losnaði húsnæði sem jók möguleika
starfsendurhæfingar Reykjalundar til að
þróast og vaxa enn frekar. Auk þess var
margt til staðar á Reykjalundi sem hentar
vel þeim einstaklingum sem þurfa á starfs-
endurhæfingu að halda þ.e.a.s. ýmis
fræðsla sem er fyrir öll svið Reykjalundar
eins og t.d. Bak- og verkjaskóli, Streitu-
stjórnunarnámskeið o.fl.
Þríþætt verkefni
Verkefnið byggir á þremur meginstoðum.
Matstækin sem notuð eru á Reykjalundi
sem og önnur matstæki innan starfs-
endurhæfingar voru skoðuð og greint
hver þeirra gætu nýst inn í vinnumatið
eða þætti þess og þau tengd við notkun
ICF kerfisins. Þá fólst verkefnið í þróun
starfsstöðva og þróun prófunar- og
þjálfunarúrræða. Skilgreind voru ákveðin
störf/verkefni innan þessara stöðva sem
markvisst reyna á skilgreinda færniþætti.
Þannig var lagður grunnur að sex
prófunarstöðvum og verkefni og verkferlar
á hverri prófunarstöð skilgreindir. Eftir
að búið var að meta, prófa og aðlaga
þessa þætti er komið að þriðja og síðasta
þættinum sem er tengingin við atvinnulífið
á ný. Hann felst m.a. í að gera ferilskrá með
einstaklingunum, vinnustaðaathugun,
atvinnuleit, starfsumsóknum, tengingu við
VIRK, Vinnumálastofnum, almenna vinnu-
staði og önnur úrræði.
Mikilvægt úrræði
Verkefnið hefur gengið vel, miðað jafnt og
þétt áfram utan árshlés vegna endurbóta
á húsnæði á Reykjalundi og er nú á
lokastigi. Búið er að velja matstæki, þróa
starfsstöðvar, skilgreina störf og verkefni,
auk þess að skilgreina tímaramma og
Uppbyggingar-
og þróunarverkefni
VIRK og
Reykjalundar
ferlið í heild og lokaþátturinn, prófun
matsferlis, stendur yfir. Síðasta hálfa
árið hafa tíu einstaklingar í þjónustu
VIRK verið í forprófum á vinnufærnimati
á Reykjalundi. Hverju mati lýkur með
skilafundi, þar sem farið er yfir niðurstöður
matsins með einstaklingnum og ráðgjafa
hans hjá VIRK.
Mjög mikilvægt er fyrir VIRK að geta boðið
upp á úrræði sem þetta þar sem það nýtist
helst einstaklingum sem ekki eru lengur í
vinnusambandi og hafa verið töluvert lengi
utan vinnumarkaðar.
Árið 2011 veitti VIRK Reykjalundi styrk til uppbyggingar-
og þróunarverkefnis í starfsendurhæfingu með það að
markmiði að þróa áfram niðurstöður úr matsferli VIRK
markvisst inn í vinnuprófun.